Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1927, Blaðsíða 4

Æskan - 01.08.1927, Blaðsíða 4
ÆSK AN 60 ekki annað sagt en þetta: Um alla ei- lífð verð ég þér skuldbundinn, Krist- ján. En ég vil liiðja hann, sem er faðir allra þeirra, sem teljast Guðs börn, að endurgjalda þér í tíma og eilífð það, sem þú hefir gert fyrir mig og barnið mitt“. Theódór féll um háls Kristjáni og sagði: „Ég get ekki þakkað þér, aðeins lof- að Drottinn og staðfest það, sem ég hefi daglega sagt síðustu dagana: Drotni vil ég tilheyra með lífi og sál“. Ungi presturinn þrýsti hendi þeirra og mælti: „Já, það skulum við láta standa, að við heyrum honum til og lifum hon- um. Hann er þess vel verður“. „Já, hann cr þess vcl verður“, svar- aði greifinn. foHo3fo1Eo3£o3to5£ojEo3£oj'ojÉ.ojíoj£o3{aje.oJ Dýrmætasta perlan. SL?J i?J SL?, j ft?J (Niðurlng). í þorpi nokkru langt frá ríki Dið- reks konungs bjó ekkja ein fátæk ineð syni sínum; hún hafði mist mann sinn, þá er sveinninn var í æsku, en síðan reynt að hafa ofan af fyrir sér og hon- um með vinnu sinni. Hún elskaði son sinn eins mikið og nokkur móðir get- ur gert; hann var augasteinninn hennar og hún vildi leggja alt í söl- urnar fyrir hann, enda varð hún að leggja mikið á sig til þcss að hann skorti hvorki i'æði né klæði, en fegin hefði hún viljað menta hann, en það var henni ofvaxið. En bún ól hann upp í trú á Jesú Krist og kendi honum að breyta eftir kenninguin hans í lífinu. Sveinninn var hvers manns hugljúfi; hann mátti ekkert aumt sjá og hann gaf sinn síðasta eyri til þeirra, sem bágt áttu, hann elskaði öreigana, en vildi ekki þýðast kúgunaranda rikis- fólksins. Þegar hann var um tvítugt, tók móðir hans, sem þá var orðin mjög öldruð, ákai'a veiki, sem hún átti í i marga mánuði og varð að lolcum bani hennar. í veikindunum sat sonur he'nn- ar hjá henni milli þess, sem hann reyndi að leita sér atvinnu. Hann reyndi að Ijetta byrði hennar í veik- indunum, eftir því sem hann bezt gat, huggáði hajia og hughreysti, en var þó hryggur sjálfur. En samt gleymdi hann ekki þeim, sem voru enn þá aumari en hann. Einu sinni, er hann kom heim frá að sækja lyf handa móður sinni, var hann berfættur. Móðir hans tók strax eftir því og spurði hann, hví hann gcngi berlætlur, jafn kalt og væri úti. „Mamma", svaraði hann, „á leiðinni mætti ég manni; hann var berfættur og illa til fara og leit út fyrir að vera kalt; ég gaf honum skóna mína og sokkana, og ég hefi aldrei orðið jafn- glaður við nokkurt verk. Hvilík gleði og þakklæti, sem skein úr augum hans; hann vildi helzt fá að falla til fóla minna og kyssa þá, eins og ég væri guðdómleg vera“. Gamla konan komst við, heit tár streymdu niður eftir kinn- um hennar ofan á koddann, hún tók inögru liendina undan sænginni, rétti að syni sinum og sagði: „Guð blessi þig fyrir þetta, sonur minn“. Dagar og vikur liðu, veikindi gömlu konunnar versnuðu dag frá degi, og að lokum gaf hún upp öndina. Sonur liennar syrgði hana með mikl- um trega og hafðist oftast nær við á daginn úti á leiði hennar. Einu sinni, er hann hafði lengi setið þar, sofnaði bann út af og dreymdi þá, að móðir hans kremi lil hans og segði: „Sonur minn, Guð hefir ákvcðið að launa þér fyrir, hvc þú varst mér góður og ást-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.