Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1928, Blaðsíða 5

Æskan - 01.05.1928, Blaðsíða 5
ÆSK AN 37 Sumar i dýragarðinum. hversu farið hafði, vissi hann þegar, að hafgúan mundi hafa sótl hann. Harm- aði hann mjög son sinn, og gaf upp alla von um að sjá hann framar. Höndin hvíta dró Hring gegnum hlá- grænt hafið og niður til botns, og leiddi hann siðan eftir stígum, sem vaxnir voru grænu sægrasi, heim að höll liaf- gúunnar. Hún var fegurri en alt annað, sem liann hafði sjeð uppi á jörðunni, Ijómaði af gulli og glitraði í gimstein- um og perluin. Þarna átti nú Hringur að vera. Auk hans var þar fjöldi af öðrum kongssonum og kongsdætrum, sem hafgúan liafði scitt til sín. Og ef þau hlýddu henni ekki i stóru og sináu, urðu þau að vera þar æfilangl, og fengu aldrei framar að koma heim til foreldra sinna. Þegar Hringur hafði verið þar nokkra daga, sendi hafgúan eftir hon- um. Það var snemma morguns. ,,Nú er kominn timi til að þú farir að hafast eitthvað að“, sagði hún. ,,Jeg liefi valið handa þjer þrjár þrautir að vinna, til þess að sjá, hvort nokkur dugur er i þjer“. Síðan tók hún Hring við hönd sjer, og leiddi hann út á iðgrænt engi afar- stórt. „Sæengi það, sem þú sjer hjer, áttu að slá, og ekki skilja eitt strá eft- ir. Að þvi loknu skaltu setja hvert strá á sína rót og græða við, svo að verði

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.