Valsblaðið - 24.12.1959, Síða 14

Valsblaðið - 24.12.1959, Síða 14
10 VALSBLAÐIÐ Sögumenn íþróttanna Vaxandi gengi íþróttahreyfingarinnar mcð þjóðinni og aukinn áhugi almennings fyrir íþróttaviðburðum, hefur orðið þess valdandi, að dagblöð og útvarp hafa, í síauknum mæli, eflt fréttaþjónustu sína við þcssa starfsemi. Fiest blöð hafa daglegar „íþróttasíður1', þar sem það markverðasta úr heimi íþrótt- anna er birt „í texta og myndum" hverju sinni. Til að annast um siður þessar hafa dagblöðin ráðið tii sín áhugamenn um íþróttamalefni, og eins og blöðin hafa s. r,-1ak;i menn til að annast um þetta, þá hcfur útvarpið einnig sinn sérstaka fréttamann á þessu sviði. i'ótt hér sé ekki um fjölmenna „stéitt“ að ræða, cr þetta samt, þegar öll kurl koma til grafar, einn áhrifaríkasti hópurjnn, sem lætur sig íþróttamál skipta með þjóðinni. Valsblaðinu þótti því ekki úr vegi að kynna nokkru nánar þcnnan hljóða og hæg- láta hóp, sem fer svo lítið fyrir innan um þúsundirnar, sem þyrpast á íþróttaleikvang- inn hverju sinni og þar á eitthvað markvert að ske. I’essi hópur gefur tilfinningunum aldrei iausan taum með upphrópunum eða öðru háreisti, en fylgist þeim mun betur mcð því, sem fram fcr, enda er hans hlutverk að gefa lescndum blaða sinna sem réttlátasta og sannasta lýsingu af því, sem gerist. Allir hafa þessir menn verið þátttakendur í iþróttastarfinu „á sínum yngri árum“, jafnframt því, sem þeir liafa tekið virkan þátt og taka enn, margir hverjir, í hinum félagslegu störfum innan þeirra félaga, sem þeir teljast til. Frímann Helgason er fæddur að Litlu- heiði í Mýrdal 21. ágúst 1907. Harm er elztur í hópi íþróttafréttamanna, bæði að árum og starfs- aldri. Hann hefur verið íþróttarit- stjóri Þjóðviljans allar götur síðan 1938. Auk þess, sem hann ritaði í þjóðviljann, skrif- aði hann um skeið allmikið í íþrótta. blaðið. Einnig er hann fréttaritari norska íþrótta- blaðsins Sport- manden og fleiri erlendra blaða. Af þessu sést, að Frímann hefur unn- ið mikið og margþætt starf sem iþrótta- fréttamaður. Áður en Frímann fór að hafa afskipti af íþróttablaðamennsku, og enda eftir að hann hóf hana, var hann mjög starfandi íþróttamaður. Hann segist fyrst hafa komizt í kynni við íþróttirnar í Vest- mannaeyjum, þar sem hann gerðist fé- lagi Týs. Knattspyrnan hefur verið að- alíþrótt Frímanns. Keppti hann fyrst með Tý, en gerðist svo félagi Vals, er hann fluttist hingað til Reykjavíkur 1929. En með Val keppti hann í 18 ár í meistaraflokki. í fyrsta sinn árið 1930, er Valur vann fyrst íslandsmótið. En alls varð hann 10 sinnum íslandsmeist- ari í knattspyrnu. Hann lék í stöðu bak- varðar, einn sá snjallasti leikmaður, sem ísland hefur átt í þeirri stöðu. Þá lagði Frímann stund á handknattleik og varð þrívegis íslandsmeistari. í félagsmálurh íþróttahreyfingarinn- ar hefur hann og komið mikið við sögu. * Verið formaður Vals nokkrum sinnum og setið auk þess mörg ár í stjórn hans í öðrum embættum. Átt sæti í stjórn ÍSÍ um 15 ára skeið, einnig átt sæti í ótal nefndum, sem fjallað hafa um skipulagsmál íþróttahreyfingarinnar, bæði innan ÍSÍ og KSÍ og haft á hendi formennsku unglinganefndar KSÍ og unnið þar mikið starf, enda cru æskul ðsmál íþróttahreyfingarinnar honum hvað hjartfólgnust. Þá hefur Frí- mann starfað sem knattspyrnuþjálfari bæði hjá Val, Þrótti og víðar. Þegar Frímann á sér frjálsa stund frá verkstjórn, ritstörfum eða nefndar- fundum, tekur hann sér gjarnan pensil í hönd, en að föndra með liti, telur hann vera sína uppáhaldsskemmtun. * * * Hallur Símonarson, íþróttaritstjóri Tímans, er fæddur í Reykjavík 16. ágúst 1927 og meira að segja í Vesturbænum, en hefur þó aldrei verið í KR. Hann gerðist snemma meðlimur Víkings, sem þá átti nokkra „nýlendu" þar vestra. Þrátt fyrir það, þó Víkingur hafi flutt höfuð- stöðvar sínar langt í austurátt, eða alla leið inn undir Elliðaár, en Hall- ur ekki flutzt um set, hefur hann alltaf haldið tryggð við sitt gamla félag. Á sínum tíma keppti Hallur með Vík- ing og lék í öllum flokkum félagsins í knattspymu nema meistaraflokki, enn- fremur lék hann handknattleik og var fyrirliði fyrstu sigurvegara Víkings í íslandsmóti í þeirri íþrótt innanhúss. I-Iann stundaði um skeið hnefaleik hjá ÍR og tók þátt í keppni í frjálsum íþróttum í móti á vegum KFUM og fékk verðlaun — Nýjatestamentið. Keppti siðan með ÍR í hlaupum með slíkum höfuðkempum sem Finnbirni Þorvalds- syni, Hauki Clausen og Kjartani Jó- hannessyni. Sveitin setti nokkur Islands- met. Árið 1946 meiddist Hallur í knatt- spyrnukappleik og var þá frekari frama á íþróttabrautinni lokið. Tveim árum síðar eða 1948 gerðist hann blaðamaður við Tímann og hóf að rita um íþróttir, þó var það fyrst framan af aukageta í blaðamennskunni, þar til árið 1958, að blaðið hóf íþróttirnar til þeirrar virð- ingai- og vegs, að helga því sérstaka síðu, og Hallur varð ritstjóri hennar. Fyrsta grein Halls um íþróttir í Tímanum var um landsleik íslands og Finnlands 1948 í Reykjavík, þar sem ísland sigraði. Meðal blaða, sem Hallur hefur rit- stýrt, eru Jazzblaðið, Sportblaðið og Bridge-blaðið. En hann er kunnur bridge-spilari. — Auk blaðamennsku er Hallur mikill tónlistarunnandi og stund- aði nám í Tónlistarskólanum og lék um árabil í danshljómsveitum. * * * Atli Steinarsson, íþróttaritstjóri Morg- unblaðsins, er fæddur í Reykjavík 30. þegar á unga aldri áhugasamur um í- þróttir. Gekk í ÍR 1936, 7 ára gamall, og lagði stund á leikfimi, frjálsar íþróttir, sund og handknattleik, en með Fram lék hann knattspyrnu. Árið 1950 varð Atli stúdent frá V erzlunarskó! an- um í Reykjavík og réðist sama ár- ið að Morgunblaðinu og hóf blaða- mennsku með íþróttafréttamennsku sem sérgrein. Frá því árið 1952 hefur hann verið ritstjóri „íþróttasíðu" Morgun- blaðsins, sem er stærsta og útbreiddasta blað landsins. íþróttastarfseminni er það því mikið happ að jafn áhugasamur og ötull maður sem Atli er og gjörkunnug- ur af eigin raun starfi og stefnu íþrótta- hreyfingarinnar í heild, skyldi veljast til að ritstýra íþróttasíðu blaðsins. Auk þess sem Atli á sínum tíma lagði stund á þær íþróttir, sem að ofan grein- ir, tók hann þátt í keppni í þeim. Hann keppti í sundi fyrir íslands hönd á Ólympíuleikunum í London árið 1948 og á Norðurlandamóti árið eftir, er háð var í Helsinki. Þá hefur Atli oft verið fréttaritari blaðs síns á erlendum íþróttamótum, m. a. á Ólympíuleikjum og á landsleikjum júní 1929. Hann var

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.