Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1928, Blaðsíða 2

Æskan - 01.05.1928, Blaðsíða 2
34 ÆSfcAN „Hvort sem leiO þin liygur um lönd eöa höf, geföu sjerhverjum sumar og sálskin aö gjöf“. (Þ. Þ. Þ.) Voriö er komið með ljós og líf og gleði. Og eins og æfinlega á hverju vori, rennur bráðum upp hjá mörgum ung- mennum þessa lands, ein hin fegursta, en um leið ein hin alvarlegasta stund lífsins, og hjá öðrurn er hún nýliðin. Jeg á þar við fermingardaginn. Sumir dagar eru öðrum fremur til þess kjörnir að taka ákvarðanir fyrir ókomna tímann og festa augun á hug- sjónum, er stefna beri að. Einn slíkra daga er fermingardagurinn. Dagurinn þegar börnin ganga inn að altarinu, til þess að endurnýja skírnarheitið, sem aðrir gáfu fyrir þau. Sú ákvörðun, sem hvert barn á að taka á þessum degi, er að vera læri- sveinn Krists, þ. e. a. s. að leitast við að lifa eins og hann vill, að við menn- irnir lifum. Þegar þessi ákvörðun hef- ir verið tekin, þá blasir sú hugsjón sí- felt framundan, að verða meiri og hetri maður, að verða með hverjum degi, sem liður, líkari og líkari Kristi. Af þessum hugsjónum megum við aldrei sleppa augunum. Munum það ávalt, að hver dagurinn, sem guð gefur okkur, er tækifæri, til þess að bæta og fegra mannlífið, og ef við gerum það, þá er- um við að vinna sem lærisveinar Krists. Ykkur finst nú ef til vill, að þið get- ið ekki mikið gert í þessum efnum, dagarnir sjeu hver öðrum líkir, það sje ekkert tækifæri til þess að bæta og fegra mannlífið. En reynið að fara að ráðum skáldsins. Reynið þið, hvar sem þið farið, að gefa öllum sumar og sól- skin að gjöf, öllum, sem verða á vegi ykkar. Þetta er það, sein þið getið gert, ef þið reynið af einlægum vilja. Hver, sein þráir að gera öðrum lífið ljettara og betra, eignast þá sól í sálu sinni, sem varpar skini sínu á alt um- hverfi hans. Hann ber sólskinið með sjer. Það er göfugt hlutverk að flytja þeim hryggu gleði og mæddu meina- bót, en það hlutverk hefir þú valið þjer, þegar þú hjetst þvi á fermingardaginn að verða lærisveinn Krists. Gleymið því aldrei, kæru börn, að einum þættinum í þvi hlutverki er lýst i þessum ljóðlínum: „Hvort sem leið þín liggur um lönd eða höf, gefðu sjerhverjum sumar og sólskin að gjöf“. Drottinn blessi feriningarbörnin. S. .4. S. * Töfraorðið. Einu sinni fyrir mörgum öldum, lifði frægur lislainaður einhversstaðar aust- ur í löndum. Á einni mestu eyðimörk í Asíu reisti hann listaverk, sem Sfinx er kallað. Það var höggmynd úr mar- mara, hálft kona og hálft villidýr. Þegar listaverkið var fullgjört, fanst listamánninum svo mikið til um það, að hann kraup á knje og bað hinn mikla guð að gefa því inál og líf. Það eitt vantaði til þess, að það væri full- komið. Hinn mikli guð uppfylti ekki bæn hans, en Ijet svo um mælt, að ein- hverntíma kynni bæn hans að verða heyrð. Það væri til það töfraorð, sem gæti gefið steininum hjarta og mar- maranum lif og sál.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.