Valsblaðið - 24.12.1959, Síða 8

Valsblaðið - 24.12.1959, Síða 8
4 VALSBLAÐIÐ Formaður skíðadeildar hefur orðið Nú þegar veturinn fer fyrir al- vöru í hönd og búast má við nokkr- um snjóalögum, vill skíðadeildin vekja athygli á tilveru sinni og skálans. Síðastliðinn vetur var okkur, sem vinnum að þessum málum, að mörgu leyti ánægjulegur. Skíða- áhugi Valsfélaga fór vaxandi og aðsókn að skálanum var með betra móti. Það er nú svo, að lengi má gott bæta, og er það von okkar i stjórn skíðadeildarinnar, að þið, góðir Valsfélagar, bæði yngri og fyrr segir, hinn 22. nóvember og var þar skýrt frá stofnfundum deildanna og skipan stjórna þeirra. Fór því næst fram kosning aðal- stjórnar félagsins, en hún er skip- ug, samkvæmt hinum nýju lögum, fimm mönnum í stað sjö áður. Var fyrst kosinn formaður og stungið upp á þeim sama, Sveini Zoéga. Uppástungur um aðra komu ekki fram, en kosning Sveins staðfest með dynjandi lófataki. Meðstjórn- endur voru kosnir þeir Valgeir Ársælsson, Baldur Steingrímsson, Friðjón Friðjónsson og Einar Björnsson. Baldur var nú kosinn í 20. sinn. Hann var fyrst kosinn í stjórn Vals 1940. Hefur Baldur alltaf gegnt gjaldkerastörfum fé- lagsins. Gunnar Vagnsson, sem undanfarin sjö ár hefur átt sæti í stjórn Vals, ýmist sem formaður eldri, glæðið nú þann áhuga, sem allir hafa, í raun og veru fyrir því, að vera úti og njóta góðs lofts og heilbrigðrar skemmtunar. Við von- umst sem sagt til þess að sjá ykk- ur mörg með skíði um öxl við Vals- skálann í vetur. Við viljum vekja athygli ykkar á því, að það er hægt að stunda skíðaferðir án þess að eyða í þær stórfé. Það er ekki nauðsynlegt, og fyrir byrjendur er það heimsku- legt, að kaupa dýrasta útbúnað, sem fáanlegur er. I hópi góðra fé- eða varaformaður, baðst undan að vera í kjöri. Varamenn voru kjörn- ir þeir Valur Benediktsson og Jó- hann Gíslason. Endurskoðendur voru kosnir þeir Magnús Helgason og Jón Bergmann. Að kosningum loknum flutti foi'- maður stutt ávarp, þar sem hann m. a. þakkaði traustið við sig með endurkjörinu, jafnframt því, sem hann þakkaði Gunnari Vagnssyni mikil og góð störf fyrir Val á liðn- um árum. Ennfremur þakkaði hann þeim Guðmundi Ingimundar- syni og Sigurði Marelssyni fyrir samstarfið í stjórninni undanfar- in ár, en þeir hverfa nú báðir að stjórn skíðadeildarinnar. Að ávarpi formanns loknu, hylltu fundarmenn félag sitt með ferföldu húrrahrópi og fundar- stjóri sagði síðan aðalfundinum slitið. — - E. B. laga ert þú jafn velkominn, hvort sem skíði þín hafa kostað 5—6 hundruð eða 3—4 þúsund. Munið að klæða ykkur vel og skynsamlega, verið í góðum nær- fötum og hlýjum sokkum. Hafið ávallt með ykkur aukasokka og vettlinga, slíkt getur komið sér vel. Hafið nægan mat með, og svo má svefnpokinn er gleymast. Keypt hafa verig eldunartæki fyrir kós- angas, og sett hafa verið upp ný slökkvitæki. Allir hlutir eru dýrir nú til dags, og Valsskálinn þarf að hafa fé til starfrækslunnar, eins og aðrar merkar stofnanir. Það hefur því verið ákveðið að skálagjöld verði í vetur 20 krónur fyrir manninn yfir helgina. Aftur á móti mun deildin ekki innheimta nein árgjöld að sinni. Skálinn opinn um helgar eftir áramói. Við munum kappkosta að nú eft- ir áramótin verði skálinn ávallt opinn um helgar, og mun þá einn eða fleiri stjórnarmenn verða þar. Rétt er að geta þess, að ekki er leyfð vist í skálanum nema ein- hver stjórnarmaður sé með, eða einhver, sem stjórnin felur að hafa á hendi skálastjórn. Þá heitum við á alla væntanlega gesti okkar að fylgja öllum þeim reglum, sem kunna að verða sett- ar og sýna í öllu þá háttvísi og reglusemi, sem gott skálalíf krefst. Munið að með því gerið þið ykkur sjálfum og Val sóma. Við munum reyna að sjá um að jafnan verði einhver tilsögn í skíðaíþróttinni veitt á sunnudags- morgnum. Ferðir upp eftir verða með sama sniði og verið hefur undanfarna vetur, og eru þær jafnan auglýstar af skíðafélögunum sameiginlega. Við skulum nú öll leggjast á eitt um það að efla fjörugt og ánægju- legt skálalíf í skálanum okkar í vetur, og vinna að því, að um pásk- ana getum við haldið mikið og veg- legt mót, þar sem ekki megi á milli sjá hver fari með sigur af hólmi, og hljóti þann virðulega titil „Skíðameistari Vals 1960“. Hittumst heil í Valsskálanum! Ouðmundur Ingimundarson. Stjórn skíöadeildar og varamenn 1959—60. Fr. v.: Guðm. Ásmundss., Guðm. Guð- jónsson, Guðmundur Ingimundarson, formaður, Stefán Hallgrímsson, Guðný Þor- steinsdóttir, Sigurður Marelsson. Standandi: Jón Guðmundsson, Sigmundur Tómass.

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.