Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1927, Page 6

Æskan - 01.04.1927, Page 6
30 ÆSK AN að gainla jómfrúin, sem hafði yfir- umsjónina með Alex litla, væri um- hyggjusöm fyrir honum á sinn hátt. Hún gætti heilsu hans með stakri ár- vekni og sá um að hann skorti hvorki fæðu né klæði o. s. frv., en Amalia vissi, að það var ástúð og hlíða, sem hann skorli niest, og það gat jómfrúin ekki látið honum í té. Þegar Alex litli var háttaður um kveldið, lá hann lengi vakandi og hugsaði um það, sem Amalía hafði sagt, og af því að hann skildi svo lítið í lífinu, þá komst hann að þeirri niður- stöðu, að hann yrði sjálfur að útvega sér mömmu. Og hann ásetti sér að velja reglulega fallega konu, og þegar hún væri fundin, þá ætlaði hann sér að fara til hennar og spyrja hana, hvort hún vildi eklci vera inóðir hans. Litli drengurinn veitti nú nákvæma athygli öllum konum, sem urðu á vegi hans í skemtigarðinum á hverjuin degi, og loks sá hann eina, sem honum féll Jjómandi vel í geð. Hún var ung og hló svo glaðlega um leið og hún gekk fram hjá með einhverri vinkonu sinni. Alex fanst hlátur hennar láta svo yndislega í eyrum. Næsta dag mætti hann henni aftur, en þá var hún ein. Þegar hún mætti aðdáunaraugum drengsins, þá brosti hún til hans, og þegar hann sneri sér við til þess að horfa á eftir henni, þá leit hún líka við og veifaði hendinni til hans. Þannig mættust þau hvað eftir annað og loks fanst þeim, hvoru fyrir sig, að þau væru orðin ná- kunnug. Svo bar það til einn dag, að jómfrú- in hitti vinkonu sína og Alex var svo heppinn, að hún gleyindi honum í bili. Hann notaði þá líka tækifærið og hljóp sem fætur toguðu þangað, sem hann var vanur að mæta stúlkunni. Hún var þar lika og aldurhnigin kona með henni. Alex nam staðar og þá gerði hún það líka. „Góðan daginn, litli, fallegi aðdá- andinn minn“, sagði hún hlæjandi. „Hvar er hún núna gamla nornin, sem gætir þin?“ Alex var nú ekki viss um, hvort liún ætti við jómfrúna eða ekki með þess- ari spurningu, en hælti þó á að svara: „Jómfrúin hitti vinkonu sína og þá liljóp ég hingað til að sjá þig“. „Elsku barnið mitt, til að sjá mig! Komdu þá og við skulum setjast hérna á bekkinn og svo verður þú að segja mér eitthvað um sjálfan þig. Viltu gera það?“ Þau sátu svo hrátt öll saman í mestu makindum á hekknum og Alex sat hjá „stúlkunni sinni“. „Hvað heitir þú?“ „Alex“. „Alex — og hvað meira?“ „Ég held ég heiti ekkert meira“. „En hvað ert þú kallaður af heim- ilisfólkinu ?“ „Ýmist „ungi herrann“ eða Alex“. Eldri konan hló. „Það er bara jómfrúin og Amalía, sem kalla mig Alex“, hélt hann áfram, „og Amalia gerir það ekki nema þeg- ar enginn heyrir til, en mér þykir ekk- ert gaman að því að vera kallaður „ungi herrann“, og þegar ég er búinn að finna mér mömmu, þá á hún að kalla mig Hans, því Hans, það er að segja Hans hepni, var alt af svo á- nægður og glaður, eins og þú veizt“. „Ertu þá að leita þér að mömmu?“ spurði stúlkan undrandi. „Já“, sagði Alex alvörugefinn, „því ef maður á mömmu, þá er maður alt af glaður og ánægður. Það segir hún Ainalía og hún hlýtur að vita það, þvi hún er iniklu eldri en ég“. „Er pabbi þinn lifandi?" „Ó já, en þegar hann er heiina, þá á hann svo annríkt, segir jómfrúin, að hann má hvorki vera að því að tala

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.