Valsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 12
8
VALSBLAÐIÐ
Þessi sami bakvörður var eins
og vax í höndum Matthews, þegar
ég sá England vinna Þýzkaland
3—1 árið eftir, með Matthews sem
tindrandi stjörnu enska liðsins.
Látið þá hafa það, England.
Árið 1938 fór ég til Berlínar til
þess að horfa á leikinn England—
Þýzkaland, á því augnabliki, þeg-
ar öll Evrópa hafði á tilfinning-
unni hvað Hitler ætlaðist fyrir.
Það var sterkt lið, sem Englend
tefldi fram. Þjóðverjarnir höfðu
búið sig undir leikinn með þýzkri
nákvæmni. I 10 daga höfðu beir
verið í þjálfbúðum, og talað um
skipulag og mótbrögð, svo þeir
hefðu átt að geta leikið með bundið
fyrir augun. „Kraft durch Freude“
— drengirnir áttu að sýna yfir-
burði yfir úrættuðum postulum
lýðræðisins. Hinir þrautþjálfuðu
og sólbrúnu menn virkuðu hríf-
andi við hlið hinna svolítið fölu
og alltaf dálítið hii-ðuleysislega
klæddu Breta, sem tekið var á
móti með hóflegri hrifningu. Það
var eins og hvísl í sefi á móti því,
hvernig hin 110 þúsund hylltu sína
menn með hinn vinsæla Szhepan í
fararbroddi, en hann var ákaflega
leikinn og snjall einleikari.
1 andrúmslofti, sem var hlaðið
pólitískri spennu, byrjaði leikur-
inn. Innan um hróp þúsundanna
heyrði maður og sá nokkra smá-
hópa enska, sem á sinn hátt tóku
upp baráttu við þýzka fjöldann,
og þaðan heyrðist: Látið þá hafa
það, England! Þjarmið að þeim,
England!
Hlýju teppin hjörguðu elcki.
Og það gerðu Englendingarnir.
Willingham hé'.t Szhepan í skrúf-
stykki allan lcikinn og Matthews
lék sér að Múnzenberger, og að
síðustu þorði hann ekki að ráðast
að honum, en dró sig til baka og
beið. En hvað gerði Matthews?
Hann rak knöttinn alveg upp að
„nefi“ MUnzenberger, og annað
hvort lék hann knettinum inn fyr-
ir Þjóðverjann og skaust svo fram
hjá honum, eða þá að hann færði
hægri fót sinn með skrokkhreyf-
ingu yfir knöttinn, svo Múnzen-
berger var neyddur til að hindra,
en í því ýtti Matthews við knett-
inum með ytri hlið fótarins með
leifturhraða upp með hliðarlín-
unni og vann ökkra metra á með-
an Múnzenburger var að hindra,
en þar var þá ekkert nema skugg-
inn af hinum eldsnögga Matthews!
Cliff Bastin, Jackie Robertson,
Frankie Broom og Matthews skor-
uðu sitt markið hver. England
hafði forustuna 4—2 í hálfleik.
Það bjargaði engu, þótt Þjóðverj-
arnir kæmu hlaupandi með hlý
teppi og legðu yfir herðar leik-
mannanna.
Englendingarnir gáfu Þjóðverj-
unum líka í síðari hálfleik áminn-
ingu og unnu leikinn með 6—3.
Sendiherra Englands, Sir Neville
Henderson, kom inn í búningsher-
bergi ensku leikmannanna og
sagði:
„Vel leikið. Þið hafið unnið vel
fyrir England í dag“.
Án samanburðar hezti knatt-
spyrnumaður heimsins“, sagði
Puskas.
1 hinum sögulega leik á Wemb-
ley, þar sem Ungverjar gáfu Eng-
landi lexíu í knattspyrnu, var
Matthews líka maður dagsins.
Hann var eini Englendingurinn,
sem var betri á sínum stað en
Ungverjarnir. Hann smaug álíka
léttilega í gegnum ungversku vörn-
ina og hann hafði gert við þá
þýzku í Berlín.
Hverju sinni, sem hann var með
knöttinn, var hætta á ferðum.
Hann lagði hvað eftir annað, með
vélrænni nákvæmni, knöttinn fyr-
ir fætur samherja sinna, sem því
miður fyrir England, voru ekki
af sama flokki. Eftir leikinn sagði
sjálfur „majorinn” Puskas, fyrir-
liði Ungverjanna og liðsins, sem
var til skýjanna hafið:
„Matthews er, án samanburðar,
bezti knattspyrnumaður heims-
ins — “.
Þegar ég var með danska lands-
liðinu á írlandi, í fyrsta leiknum
fyrir heimsmeistarakeppnina,
heilsaði ég aftur upp á Matthews,
sem var með enska landsliðinu, er
átti að leika við Norður-lrland, og
hafði séð leikinn.
Spurningu minni um það, hvaða
leikur væri hans stærsti, svaraði
hann með sinni hnitmiðuðu röddu
og sorgdaufa augnaráði:
„Þegar við unnum Irland í Man-
chester 7—0, og ég lék við hlið-
ina á hinum smávaxna, dásamlega
Willie Hall frá Tottenham Hot-
spurns.
Willie og ég vorum í sama her-
bergi, en við höfðum ekki talað
eitt einasta orð um leikinn, hvern-
ig við ættum að leika gegn írsku
vörninni Frá áhorfendum hefur
það auðvitað litið þannig út, eins
og við hefðum setið uppi og vak-
að alla nóttina og spjallað um leik-
skipulag, því allt heppnaðist fyrir
okkur. Bakvörður Irlands og Ever-
tons, hinn sterki Billy Cook, gerði
allt sem hann gat til að stöðva
okkur, en það var eins og Willie