Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1928, Page 3

Æskan - 01.11.1928, Page 3
ÆSK AN 83 út úr sjer. Þá verður nú heldur en ekki „handagangur í öskjunni“. Annar fiskur er það, seni geymir lirognin sín upp í sjer, þangað til seiðin koma úr egginu. Móðirin svelt- ur á meðan. Hún opnar ekki munn- inn, þótt henni sje boðið „sælgæti“. Þegar seiðin eru farin að synda, koma þau altaf á kvöldin til mömmu sinnar. Þau synda inn í munninn á henni, og þar sofa þau yfir nóttina. Margt mætti fleira nefna, ef rúm leyfði. En þetta verður að nægja um íiskana í þetta sinn. G. .G. Sl Hringur og Hlaðbjört. Æfintýri. Frli. ----- Þegar þau voru sloppin á land upp, þekti Hringur að hann var kominn heim í ríki föður síns. Sárlangaði hann að bregða sjer heim í kongsgarð, áður en hann fylgdi Hlaðbjört heim. En ekki var nærri því komandi. Hún var svo hrædd um, að hann kynni að gleyma loforði sínu og kæmi aldrei aftur. Hann þrábað hana leyfis og sór og sárt við lagði, að hann skyldi ltoma aftur hið skjótasta, og ljet hún þá loks undan. „Lofaðu mjer einu, áður en við skilj- umst“, mælti Hlaðbjört. „Mæltu ekki orð af vörum meðan þú ert burtu frá mjer. Gjörirðu það, hrína álög nornarinnar á þjer, og þú gleymir mjer“. Hjet Hring- ur þessu. Hann bað hana bíða sín og kvaðst mundu koma aftur að stundu liðinui. Hann ætlaði aðeins að láta föð- ur sinn og móður sjá, að hann væri á lífi. Síðan reið hann heim til hallar. For- eldrar hans komu út á móti honum og fögnuðu honum allshugar fegin, og þóttust þau hafa heimt hann úr Helju. En þó var þeim það áhyggjuefni, að hann mælti eklti orð, og þóttust sjá að hann hefði orðið fyrir álögum nokkrum. Þegar hann bjóst til farar, að stundu liðinni, þorðu þau þess vegna ekki að aftra honum. En í því að Hringur kom út í hallar- garðinn kom Tryggur gamli, hundur- inn hans, þjótandi. Hann var alveg ærð- ur af kæti af því að finna húsbónda sinn, flaðraði upp um hann, sleikti hendur hans, hoppaði og gelti af á- nægju.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.