Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1924, Blaðsíða 4

Æskan - 01.06.1924, Blaðsíða 4
44 Æ S K A N »Þorir þú að koma fyrir augu mér?« æpti Steinn. »Alt er það þér að kenna!« Og svo réðst hann eins og illdýri á Ketil og ætlaði sér að slá hann til jarð- ar með einu höggi. Gn Ketill hopaði hvergi og þagði. Pví næst jarðvarpaði hann risa þessum og barði hann svo, að hann lá loks eftir sem dauður væri. Ketill gekk inn í stofuna á Ingstöð- um og sagði: »Nú er ég búinn að merkja morðingjann!« Hann tók sér ekki sæti, heldur stökk hann burt og inn í skóginn. Steinn var borinn heim. Hann var allur lamaður, og dróst smám saman upp. Staulaðist hann áfram við tvær hækjur þau fáu ár, sem hann átti ólifuð. Ketill var kyrlátur. Sorgin dofnaði smám saman. En alt frá þessu var hann einrænn og talaði ekki orð. Aldrei fæst orð úr honum, nema undir fjögur augu. Hann bygði sér þá þennan bæ í Hóm- landsskóginum. I*ar býr hann einn sins liðs, lifir á því að skjóta veiðidýr og fugla og ieggja snörur fyrir þá og smiða úr tré og járni. Ekki verður honum mikið að verki, því hann er hvílrækur og fjarska sein- virkur, að því er menn segja. En eng- inn smíðar jafnhaglega og trausta gripi i sveitinni eins og hann. Hann selur dýrt, en enginn þráttar við hann um verðið; hann fær það, sem hann setur upp. Og menn koma að langar leiðir til að biðja hann að smíða úr járni og skera út úr tré«. »Veslingurinn«, sagði Knútur ósjálf- rátt. »Hann er svo góður i sér og gæfur«. »Já, það má með sönnu segja«, sagði Ásta, »hann er tryggur og þrautreyndur«. »Er hann mjög hniginn að aldri?« spurði Knútur. »Já, hann er áreiðanlega kominn yfir sjötugt. En hann er víst fjörugur og hraustur; hann hefir aldrei ként sér nokkurs meins, svo að ég hafi heyrt«. »Á£hann nokkra ættingja hér i sveit- inni?« »Ónei, ekki sem teljandi séu. Hann átti bróður, Gunnar að nafni. Hann fór vestur um fjöll til Stafangurs, að mér er sagt, þegar hann var orðinn ferða- fær að aldri. Enginn hefir séð né heyrt neitt til hans, svo hann er vist dáinn fyrir löngu«. — Nú voru þeir Ketill og Knútur sam- an öllum dögum. Pað voru ógleyman- legar stundir. Ketill gat verið léttur og fyndinn í orðum. Hann sagði frá því, sem við hafði borið í fyrndinni. Hann kunni Heimskringlu og Biblíuna því sem næst utan að. Og þau undur sem hann kunni af þjóðsögum og æfintýrum! Þetta voru beztu og sælustu dagarnir, sem Knútur hafði lifað. Hann var stál- minnugur og alt, sem hann heyrði, toldi í honum. Hann fann, að gamli maður- inn undarlegi dró hann að sér; hann gat eigi annað en sýnt honum kærleika og lotningu. Aldrei hafði hann verið jafnhróðug- ur i huga og glaður eins og þegar Ket- ill sagði einu sinni við hann: »Þessi tína þín er ágætlega gerð. Fjörið og gleðin skín út úr þessum rósum á lok- inu; þarna hefir hnífurinn þinn gert djarfa og trausta drætti. Þú hefir sóma af þessari vinnu. Mundu ávalt eftir því, að vinnan og maðurinn eru náskyld hvort öðru; góð vinna göfgar manninn og göfugur maður vinnur gott verk«. Haustið var komið og Knútur er heima í Álmvik. Hann safnar viði til eldsneytis að vetrinum, hleður stóra skiðahlaða. Skólagangan gengur nokkuð skrykkjótt; hann verður að afrækja skólann við og við, af því að móðir hans þarf hans við heima. En ekkert var rekist í því, hvorki af eftirlitsmanni né kennara, því að Knútur vanrækir ekki leksíurnar sínar, hann lærir þær eftir sem áður og er einn af duglegustu drengjunum í skólanum. (Framh.).

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.