Valsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 19

Valsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 19
VALSBLAÐIÐ 15 Hermann Hermantisson: Heyrt og séð í Rínarlöndum Hinn 4. september lá leið min og konu minnar til Hamborgar, áleið- is til Miihlheim í Ruhr, þar sem hinn gamalkunni þjálfari og Ev- rópufrægi markvörður Fritzt Buchloch beið okkar. Hann heim- sótti okkur í fyrra ásamt konu sinni, og nú ætluðum við að kynn- ast þýzkri gestrisni eins og hún getur bezt verið. Við flugum til Hamborgar og dvöldum þar í tvo daga, en fórum síðan með lest til Essen, þar sem Buchloh beið okkar. Frá Essen til Muhlheim er aðeins 20 mínútna keyrsla, en þar var okkur tekið tveim höndum, og ekki minna en tvö heimili sáu um okkur fyrsta kvöldið, en félagi Buchloch, Brau- ckmann, kom með þeim hjónum til íslands s.l. sumar og vildi ólmur að við kæmum einnig til sín fyrsta kvöldið í Rínarlöndum. Við nutum í ríkum mæli gestrisni hins nýríka Rínarbúa, er svo nokkrum dögum síðar bauð okkur með sér í „Benz- anum“ til Hollands og reyndist okkur hinn bezti félagi. Einn daginn fór ég með Buch- loch til Gelsenkirchen, en þar er „Schalke 04“ völlurinn, en Schalke 04 er eins konar „Arsenal" Þýzka- lands, félagið sem allir líta upp til fyrir hvað þeir áttu alltaf frum- kvæðið í nýtízku knattspyrnu og svo sjálfri félagsuppbyggingunni. Þeir hafa verið sex sinnum Þýzka- landsmeistarar, og fyrirmenn þeirra, Fritz Szepan og Ernst Kuz- zora, löngu kunnir um alla Evrópu bæði sem leikmenn og uppbyggj- endur. Ég var kynntur Szepan en hann er vefnaðarvörukaupmaður — nálægt hinum geysistóra velli — og er þar vel staðsettur. Szepan var fyrirliði þýzka landsliðsins í fjölda leikja og lék einnig með eft- ir styrjöldina meðan verið var að byggja knattspyrnuna upp að nýju Hann er nú 52 ára, ljóshærður, blá- eygður charmör, sem á vart sinn líkan í þýzkri knattspyrnusögu. Szepan spurði strax, er hann vissi að ég var frá íslandi, hvort ég kannaðist við Guðmundsson. Al- bert hafði þá leikið á móti Schalke 04 með frönsku liði 1951 og sigrað, og mundi Szepan vel eftir tækni Alberts og spurði mig hvort ég hefði verið eins, ég fór allur hjá mér — sagðist hafa sungið fyrir Páfann og spilað á fiðlu í Hildis- heim fyrir 3 árum með „Val“ sæll- ar minningar og væri 10 faldur Islandsmeistari. Hann sagðist skilja það ef ég hefði haft mann eins og Albert fyrir framan mig. Buchloch hló mikið af samtalinu; ég var nú leiddur í gegn um allt félagsheimilið sem er upp á hið allra fullkomnasta með læknisstof- um og gufuböðum og yfirleitt allt gert leikmönnum til léttis að ná árangri í knattspyrnunni. Yfir- maður þessa fyrirtækis heitir Kal- wiski, frægur innherji og einkar viðfelldinn náungi. Að endingu fékk ég stóra bók er gefin var út í tilefni af 50 ára afmæli Schalk 04 með áletrun allra helztu meist- aranna. Ég þakkaði mikið fyrir þetta allt saman, það var stór dag- ur í skemmtilegu sumarleyfi að kynnast „Schalke“ en þeir eiga eins og fyrr er sagt merkilega sögu í árangri þýzkrar knatt- spyrnu og má mikið vera ef kenn- ari okkar, Reidar Sörensen, er dvaldi þarna á næsta leiti, eða í Köln 1930, einmitt er Szepan og Co. tóku léttu knattspyrnuna þeim tökum sem raun ber vitni, hafi ekki orðið fyrír áhrifum, er kom „Val“ í góðar þarfir undir hand- leiðslu hans. 10 Islandsmót á 12 árum 1933—45. Næsta laugardag fórum við að sjá knattspyrnukappleik F.C. Köln — gegn Essen. Leikurinn fór fram í Essen og léku þarna þrír úr meistaraliði heimsmeistarakeppn- innar 1954 — Helmuth Rahn og Hans Scháfer og Stollenwerk, allir úr landsliðinu. Þessi leikur olli okkur dálitlum vonbrigðum, ef til vill byrjunarörðugleikar — eftir langt sumarhlé, en það var eins og þeir fyndu ekki „rennslið" í leik- inn, en þó brá auðvitað fyrir bráð- snjöllum leik, t. d. Rahn með sín skottilþrif á heimsmælikvarða og Framhald á bls. 18.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.