Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1926, Side 3

Æskan - 01.05.1926, Side 3
Æ S K A N 35 Níels kyrðist þá aftur, setti á sig gleiðgosasvip og lét hringla í fáeinum lausum silfurskildingum í vasa sínum. En það dugði ekki neitt. Drengirnir létu hann ekki hafa sig að leiksoppum. Níels hafði þá aldrei á sínu bandi eins og áður, eftir ryskingar þeirra Egils um kvöldið. »Já, það er merkilegt þeltc! Ó, hve þetta er haglega gert 1« sögðu drengirnir hver ofan í annan. — Þá glaðnaði yfir Agli og augu hans tindruðu; honum fanst hann verða maður að meiri. — — — — »Ég var byrjaður á kúnni og hafrin- um heima, en þí hafði ég svo slæman hníf. þá smíðaði Gunnar föðurbróðir minn mér tvo hnífa, annan lítinn, en hinn stóran. Pað eru nú hnifar sem bíta, það skal ég segja ykkur. Sko, hérna eru þeir!« »Og hann hefir bjálpað þér?« »Nei, en honum þykja dýrin mín falleg. En það þykir pabba ekki. Hann gerir gys að þeim, og sér á þeim ótal galla, og einu sinni tók hann þrjú eða fjögur af þeim og fieygði í eldinn —«. »Ó, hafurinn sá arna! Hann er alveg makalaus!« »Gunnari þykir hann líka beztur«, sagði Egill fjörlega. »Ég var lengi með hann, því ég kunni ekki á honum tök- in. Tók svo Gunnar hann eitt kvöldið og gerði nokkra hnífskurði hér og þar. Ég var orðinn hræddur um, að hann ætlaði að kljúfa hann allan í spón fyr- ir mér, en það gerði hann nú ekki. »Hana nú!« sagði hann og fékk mér hann aftur, »haltu nú áfram eins og ég hefi markað fyrir, og þá verður gott lag á hafrinum þínum«. Ég geröi það og þá fór að koma líf í »blámanninn««. Drengirnir horfðu og hlustuðu á Egil af mikilli forvitni, enda var liann nú næsta fjörugur í bragði og ræðinn. Níels einn var í illu skapi; nú skifti enginn sér af honum lengur, að því er sýndist; nú var það »larfinn«, sem hann svo kallaði, sem dró að sér hugi allra drengjanna. »Ég segi það enn, sem áður, að ég held, að þú sért að skrökva að okkur«, sagði Níels, »en hafir þú i raun og veru skorið út þessi dýr, þá er það engin undur, þótt þú kunnir illa leksí- urnar þínar«. »Dýrin þarna hafa alls ekki truflað mig við leksíurnar; þau hafa þvert á móti hjálpað mér«. Þeir litu á hann forviða. Hvað skyldi hann eiga við? Níels hló háðslega og mælli: »Já, auðvitað ætlar þú líklega að gefa prest- inum kúna. t*að verður ekki mögur steik! Láttu svo kennarann fá hafurinn og ríddu svo til prófs á jálkinum þln- um. í>á sleppurðu við ákúrur og færð hálfsex i aðaleinkunnk Nú þóttist Níels hafa laglega komið fyrir sig orði. En enginn drengjanna hló að fyndni hans í þetta skiftið. »Ég held nú næstum því að hann segi þetta satt«, sagði Ólafur frá Ási. »Og víst er um það, að hvorki Níels né nokkur okkar hinna getur leikið þetta eftir«. »Putt, putt! Hvaða gagn er að þessu ósmíði. Vilji ég sjá einhverja skepnu, þá get ég farið út í fjósið og hesthúsið eða geitakofann. Þar er fult af þeim og þar eru þær betur gerðar, hugsa ég, því að þar eru þær lifandi. Setlu nú þelta skran upp á hilluna aftur. Göng- um út og hlaupum rösklegt skiðahlaup þangað til Gunnar kemur«, sagði Níels. Og þetta var gert. »Ætlar þú ekki að vera með okkur og hlaupa meistarahlaup fyrir okkur?« spurði Níels í háði. Egill þagði við því. En hinir flýttu sér út að skíðunum. (Framh.),

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.