Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1927, Blaðsíða 6

Æskan - 01.08.1927, Blaðsíða 6
62 Æ S Ií A N ríkur sonur, og einnig þau góðverk, sem þú hefir gert öðrum. Syrgðu mig ekki lengur. Ég er í heimi eilífðarinn- ar ásamt föður þínum; okkur líður vel. Tak þú þig upp og far þú til kon- ungs þess, sem Diðrekur nefnist, og beiddu hinnar góðu og fríðu konungs- dóttur; hún er þér ætluð sem eigin- kona“. í þessu vaknaði hann og þótti það undarlegt, sem hann hafði dreymt. „Hvað á ég nú að gera?“ spurði hann sjálfan sig. Móðir mín vill mér ekki annað en það sem mér er fyrir beztu. Ég fer til konungsins, því að ég vil vita, við hvað draumur minn hefir að styðjast. Daginn eftir hélt ungi maður- inn á stað út i liina ókunnu veröld og yfirgaf þorpið sitt að.fullu og öllu. Eftir margar vikur nálgaðist hann borgina, sem konungurinn átti heima í. Hann fékk fregnir um að konungurinn heimtaði, að hver sem vildi fá dóttur sin fyrir konu, skyldi færa sér hina dýr- mætustu perlu sem heimurinn ætti til, en engum hafði enn þá tekist að færa honum hana. Við frétt þessa varð hann mjög daufur. Um nóttina dreymdi hann móður sína; honum þótti hún koma lil sín og segja: „Vertu hughraustur, sonur minn. Á morgun skaltu fara til hallarinnar, ganga ófeiminn fyrir kon- ung og segja honum, að þú sért kom- inn til að biðja dóttur hans“. Um morg- uninn, er hann vaknaði, bjó hann sig eins vel og hann gat, geklc til hallar- innar og bað um að mega fá að tala við konung. Hann var þá leiddur inn i sal einn mikinn og skrautlegan; hann gekk fyrir konung og mælti einarðlega: „Herra Diðrekur konungur! Afsakið dirfsku mína. Ég er hingað kominn eftir tilsögn æðri veru til að biðja yð- ur um dóttur yðar mér til handa sem eiginkonu. Ég hefi heyrt um perlu þá, sem þér náðugi konungur, hafið skip- að þeim að færa yður, sem vildu fá dóttir yðar og engum hefir enn tekist. Að vísu er ég ekki annað en fátækt ungmenni, eins og þér sjáið, en samt segir mér svo hugur, að ég hafi ekki farið ferð þessa til ónýtis með öllu“. Allir, sem við voru, undruðust ein- urð og dirfsku þessa unga manns. Þeir bjuggust við að konungurinn mundi verða reiður og reka hann á dyr, en hann varð það alls ekki. Honum geðj- aðist vel að unga manninum og fram- komu hans. Hann fór ofan í brjóstvasa sinn og dró þaðan upp gleiaugun, sem dvergurinn hafði gefið honum. Þegar hann hafði hagrætt þeim á sér, horfði hann stranglega á biðilinn. Dauðakyrð ríkti í salnum, allir biðu með el'tir- væntingu eftir að fá að vita, hvað kon- ungur segði. Eftir litla stund tók hann gleraugun af sér, reis upp í liásætinu og mælti: „Nú í dag hefir mér loksins tekist að finna hinn rétta mann handa dóttur minni, svo hún megi sæl vera alla æfi, og réttlátan konung handa þegnum inínum. Þessi ungi maður, sem nú hef- ir heðið dóttur minnar, hefir fært mér hina dýrmætustu perlu, sem til er; þess vegna skal hann verða eiginmað- ur dóttur minnar og taka við ríkis- stjórn af mér“. Allir hirðmennirnir, sem við voru staddir, urðu agndofa af undrun og einn þeirra gekk til konungs og mælti: „Herra, við skiljum yður ekki; við höf- um enga perlu séð hann færa yður; það hafa þó flestir þeirra gert, sem á undan honum hafa komið og þó fengið nei. Konungasynir og synir hinna mestu og ríkustu höfðingja hafa orðið frá að hverfa, en mj ætlar yðar há- tign að gifta dóttur yðar fátækum al- þýðumanni; hirðin og þjóðin öll verður að fá skýringu á þessu“. Konungur stóð upp og mælti: „Ef þið skiljið ekki það, sem ég hefi nú gert, þá skal ég endurtaka það, að þessi ungi maður hefir nú fært mér hina dýrmætustu

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.