Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1927, Blaðsíða 3

Æskan - 01.08.1927, Blaðsíða 3
ÆSK AN 59 að þér verðið að auðmýkja yður fyrir. honum og trúa á hann“. ,,Þú ert góður hirðir, Kristján", sagði greifinn, þegar ungi presturinn lauk frásögn sinni. „Þú ert sannur þjónn Drottins og ég get aldrei endurgoldið þér það, sem þú hefir gert fyrir mig og barnið mitt. En sá Guð, sem nú er minn Guð og ég tilheyri með lífi og sál frá þessum degi, hann mun endur- gjalda þér. Hann er máttugur Guð og tryggur faðir“. En þegar svo Kristján spurði, hvort greifinn vildi taka á móti syni sínum, þá svaraði hann því ákveðið neitandi. Og hvernig sem ungi presturinn reyndi að telja um fyrir honum og sýna hon- um fram á sorg og iðrun sonar hans, þá kom það fyrir ekki. Theódór varð að dvelja á prestsetrinu í margar vik- ur og sá ekki föður sinn nema í kirkj- unni á sunnudögum. Stúdentinn vildi i fyrstu reyna að ná fundi föður síns með valdi, en Kristján sýndi honum fram á að bezt væri að hlíta Guðs vilja og handleiðslu i þessu sem öðru. Ungi stúdentinn lét sér segjast og friður Guðs, sem ríkti á heimili prests- ins, gerði hann kyrlátan og auðmýkti hjarta hans, svo að hann gat sagt: „Verði Guðs vilji“. Hann skrifaði föð- ur sínum alvarlegt iðrunarbréf, en svarið, sem hann fékk, var aðeins: „Sá einn er sonur minn, sem ekki svívirðir nafn mitt“. Þetta svar olli Theódór margra sárra sorgarstunda, en hann lærði að flýja til frelsara síns og Drottins með sorg- ir sínar og þessi tími staðfesti hann í heilögum kærleika til Jesú Krists. Svo lcorn 13. sunnudagur eftir þrenn- ingarhátíð, þegar prédikað var út af guðspjallinu um hinn miskunnsama Samverja. Ungi presturinn vitnaði með heilög- um krafti um ltærleika þann, sem elsk- ar af því að hann getur ekki annað, sem lætur sér ekki nægja að gera ná- unga sínum einstaka greiða, heldur fer með hann til næsta gestgjafahúss og lætur hjúkra honum, svo að hann verði alheill; kærleikann, sem ekki spyr um eiginn hagnað eða verðleika. Sem hreina andstæðu slíks kærleika benti presturinn á eigingirnina, sem gleymir l'Ijótt að elska alt annað en sjáifa sig. Greifanum, sfem nú lét sig sjaldan vanta í kirkju, fanst þetta eins og til sín talað og varð snortinn af sam- vizkubiti. „Þú ert faríseinn, sem ekki getur fórnað svo miklu sem stærilæti þinu fyrir ástina til barnsins þíns“, ómaði í hjarta hans og hann flýtti sér á fund prestsins jafnskjótt og guðsþjónustunni var lokið. „Þú ert miskunnsami Samverjinn, Kristján", sagði greifinn, „en nú vil ég taka við hjúkruninni. Hvar er barnið mitt?“ Kristján vísaði honum upp á loft og þar lá stúdentinn á bæn í litlu kvist- herbergi. „Sonur minn! Sonur minn!“ sagði greifinn og viknaði, en Theódór stóð upp og fleygði sér að fótum hans og mælti: „Ég er ekki verður að heita sonur þinn. Ég hefi syndgað á móti þér, fað- ir, fyrirgefðu mér! Guð hefir verið mér náðugur, vertu þú nú einnig miskunn- samur við mig“. Faðirinn reisti son sinn upp, tók hann í faðm sinn og mælti: „Hið gamla er afmáð, sjá, alt er orð- ið nýtt; vér skulum þá einnig ganga fram í nýju lífi“. Hálfri stundu síðar stóðu faðir og sonur frammi fyrir prestinum. Greif- inn tók þétt í hönd hans og mælti: „Ég hefi þegar orðið að þakka þér lífgjöf sonar míns einu sinni áður; en þegar ég nú tek á móti honum sem frelsuðum manni af þinni hendi, get ég

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.