Valsblaðið - 24.12.1959, Qupperneq 18
14
VALSBLAÐIÐ
Undanfarin ár hefur sú þróun orðið
í félagslífi stærri íþróttafélaganna, að
þau hafa upp tekið svo kallaða deildar-
skiptingu í einhverri mynd. Tilhögun
þessi er í því fólgin að hver íþróttagrein
myndar sjálfstæða heild innan félagsins
með eigin stjórn og sér fjárhag, en ljtur
þó aðalstjórn félagsins, að vissu marki.
Á þennan hátt dreifist starfið á fleiri
hendur og hægt er betur en áður að
helga sig einni íþróttagrein og ná um
leið betri árangri félagslega og íþrótta-
lega.
Með bættri lífsafkomu þjóðarinnar,
aukinni atvinnu og miklum peningum,
hefur það orðið æ erfiðara að fá nægi-
lega mikla starfskrafta fyrir félögin til
að gegna hinum fjölmörgu trúnaðar- og
ábyrgðarstörfum, sem þeim eru sam-
fara og nauðsynleg eru til að geta haldið
uppi því mikla menningar- og uppeldis-
starfi, sem þeim er ætlað að gegna, og
gegna þrátt fyrir allt, fyrir land og
þjóð. Dugandi félagar, eldri og yngri,
hafa á síðari árum færst mjög undan
störfum, því enda þótt þeir í raun og
veru hefðu getað og viljað inna einhver
störf af höndum fyrir félag sitt, vildi
það oftast verða mikið meira starf en
þeir hugðu í fyrstu og notuðu svo fyrsta
tækifærið til að losa sig við öll störf
og síðan þora þeir tæpast að koma ná-
lægt sínu gamla félagi af ótta við ágang
þess eftir nauðsynlegum starfskröftum.
Það hefur líka verið mörgum eldri fé-
lögum nokkur ráðgáta, hvers vegna svo
fáir yngri félagar hafa haldið áfram
störfum fyrir félag sitt, eftir að þeir
hættu æfingum og leik og um leið hve
fáir leikmenn félagsins hafa í raun og
veru tekið virkan þátt í félagsstarfinu
sjálfu, jafnframt æfingum. Sú spurning
hefur því þráfaldlega skotið upp kolli,
hvort þeir eldri standi í vegi fyrir eðli-
legri yngingu forystuliðs félagsins, eða
hvort hinp aukni möguleiki æskufólks til
annarra skemmtana, með aukinni vel-
megun þjóðarinnar, sé rétta ráðningin
á þessum félagslegu erfiðleikum.
Með deildarskiptingu þeirri, sem nú
hefur verið tekin upp í félaginu, vakna
tvíþættar vonir Valsmanna. Annars veg-
ar að fleiri eldri félagar taki að sér
störf fyrir félag sitt, með tiltölulega lít-
ið starf á hvern einstakan, og hins vegar
að fleiri og fleiri yngri félagar komi til
átaka fyrir félagið, og eftir að hafa
kynnzt betur starfsemi og uppbyggingu
þess í ýmsum ábyrgðarstöðum og störf-
um, hafi þeir þroskazt og aukizt svo ás-
megin, að þeir séu færir til að taka við
af þeim eldri.
S. Z.
r----------------------
Vestmannaeyjaför
V______________________)
Það bar til eitt sinn í sumar,
að ákveðið var að Meistara- og 1.
flokkur skyldu fara í Vestmanna-
eyjaför. Tilurð þeirrar ferðar er
óþarfi að rekja hér, þekkja hana
allir, sem eitthvað kemur það mál
við, en förin var farin í byrjun
júlí. Ekki er heldur þörf á langri
og ýtarlegri frásögn, svo að hér
verður aðeins stiklað á stóru.
Við fórum fimmtán saman í
gömlum Renobíl austur yfir Fjall
og var förinni heitið að Eyrar-
bakka, en þar skyldi báturinn, sem
mjólkina flytur út í Eyjar, tek-
inn. Við komum á Eyrarbakka
um hádegisbil, og þar sem ekki
fannst sá staður í þorpinu, sem
hægt væri að fá keyptan heitan
mat, fóru allir í kaupfélagið og
keyptu sér eina dós af fiskibollum
og mjólk með.
Báturinn átti að koma um tvö
leytið, en þegar klukkan var fimm-
tán mínútur gengin í tvö var í
hans stað komið símskeyti á sím-
stöðina þess efnis, að eftir okkur
væri beðið Þorákshöfn. Við þökk-
uðum gott boð og sögðumst hvergi
fara, báðum þá vel að lifa og
sögðum að eftir þeim væri beðið
á Eyrarbakka. Hjálmar vildi hins
vegar fara á hestum til Þorláks-
hafnar og koma við á Þingvöllum.
Sú tillaga var felld með öllum
greiddum atkvæðum, en þeim, sem
voru með tillögunni, var synjað
réttar til atkvæðagreiðslu.
Þegar klukkan var hálf f jögur
kom báturinn og sigldi mikinn.
Stigu nú menn á bátsfjöl og
kvöddu Tsland að sinni. Fannst
mönnum mikið koma til veðurblíð-
unnar og vegsömuðu hana óspart,
sumir þó fölir á vanga.
Þetta veður hélzt allt til Eyja,
en sem lengur gekk ferðin, því föl-
ari urðu sumir á vanga, og svo fór
að lokum, að sú fæða, sem etin var
á Eyrarbakka, gekk hjá mörgum
upp. Hjá einum gekk hún þó sinn
vanagang niður.
Til Eyja vai- komið klukkan átta.
Þar tóku á móti okkur -Tón Krist-
jánsson og Björgvin Dan, en þeir
höfðu daginn áður komið þangað
með flugvél. Var nú snæddur mat-
ur á Hótel H.B., en að því loknu
var gengið til leiks.
Það hlotnaðist mér í þessum
leik að vera línuvörður og það
segi ég satt, að heldur vil ég ganga
á tvinna yfir stærstu gjá heims-
ins heldur en að vera línuvörður í
Eyjum, þegar halla tekur á Eyja-
skeggja. Leiknum auk með sigri
okkar, 6—1. Sögðu sumir, að við
hefðum sigrað með tenkniskri sjó-
riðu. Eftir leikinn var svo farið á
dansleik.
Næsta dag voru allir það
snemma á fótum, að þeir mættu
skammlaust í mat. Þegar hann
hafði verið snæddur fóru flestir
inn í Herjólfsdal að sjá golf, en
Meistaramót Isands í þeirri íþrótt
stóð þar yfir. Heldur er það lá-
kúruleg íþrótt, svona fljótt á litið.
Seinni leikur okkar í Eyjum
hófst svo kukkan fimm. Nokkrar
breytingar höfðu Eyjamenn gert
á liði sínu. Stóð leikurinn sínar
níutíu mínútur, og að þeim lokn-
um kom í ljós, að Eyjaskeggjar
höfðu skorað þrjú mörk gegn níu.
Dómari í þessum báðum leikjum
var hinn gamli og góði Valsmað-
ur, Ellert Sölvason, og dæmdi vel
eirís og blöðin segja.
Fugvélin, sem flaug okkur heim,
kom um átta leytið og gekk ferðin
að óskum.
Þetta var ánægjuleg ferð í alla
staði og aðbúnaður í Eyjum mjög
til fyrirmyndar. — Kunnum við
I.B.V. beztu þakkir fyrir.
J. O. O.
* P
Arsþing K.S.I.
Knattspyrnusamband íslands hélt árs-
þing sitt dagana 28. og 29. nóv. s.l.
Mættir voru 63 fulltrúar úr öllum fjórð-
ungum landsins. Mikill áhugi ríkti á
þinginu fyrir framgangi knattspyrnu-
íþróttarinnar, og ýmsar mikilvægar til-
lögur voru samþykktar.
Björgvin Schram var endurkjörinn
formaður K.S.f. í sjötta sinn, og er
stjórnin að öðru leyti eins skipuð og
undanfarið ár.