Æskan

Årgang

Æskan - 01.06.1924, Side 5

Æskan - 01.06.1924, Side 5
Æ S K A N 45 Ifai^onguvinn. Eftir Goethe. Hver ríður svo ört yfir is og hjarn um aftan síðla? Faðir með barn. Hann heldur á drengnum í faðmi fast, þvi frost er mikið og veður hvast. »Ég dætur minar læt þjóna þér, ef þú vilt, barn mitt, koma með mér; þær dætur minar þér dilla kátt og dansa og syngja um myrka nátt«. »Hví ertu, barn mitt, að byrgja þig?« »l*að ber nokkuð undarlegt fyrir mig; sko álfakónginn með krónu og skarl«. »Þar kvikar, son minn, norðljós bjart«. »Sjá, barn mitt, álfarnir koma’ á kreik, ég koma skal við þig i fagran leik. Ég marglit blóm hef og margskyns gull, af mætum gripum er höll mín full«. »Æ, faðir minn, faðir minn, heyrirðu’ ei, hvað mér hvislar álfakongurinn að?« »Ver svolítið rólegur, sonur minn, í sefinu þýtur vindurinn«. »Æ, sko, minn faðir, í skugganum þar, þær skinandi huldumeyjarnar«. »Þú, sonur minn góði, ég sé það vel, þú sér þar að eins hin gráu él«. »Ég elska þig, barn mitt, svo afarheitt, ef ei þú kemur, skal valdi beitt«. »Æ, faðir minn, faðir, mig frelsa þú, ég finn, hve kippir hann i mig nú«. Þá geigur fór um hinn gamla hal, og geyst hann reið yfir mörk og dal. Hann heim með naumindum náði þá; þá nár i faðmi hans barnið lá. V. Br. þýddi.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.