Æskan - 01.05.1926, Síða 2
34
Æ S K A N
inni i kenslustofunni. Þá kemur Níels
rjúkandi inn og heill hópur með hon-
um og spurði:
»Er það satt, að hann föðurbróðir
þinn liafi skotið björninn?«
»Já, það er satt«.
»Og þú hefir ekkert minsl á þaðl
Var hann stór?«
»Það er stærsti björninn, sem hefir
nokkurn tíma veiið skolinn«, sagði Egill.
»Gat hann ekið honum heim?«
»Nei, hann varð að lála hann Iiggja
í snjónum þar sem hann féll. í dag
fór hann með sleðann. Hann hélt að
hann gæli komið honum heim í kvöld,
af því að sleðafærið er svo gott núna«.
»Ó, gaman væri að sjá björninn i
heilu líki! Hann er víst ekki búinn að
ílá hann?«
»Nei«.
»Eigum við ekki að verða samferða
heim að Núpi í kvöld, drengir?«, sagði
Olafur frá Ási. »Okkur er það hægðar-
leikur, því að nú er skíðafæri«. »Já, já!«
hrópuðu þeir þá allir hver ofan íannan«.
Drengirnir sátu nú í skólanum allan
seinni pailinn og biðu þess með óþreyju
að kenslutíminn væri úli. Þegar þeir
voru búnir að syngja kvöldsálminn
sinn, ruku þeir allir á dyr í einni
bendu, svo að kennarinn varð að hasta
á þá og biðja þá að halda röð og
reglu, en ryðjast ekki af slað eins og
»bráðsoltnir úlfar á hræ«.
Þetla kvöld fékk Egill að fara heim
lil sín einn síns liðs, því að hinum
drengjunum bráðlá svo á, að þeir fóru
á skíðunum beint af augum og voru
komnir löngu á undan Agli heim að
Núpi, þó að hann hlypi því sem næst
altaf. Egill gekk upp á leili nokkurt og
sá þaðan heim að Núpi; furðaði hann
mjög á, að hann sá engan drengjanna
úti á túni. Var Gunnar þá ekki kom-
inn? Þarna sá hann skíðin drengjanna,
en livar voru þeir sjálfir? Inni í slof-
unni, eða hvað? Ó, ef þeir hrifsa nú
dýrin mín, sem ég er búinn að skera
út, og brjóta þau fyrir mér! hugsaði
hann. Hann titraði af hræðslunni um
þetta. Svitinn spratt út um hann allam
Fáum augnablikum siðar var hann
kominn heim í anddyrið og hlustaði
með öndina í hálsinum.
Já, þarna voru þeir allir inni. Hann
gengur inn. Ó, þeir höfðu tekið dýrin
hans niður af hillunni, handléku þau
og skoðuðu þau í krók og kring,
»Varið ykkur að missa þau ekki á
gólfið, svo að þau brotni!« hrópaði Egill
með ákefð. »Góði, farðu nú varlega«,
sagði liann við Niels og létti fram hönd-
ina til að taka af honum tréhestinn.
»Og ég skal ekki éla hann!« sagði
Níels háðslega og stjakaði Agli frá sér.
»Hver hefir skorið út þessi dýr?« spurði
Níels. Það voru hestur, kýr, kind, hyrnd-
ur geithafur og manns-liki hálfsmiðað.
»Það er víst Gunnar«, svaraði Ólafur
frá Ási.
»Ég hefi skorið þau út«, sagði Egill.
»Því skrökvar þú?« sagði Níels. »Já,
víst er um það, að þú ert ekki þess-
legur, að þú kunnir að beita bnífnum
svona haglega!« sagði Níels og gerði
sér upp hlátur, »en Gunnar er skurð-
hagur mjög«.
»Heíirðu séð annað eins og þetta.
Hafurinn sá arna er alveg eins og hann
væri ljóslifandi«, sögðu þá margir dreng-
irnir með hinni meslu aðdáun.
»Jú, ég hefi skorið út öll þessi dýr«,
sagði Egill. »Og ég á enn fleiri smíðis-
gripi heima«.
»Og þegiðu«, sagði Níels. »Gaman
þætti mér að vita, hvað Gunnar vildi
fá fyrir hestinn. Ég ætla að kaupa hann«.
Egill varð hræddur. »Komdu með
hann!« kallaði hann til Níelsar og þreif
hestinn af honum.
Níels reiddi þá að honum kreptan
hnefann.
»Engar ryskingar í kvöld!« sagði einn
af drengjunum, og tóku hinir undir það.