Valsblaðið - 24.12.1959, Page 9

Valsblaðið - 24.12.1959, Page 9
VALSBLAÐIÐ HVAÐ SAGT E R Um cleilclaóhiio tm LjoLmcývma Jón Kristjánsson: „Það sem hefur gefist vel hjá öörum, ætti að gefast vel hjá okkur.“ Hvað segir þú um deildaskipt- inguna, Jón? Ég get nú lítið um það sagt, er tæpast nógu kunnugur fé- lagsmálunum í heild. Ég held þó, að það hljóti að vera til bóta. Mér skilst, að með því fáist fleiri til starfa, og að þetta miði sem sagt að því, að fá sem flesta að starfa með ábyrgðartilfinningu. Ég held að þeir skilji betur, hvað liggur á bak við félagið og tilgang þess. Það er ekki aðeins að fara í félagsbún- ing út á völlinn. Persónulega finnst mér, að ég hafi þroskast meira á því að taka þátt í störfunum og því, sem er að gerast í kringum félagið en að taka þátt í leikjunum, og það get- ur oft verið mjög skemmtilegt \ samstarfi við áhugasama félaga. Þetta fyrirkomulag hefur verið reynt hjá öðrum félögum og gefizt vel, og því ætti það þá ekki að gef- ast líka vel hjá Val. En það fer sem sagt eftir því, hvernig fólkið, sem í deildunum starfar, skynjar félagslífið og skyldurnar við það. Hvernig féll þér ferðalagið til Færeyja? Mjög vel, fólkið var alveg fram- úrskarandi skemmtilegt og við- feldið, og gott að vera með því. Mér féll vel sá andi, sem ríkti með- al þess. Framtíðarhorf ur ? Mér lízt þær yfirleitt góðar, fólkinu er að fara fram. Sjáum t. d. stúlkurnar. Fyrir stuttu síðan var kvennadeildin í öldudal, en nú er svo komið, að þær eru í þriðja sæti í meistaraflokki, og annar flokkur vann sitt mót. Hvað vilt þú segja að lokum? Þó ég sé nýr í þessu, þá hygg ég gott til samstarfsins við fólkið í deildinni og við hina eldri hand- knattleiksmenn félagsins, sérstak- lega nú, þegar deildin er að stíga sín fyrstu sjálfstæðu skref. Ég vil að lokum vekja athygli á því, að efling deildanna er aðeins að efla Val, gera hann sterkari sem félag. Ég hefi trú á því, að með sam- stilltum átökum megi handknatt- leiksmönnum Vals takast að vinna þannig, að Valur sé alltaf í fremstu röð sem handknattleiksfélag. Ægir Ferdínandsson: „Það verða allir að vinna“ Hvernig lízt þér á deildarskipt- inguna, Ægir? Vel. Það er um þetta semannað ef menn fást til að vinna vel, þarf engu að kvíða. Það er ekki nóg að við í stjórninni vinnum. Hvað vilt þú segja okkur um framtíðina. — Nokkuð sérstaklega „planað“? Já, okkur hefur dottið sitthvað í hug, en fylling tímans er ekki komin enn.. — Það hefur verið ákveðið að við tækjum ekki við æfingunum fyrr en fyrsta janúar n. k. svo enn er nokkur tími til stefnu. Þegar þar að kemur mun- um við halda fund með hverjum flokki fyrir sig og skýra frá því, sem við ætlum að gera. Þá munum við um leið skýra frá þeim gjöld- um, sem verða lögð á flokkana, svo þetta komi ekki alveg óviðbúið. Nokkuð sérstakt, sem þú hefur á samvizkunni? Ja, það er nú alltaf eitthvað sem hana þyngir, en ég veit ekki hvort rétt er að ræða mikið hér að þessu sinni. Ég vil biðja menn að taka því vel ef til þeirra er leitað um einhverja aðstoð, því þetta allt hlýtur að byggjast fyrst og fremst á þeim sjálfum og ef margar hend- ur vinna saman verður allt léttara. Þó við í stjórninni vinnum er það ekki nóg, það verða allir að vinna. Jón Þórarinsson: „Sjálfsagt að reyna nýjar leiðir.“ Hvernig lízt þér á deildaskipt- inguna í Val? Ég verð að segja, að ég er hlynt- ur því að reyna þetta. Við erum búnir að hjakka svo lengi í sama fari, að það er vel þessi virði að reyna nýjar leiðir. Því er ekki að neita, að fljótt á litið virðist mér að það muni verða erfiðara fyrir handknatt- leikinn en knattspyrnuna, fjár- hagslega. Ég er samt ekkert svart- sýnn, síður en svo. Auðvitað verð- ur öllum þeim, sem taka þátt í æfingunum, að vera ljóst, hvað það er að vera félagi íþróttafélags, og að með því að vera félagi verða menn að taka á sig skyldur. Þeir þurfa að skilja, að allt, sem að þessu lýtur, kostar meiri og minni peninga, og allir verða því að skilja, að þeir verða að borga fyrir það, sem þeir njóta, og að öll skemmtun hvar sem er kostar pen- inga, og þá oft mikla. Ég verð líka að segja, að sú skemmtun, sem fé- lagarnir njóta við leik og æfingar, séu sízt lakari en þær, sem annars staðar eru keyptar, og víst er það, í deildunum til

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.