Valsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 15
VALSBLAÐIÐ
11
íslands erlendis, bæði knattspyrnu og
fr.jálsum íþróttum.
Atli var áður fyrr um árabil í stjórn
ÍR eða fimm ár samfleytt. Á s.l. ári
var hann svo aftur kjörinn í stjórn og
er nú ritari ÍR. Þá hefur hann setið í
sérráðum og nefndum fyrir ÍR. Vara-
maður í stjórn ISI hefur Atli verið síð-
an 1955. Iþróttaþátt útvarpsins annað-
ist hann einn vetur.
Atli hefur annazt fréttaritarastörf á
sviði íþrótta fyrir dönsku blöðin B.T. og
Berlingske Tidende, fyrir AFP-frétta-
stofuna í París og fleiri aðila.
* * *
Örn Eiösison, íþróttaritstjóri Alþýðu-
blaðsins, er fæddur á Búðum í Fáskrúðs-
firði 7. júli 1926. Fyrst uafskipti hans
af íþróttamálum
var, er hann 13
ára gamall gekkst
fyrir stofnun skíða
félags, er nefnt
var Svanur og var
hann fyrsti for-
maðurinn. Snemma
beygist krókurinn
á því, sem verða
vill. Þá var hann
og einn meðal stofn
enda Ungmennafé-
lagsins Leiknir í
Fáskrúðsfirði og starfar það félag enn
af fullu fjöri. Með þessu félagi keppti
Örn bæði í knattspyrnu og frjálsum
íþróttum, en á skíðum fyrir Svan.
Örn fór til náms í Gagnfræðaskóla
Akureyrar og þar var áhugi hans hinn
sami fyrir íþróttunum. Hann var kjör-
inn formaður íþróttanefndar skólans og
vann mikið starf.
Árið 1945 fluttist Örn „suður“ og hóf
framhaldsnám við Verzlunarskóla Is-
lands og áfram hélt hann að iðka íþrótt-
ir og vinna fyrir þær. Hann gerðist fé-
lagi í ÍR, ásamt ýmsum skólabræðrum
sínum, og keppti fyrir félagið ásamt
þeim, m. a. í handknattleik. Hann var
formaður frjálsíþróttadeildar ÍR um
árabil og- átti sæti í stjórn þess, sem
ritari um nokkur ár, nú er hann í vara-
stjórn. Þá hefur Örn átt sæti í ótal
nefndum og ráðum innan íþróttahreyf-
ingarinnar, sem fulltrúi ÍR.
f stjórn FRÍ hefur Örn einnig átt
sæti sem ritari og nú er hann formaður
útbreiðslunefndarinnar.
Árið 1958 var hann kjörinn I stjórn
íþróttavallanna í Reykjavík og á þar
sæti nú.
Árið 1953 hóf hann að rita um íþrótt-
ir í Alþýðublaðið, aðrar en knattspyrnu,
og er blaðið tók upp daglega íþróttasíðu
árið 1957, vai*ð hann ritstjóri hennar
og hefur verið það síðan.
Um nokkurra ára skeið áður gaf hann
út og stjórnaði tímaritinu „Allt um
íþróttir".
Öni er fréttaritari sænska íþrótta-
blaðsins hérlendis, en það er eitt stærsta
íþróttablað, sem gefið er út á Norður-
löndum.
# ♦ ' #
Sigurður Sigurðsson, íþróttafrétta-
maður Ríkisútvarpsins, er fæddur 27.
janúar 1920 í Hafnarfirði. Reykvíking-
ur frá 2ja ára
aldri, ólzt upp í
Háaleiti við Fram-
nesveg. Fékkst við
íþróttir eins og
tíðkaðist hjá ung-
um drengjum í
Vesturbænum um
þær mundir, og
auðvitað KR-ing-
ur. — Uppáhalds-
íþróttir í æsku:
Knattspyrna og
langhlaup. Hætti
að mestu íþróttaiðkunum 18 ára, áhug-
inn beindist að hljóðfæraleik (fiðla) —
gerðist nemandi í Tónlistarskólanum að
loknu Verzlunarskólanámi og eyðir síð-
an tómstundum sínum helzt í návist
góðrar tónlistar.
Starfsmaður Ríkisútvarpsins frá 1943
— innheimtustjóri síðan 1952. íþrótta-
þulur frá 1948, eiginlega vegna slysni.
Slysið vildi til í London 1948, á Ólym-
píuleikjunum, lýsti þar 200 metra hlaupi
í forföllum. Haukur Clausen var þar
meðal þátttakenda. Síðan hafa ekki aðr-
Auk hinna „fimm stóru“ hins
ritaða og talaða orðs á sviði íþrótta
fréttaflutnings og hér hafa verið
lítillega kynntir, skal getið fjög-
urra annarra, sem einnig hafa sagt
sitt orð, en eingöngu um knatt-
spyrnuna.
Einar Björnsson er sá þessara fjög-
urra, sem lengst hefur ritað um knatt-
spyrnuíþróttina, eða samfleytt í 16 ár.
Einar er fæddur í
Reykjavík 21. maí
1908. Aðeins 2ja
ára að aldri flutt-
ist hann austur á
Seyðisfjörð og ólzt
þar upp. Árið 1930
fluttist hann aftur
til fæðingarbæjar
síns og hefur átt
þar heima síðan.
Uppáhaldsíþrótt
Einars, og sú ein-
asta, sem hann
hefur stundað að nokkru ráði, er knatt-
spyrna. Gerðist hann félagi íþróttafé-
lagsins Hug-ins á Seyðisfirði, er hanii
hafði aldur til, en um þær mundir, er
hann var að alast upp austur þar, var
á Seyðisfirði og víða annars staðar í
austfizkum kaupstöðum, talsverð íþrótta
starfsemi, einkum þá knattspyrna.
Einar fór til náms í Gagnfræðaskól-
ann á Akureyri. Íþróttalíf var mikið í
skólanum, einkum knattspyrna og rækti
Einar hana meira en námsbækurnar.
Einar var einn af stofnendum Knatt-
spyrnufélags Akureyrar (KA), en það
er eina íþróttafélagið, sem hann hefur
verið með í að stofna um dagana.
ir ljst frjálsíþróttakeppni fyrir íslenzka
útvarpið. Lýsti einnig knattspyi'nukapp-
leik í fyrsta skipti erlendis í Idræts-
parken 1953 (Danmörk—ísland, 4—0).
Hefur lýst 15 landsleikjum og víða kom-
ið innanlands og utan. Hefur setið við
hljóðnemann í öllum höfuðborgum Norð-
urlanda oftar en einu sinni, og auk þess
í Berlín, Bruxelles, Bergen, Kalmar,
Randers, London, Baltimore og New
York, svo eitthvað sé nefnt, og nálægt
tíu bæjum og þorpum innanlands, og
lýst hinum ólíkustu íþróttum — knatt-
spyrnu, handknattleik, köríuknattleik,
frjálsum íþróttum, sundi, skíðakeppni
o. s. frv.
Ánægjulegustu augnablik: Evrópu-
meistaramótið í Bruxelles 1950, þriggja-
landakeppnin í Osló 1951, Svíþjóð—fs-
land í Kalmar 1954 (3—2), Akranes—
Hannover 96 í Hannover 1954 (1—1),
og nú síðast í Idrætsparken (Danmörk—
ísland, 1—1). Ánægjulegustu ferðir fyr-
ir sakir gestrisni: Bandaríkjaförin 1956
og Færeyjaförin 1959.
Tekinn að þreytast á þessu flandri
og hefur lofað sjálfum sér að hætta
þessum eltingarleik að loknum Ólympíu-
leikjunum í Róm 1960.
Eftir að Einar fluttist suður aftur,
gekk hann í Val og verið þar félagi síð-
an. Einar lék knattspyrnu í Val í nokk-
ur ár og vann þar einnig að félagsleg-
um málefnum, m. a. stjórnarstörfum og
sem fulltrúi Vals í KRR. Hvarf svo frá
störfum um árabil, en hóf störf inn-
an Vals að nýju fyrir þrem árum og
er nú ritari félagsins.
Einar hefur þýtt kennslubók brezka
knattspyrnusambandsins á íslenzku, og
var sú bók gefin út árið 1943 af tveim
fyrrverandi meistaraflokksmönnum
Vals. Sama árið hóf hann að rita um
knattspyrnu í Alþýðublaðið og hefur
gert það síðan.
* Hc *
Arni Agústsson er fæddur 3. apríl
1922 í Hafnarfirði. Árni hefur verið
starfandi íþróttamaður og að málefnum
íþróttanna allt frá
því, er hann gerð-
ist félagi FH 1935.
Var sem ungling-
ur þátttakandi í
öllum iþróttagrein-
um félagsins. —
Keppti m. a. í öll-
uin aldursflokkum
félagsins, bæði í
knattspyrnu og
handknattleik. Þá
hefur Árni átt
sæti i stjóm FH
og verið formaður þess.
Þá hefur Árni einnig verið félagi Vík-
ings, gekk í hann ásamt nokkrum skóla-
félögum sínum i Verzlunarskóla íslands
og lék bæðj með handknattleiksflokki
Vikings og knattspyrnuliði.
Þá er Árni einnig meðlimur íþrótta-