Valsblaðið - 24.12.1959, Síða 24
20
VALSBLAÐIÐ
J) Lnattá
KNLID LUNDBERG
spi^m
ia
MEÐ FJDGUR
LUNGU
□ G
GULLFÆTUR
Knud Lundberg hefur nú um 20 ára
skeið leikið með danska liðinu AB. /
heimalandi sínu hefur hann löngum ver-
ið umdeildur maður vegna skoðana sinna,
sem hann hefur ótrauður haldið fram
í ræðu og riti. Lundberg er læknir að
menntun, en blaðamaður að atvinnu. —
Það sem hér birtist eftir hann eru glefs-
ur úr greinaflokki, sem hann skrifaði í
vikublaðið Familie Journal seinni hluta
árs 1958.
★
I raun og veru er líkamsbygging
mín alls ekki heppileg til knatt-
spyrnuiðkana. Ég er of langur og
hægfara. En allt frá því ég man
fyrst eftir mér hef ég haft óendan-
lega mikið gaman af knattleikjum,
já, miklu meira en flestir aðrir.
Það er víst þess vegna, að ég hef
náð því að leika yfir 70 landsleiki
alls í þrem íþróttagreinum, knatt-
spyrnu, handknattleik og körfu-
knattleik.
Og það hversu hægfara ég er,
hefur ekki bara verið mér fjötur
um fót. Þegar ég byrjaði knatt-
spyrnuferil minn hafði ég bæði
mikinn hraða og gott úthald, en
hins vegar lítinn skilning á gangi
leiksins. Þannig var ég, er ég var
14 ára gamall. Þá var ég í 1.
drengjaliðinu, sem sigraði í keppn-
inni. Ég var framliggjandi mið-
framvörður, ekki vegna góðrar yf-
irsýnar eða ágætra sendinga, því
að hvorugt var mér gefið, heldur
vegna þess, að á þessum stað gat
ég blandað mér í allt, sem fram
fór á vellinum. Það hefur alltaf
verið einlæg ósk mín að geta verið
með í leiknum alls staðar á vell-
inum. Ég hef því oft seinna mátt
sjá eftir því, þegar ég hefi fylgt
þessari dýpstu hvöt minni í fyrri
hálfleik og síðan eftir leikhléið
komist að raun um, að nú var út-
haldið búið. Það var ekki fyrr en
ég var orðinn mjög gamall, að ég
lærði að halda áhuga mínum í
skefjum og jafna litlum kröftum
mínum og lélegu úthaldi á allar
90 mínútur leiksins. Jafnvel er ég
var orðinn 32 ára og lék minn 25.
landsleik, varð ég að fara út af
vellinum í fimm mínútur í seinni
hálfleik á meðan nuddarinn okkar
kom krampakenndum fótvöðvum
mínum til að starfa aftur. Þegar
ég var úthaldsgóður og hraðfara
var þetta allt öðru vísi. Þá flakk-
aði ég bara um allan völlinn frá
því að leikurinn hófst þar til dóm-
arinn mér til mikillar armæðu blés
til leiksloka. Ég hefði gjarnan leik-
ið einn leik í viðbót, ef ég hefði
átt þess kost. Svona var þetta, áð-
ur en ég byrjaði að vaxa. Ég var
lítill ljóshærður snáði og var með-
al hinna minnstu í flokknum. Ljós-
mynd af þessu 1. drengjaliði hang-
ir í félagsheimili AB, því að það
vann keppnina. Ég sit við hliðina
á litlum svarthærðum dreng; við
höfum leikið saman þó nokkuð
mafga leiki á lífsleiðinni,ídrengja-
liðinu, 1. liðinu og landsliðinu.
Hann heitir Knud Bastrup Birk.
Sá dagur kemur vafalaust, að við
leikum saman að nýju og þá í Old-
boys-liðinu. Hann hefur lofað því,
að ég fái að vera með.
Þegar ég fór að taka út vöxtinn
hætti ég að leika knattspyrnu. Ég
varð hægfara og það hef ég verið
alla tíð síðan. Ég varð einnig
klunnalegur. Það er ég ennþá, en
þó mest áberandi utan vallar. Þeg-
ar svo var komið, að ég átti erfitt
með að hitta knöttinn og hraðinn
og úthaldið, sem höfðu verið mínir
höfuðkostir, voru farnir veg allrar
veraldar, var knattspyrnugeta mín
ekki upp á marga fiska. Það er
erfitt fyrir 14 ára dreng, að verða
allt í einu að athlægi í uppáhalds-
iðju sinni. Ég gat ekki þolað það.
Ég gafst upp og tilkynnti úrsögn
mína. Mér hefur aldrei heppnast
að fá vitneskju um, hvaða skoðun
umsjónarmaður liðsins hafði á
því, þegar ég kom og sagðist ætla
að hætta. Hann sagði ekki neitt,
því að hann hefur vafalaust skilið
betur en flestir aðrir, hversu erfitt
það er fyrir fyrirliða í 1. drengja-
liði að komast að raun um, að hann
er ekki hlutgengur lengur. En ég
man vel, hvað hann sagði 14 dög-
um seinna, þegar ég kom aftur
feiminn og skömmustulegur og
sagði honum, að hvað sem öðru
liði, þá gæti ég ekki án knattspyrnu
verið. — Það vissi ég nú alltaf,
var svarið.
— Ég hef alls ekki tekið úrsögn
þína alvarlega, og þess vegna hef
ég stöðu handa þér í 3. drengja-
liðinu. Og þar átti ég margar glað-
ar stundir. Smám saman uxu lim-
irnir og ég fór að samsvara mér
betur. En þann hraða, sem ég áður
Leikmenn setjast niður, taka Alþýðublaðið úr rass-
vasanum og byrja að lesa. Einn les Tímann. Hrepp-
stjórinn fær sér enn í nefið og býður rukkaranum,
en hann vill ekki í nefið.
Dómari kemur inn á völlinn. Leikmenn hætta að
lesa og rísa á fætur. Dómar blæs mæðinni og leikur-
inn hefst. Markmaður spyrnir frá marki.
Knötturin svífur í löngum boga út á völlinn og
lendir í Linuverði B. Dómarinn stöðvar leikinn.
Drukkinn áhorfandi af stigi númer tvö kemur inn
á völlinn og byrjar að synda í einum pollinum. Á-
horfendur klappa og hvetja manninn til frekari dáða.
Hreppstjórinn fær sér enn í nefið.
Dómari gengur að pollinum og biður manninn að
synda til lands. Númer tvö neitar.
Dómari flautar.
Leiknum er lokið.
TJALDIÐ. J. 0. 0.