Valsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 25
hafði, endurheimti ég aldrei aftur.
Og ég hef oft verið glaður yfir því
síðar meir. Það neyddi mig nefni-
lega til að læra að leika knatt-
spyrnu. Þar sem ég var bæði hæg-
fara og úthaldslítill, varð ég að
læra að notfæra mér til hins
ýtrasta þá möguleika, sem fólgnir
voru í knattmeðferð og skilningi
á leiknum. Knattauga mitt var alls
ekki lélegt og þar sem Carl Sko-
mager var, fékk ég þjálfara, sem
sjálfur gat gert allt með knöttinn
og sem fyrst og fremst kenndi mér
að spyrna til hans. Hann þroskaði
smekk fyrir því, hvernig á að
spyrna og því hef ég aldrei gleymt.
Það er dásamleg tilfinning, sem
fer um allan líkamann — og sann-
arlega um sálina líka, ef knatt-
spyrnumaður hefur þá nokkra
slíka — þegar maður hefur hitt
knöttinn nákvæmlega eins og mað-
ur ætlaði sér og getur fylgst með
honum allt til ákvörðunarstaðar.
Þá gleði á ég Skomager að þakka.
Allir sem kunna að spyrna hreint,
þekkja þessa tilfinningu. Að sjálf-
sögðu líka tennisleikarinn, golf-
leikarinn og margir aðrir. En ég
held, að það sé sérstaklega erfitt
í knattspyrnu. Nákvæm sending
veitir mér mikla gleði, en það er
ekki bara kostur, því falli maður
í þá freistni að standa og njóta
sinnar eigin sendingar, þá er það
úrelt knattspyrna. Auðvitað á
maður að halda áfram og skapa
sér nýja stöðu. Þetta er einmitt
það skemmtilega við knattspyrn-
una í samanburði við t. d. skák, að
það er ekki tími til að íhuga síð-
asta leik, tæplega tími til að hugsa
um þann næsta. 1 knattspyrnu er
það kostur að hugsa rétt, en nauð-
synlegt að hugsa hratt og það gef-
ur íþróttinni enn meira gildi í mín-
um augum.
Heimsins bezti — ekki ég.
Það hefur öðru hvoru komið fyr-
ir, að einn eða annar kurteis út-
lendingur hefur haldið því fram,
að ég mundi vera bezti knatt-
spyrnumaður í heimi, ef ég væri
hraðfara. Þetta er auðvitað mjög
skjallandi og eitt af því, sem aldrei
gleymist. Ég hef einnig verið
nefndur bezti handknattleiksmað-
ur í víðri veröld og það án nokkurs
VALSBLAÐIÐ
fyrirvara. Því gleymi ég heldur
ekki. En hvorugar þessara fullyrð-
inga eiga sér nokkra stoð í raun-
veruleikanum. I handknattleik hef
ég einfaldlega alltaf leikið með
nokkrum mönnum, sem eru betri
en ég og að því er það snertir, að
ég með meiri hraða væri bezti
knattspyrnumaður í heimi, þá er
það alveg út í hött. Ég hef verið
hraðfara. Það var ég, þegar ég lék
miðframvörð í 1. drengjaliðinu og
„var með“ alls staðar á vellinum.
Ég held líka, að ég hafi verið lið-
inu í heild til nokkurs gagns, en
ég kunni bara ekki að leika knatt-
spyrnu. Það var ekki fyrr en ég
var orðinn hægfara, að ég neydd-
ist til að læra það. Ágætt dæmi um
þennan „seinagang" minn er það,
að ég fékk beztu dóma lífs míns
eftir leik, þar sem ég lék með
meiddur. Bæjarlið Kaupmanna-
hafnar átti að leika í Antwerpen
og reyna að hefna 0—5 ósigurs í
Kaupmannahöfn. Ég hafði þá ekki
verið með og átti eiginlega ekki
að taka þátt í leiknum í Antwerp-
en vegna tognunar, en lét fyrir
fortölur tilleiðast. Ég þurfti ekki
að sjá eftir því. Belgíumennirnir
voru eðlilega álitnir mun sigur-
stranglegri eftir hinn mikla sigur
þeirra í Kaupmannahöfn, og það
því fremur, er þeir áttu nú að leika
á heimavelli. En það var nú dálítið
annað, sem varð uppi á teningnum.
Vörnin okkar átti mjög góðan leik
og voru þeir Eigil Nielsen og Poul
Andersen þar fremstir. En í sókn-
inni lékum við þannig, að báðir
innherjarnir lágu frammi, en út-
herjarnir léku aftarlega. Og mitt
í þessu öllu var ég sem miðfram-
herj i og lék fyrir aftan innherj ana
á svipaðan hátt og útherjarnir. Eg
byrjaði mjög varlega af ótta við
að tognunin tæki sig upp. I fyrri
hálfleik hljóp ég ekki mörg skref.
En Belgíumennirnir gátu ekki átt-
að sig á sóknaraðferð okkar og
var okkar því aldrei gætt. Ég fékk
því óáreittur tóm til „að skipta
spilinu" því sem næst úr kyrrstöðu
á miðjum vellinum. Það var ekki
fyrr en nokkuð var liðið á seinni
hálfleik, að ég hætti á að hlaupa
af fullum krafti og átti þess vegna
mikið úthald eftir, þegar hinir
voru orðnir þreyttir. Við unnum
21
4—2. Tvö markanna skoraði ég,
annað þeirra úr aukaspyrnu. Það
var ein af þeim tilraunum, sem
því miður heppnast allt of sjaldan.
Belgarnir mynduðu vegg fyrir
framan mark sitt, en höfðu nokk-
urn hluta þess óvaldaðan, svo að
markmaðurinn gæti fylgst með.
Markvörðurinn staðsetti sig eðli-
lega, heldur meira yfir í óvaldaða
hornið. Þangað miðaði ■ ég og
spyrnti lausum „snúningsbplta",
sem ég hitti á alveg réttan hátt.
Knötturinn stefndi fyrst í áttina
að óvaldaða horninu. Markvörður-
inn henti sér þangað, en þá breytti
knötturinn um stefnu í loftinu og
fór í löngum, aflíðandi boga yfir
í gagnstætt horn, meðan mark-
vörðurinn lá á jörðinni hinu meg-
in og horfði fullur undrunar á eftir
honum inn í netið. Það kemur fyrir
að slíkt og því um líkt heppnast.
Af því að ég var ekki þreyttur eft-
ir leikinn, var ég ekki fyllilega
ánægður með frammistöðu mína.
En belgísku dagblöðin voru alveg
uppi í skýjunum. I 4-dálka fyrir-
sögn var því slegið föstu, að ég
hefði 4 lungu og gullfætur. Þvílík-
ur skáldskapur sést sem betur fer
sjaldan í dönskum íþróttaskrifum.
En hinu skal ég ekki bera á móti,
að ég skrifaði þessa grein bak við
eyrað. Og það hefur verið ánægju-
legt að minnast hennar í svo mörg-
um öðrum kappleikjum, þegar líða
tók á seinni hálfleik og mér hefur
liðið eins og ég hefði aðeins eitt
lunga og blýfætur. En þessi kapp-
leikur sem. svo margir aðrir hefur
kennt mér það, að kappleikur er
aldrei fyrirfram tapaður og jafn-
vel ekki heldur þó að talsvert sé
liðið á leikinn og útlitið sé ekki
sem bezt.
Ég þarf ekki að skammast mín
fyrir þá landsleiki gegn Svíþjóð,
sem ég hef tekið þátt í. Ég hef
aldrei tapað fyrir Svíum í Idrætts-
parken, en hins vegar hef ég aldrei
unnið þá á Rásunda. í heild er út-
koman úr leikjum „mínum“ gegn
Svíum þannig: 2 unnir heima, 2
tapaðir í Svíþjóð, og 2 jafnir,
einn heima og einn að heiman. Ég
lék minn fyrsta landsleik gegn Sví-
um árið 1943 og við unnum þann
leik mjög óvænt 3—2. Það liðu
mörg ár þar til ég komst í lands-