Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1924, Blaðsíða 7

Æskan - 01.06.1924, Blaðsíða 7
Æ S K A N 47 Eg er ágætt fóðurgras og góður er ég í te. Fallegur má ég heita, einkum þegar fjólu- blæ eða roða slær á blómin«. »Hver ert þú?« spurði Flóra stóra jurt með gulan koll og hvíta randkrónu. »Baldursbrá heiti ég. Mikið hélt Baldur Óðinsson upp á mig og heiti ég eftir hon- um. Fagureygur var hann. Illgresi þyki ég samt og menn vilja uppræta mig úr túnum. En fögur er ég«. »Sitt er hvað, fegurð og gæði«, sagði Flóra. Dísirnar héldu áfram út i túnfótinn. »Hvað heitir þú?« spurði flóra dálitla jurt með hvítum blómum. »Hrafnaklukka heiti ég. Systur mínar eru sumar með ljós- eða rauðbláum krónublöð- um. Stundum spyrja börnin, hvort ég sé klukkan hans krumma«. Dísirnar héldu áfram. I*ær staðnæmdust í víðivaxinni hlíð. »Hver ert þú?« spurði Flóra stóra jurt með bláum blómum. nBlágresi heiti ég; sumir kalla mig Blá- stroku eða Strokublágresi. Lík eru blóm mín Sóleyju að lögun; stundum eru þau blá eða nærri hvít, stundum fjólublá eða rósrauð. Drotning er ég hér í hlíðinni. Fögur er ég, — ein hin fegursta blómjurt hér á landi«. »Hver ert þú?« spurði Flóra dálitla jurt með fjólulitum blómstöngli. »Brönugras heiti ég. Indæll er ilmur minn. Einkennileg er rót mín. Hún er i tvennu lagi. í haust verður önnur visin og ég sjálf, en upp af hinni rótinni vex ný jurt og önn- ur rót. Rótin geymir næringu handa næstu jurt og svona koll af kolli«. »Hver ert þú?« spurði Flóra lyngið. »KrækiberjaIyng heiti ég. Góð þykja börn- unum berin mín. Ég er grænt árið um kring. A vetrum kallast ber mín krummaber, en á meðan þau eru óþroskuð, kallasl þau vísar eða grænjaxlar. Bláberin eru betri en ber- in min«. »Fleiri ber mættu vaxa hér í hliðinnk, sagði Flóra og tók upp svolitla jurt úr tösku sinni og gróðursetti. »Aðalbláberjalyng skaltu heita og ber þín verða betri en bláber til átu«. »Hver ert þú?« spurði Flóra skógviðinn. »Björk heiti ég og er helzla skógarjurtin hér á landi«. wFélaga skaltu eignast«, sagði Flóra og setti niður dálitla jurt. aReyniviður heitir þú, og hár getur þú orðið. Falleg eru blóm þín og míkil prýði verður að þér, þar sem þú nærð að þroskast vel«. Dísirnar héldu áfram ferðinni. »Æ, ég gleymdi dálitlu«, sagði Flóra. »Fjóla mín! Farðu með þessa jurt upp i hliðina og settu hana þar. Jarðarber lieitir hún. Stærst og bezt verða ber hennar af berjum, er vaxa hér á landi. Við bíðum hér á meln- um á meðan«. Fjóla fór. »Hver ert þú?« spurði Flóra dálitla jurt, ekki ólika lyngi. »Vetrarblóm heiti ég. Fögur eru blóm mín, þó eigi beri ég þau nú. Ég blómstra fyrst á vorin og prýði melakollana, er standa upp úr snjónum. Sumir kalla mig Lambablóm, en það er misskilningur. Blóm mín eru ekki ósvipuð Lambablómi«. Dísirnar héldu áfram, þangað til þær komu að á. »Fegurðarsnauðar þykja mér þessar eyrar vera«, sagði Flóra og setti niður litla jurt með rósrauðu, ljómandi fögru blómi. »Eyrarrós skaltu heita og vera staðnum til stórprýði«. Dísirnar héldu áfram upp með ánni. (Niðurl). Minnismerki Columbusar, (Sjá myndina á 1. siðu). Hinn alkunni finnandi Ameríku, Kristo- fer Columbus, sem fært hafði ættlandi sinu, Spáni, mikil auðæfi, andaðist í Valladolid. 21. maí 1506. Síðustu æfiár sin lifði hann við mjög bág kjör, hædd- ur og smáður, og í ónáð konungs. Lik hans var flutt til San Domingo á Haili og þar var það jarðsett. 250 árum síð- ar var það flutt til Havanna á Kúba, en eftir spansk-ameríska stríðið 1898, þegar Spánn misti síðustu leifar heims- veldis sins, var minnismerki Columbus- ar flutt til Sevilla á Spáni og stendur nú i dómkirkjunni þar. Minnismerkið er einkar skrautlegt. Fótstallurinn er úr marmara, en mannlikönin, sem bera kistuna uppi, eru úr litaðri málmblöndu. Nú hefir bituryrt ámæli út af »fráfalli hinnar vanþakklátu Ameríku frá móð- urlandinu, Spáni«, veriö innritað á minnismerkið.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.