Valsblaðið - 24.12.1959, Qupperneq 27
VALSBLAÐIÐ
23
Ólafur Sigurðsson:
Hugleiðmgar
O • o
um mesta sisuranð
I fyrri grein minni komst ég að
þeirri niðurstöðu, að vart hafi ver-
ið ástæða til svo mikillar ánægju
með knattspyrnuárangui' sumars-
ins, sem fram kom á s.l. hausti.
Þó ég, vegna sérstaks annríkis,
hafi orðið að slíta grein minni
að þessum kafla hennar loknum,
vona ég að enginn hafi tekið hana
sem tilraun til að draga úr gleði
manna yfir því, sem vel var gert.
Tilgangur minn með að birta
þessar hugleiðingar mínar, er tin-
ungis tilraun til að vekja knatt-
spyrnuforustuna til umhugsunar,
og helzt til aðgerða, er miði til
framfara í knattspyrnunni í land-
inu.
Þó ég telji ritvöllinn ekki hinn
heppilegasta vettvang til að ræða
félagsmálin, finnst mér ekki óeðli-
legt að birta þessar hugleiðingar
mínar í Valsblaðinu. Hvorttveggja
er, að Valsblaðið er eingöngu inn-
anfélagsblað knattspymufélags og
kemur aðeins fyrir sjónir áhuga-
manna um knattspyrnu, svo og að
ekki bólar á, að knattspyrnufor-
ustan hyggi til hreyfings, um nýj-
ar leiðir.
Ég ætla mér ekki þá dul, að ég
þekki alla þá þræði sem liggja að
hnignandi knattspyrnu í landinu,
hvað þá að hægt sé að gera þeim
skil í lítilli grein. Hins vegar tel
ég, að þau atriði sem ég hér minn-
ist á, gefi nóg tilefni til umhugs-
unar og umræðna.
Ein höfuðástæðan fyrir kyrr-
stöðu eða afturför í knattspyrn-
unni tel ég vera mótafyrirkomulag
það, sem Reykjavíkurfélögin eiga
við að búa. Kappleikir eru of
margir, keppnistímabilið of langt,
en þó verst hve snemma mótin
hefjast á vorin.
Er vorblærinn leikur um land
og lýð, langar mannskepnuna sem
aðrar að bregða á leik, fara út í
góða veðrið, mæta glöðum félögum
og veita nýrri athafnaþrá útrás.
Þá fyrst er þessi þrá grípur um
sig almennt um sumarmál, tel ég
eðlilegt Islendingum að hefja úti-
æfingar í knattspyrnu. Ef svo
væri gert, efast ég ekki um að
flestir, er þátt tóku í æfingum
yngri flokka næsta ár á undan,
myndu koma og e. t. v. fleiri. En
þar sem mótin eru þegar að byrja
um þetta leyti breytist allt viðhorf.
Vegna þessara fyrstu kappleika
vorsins er þegar búið að draga í
dilka, venjulega sama hópinn frá
árinu áður, því um aðra var ekki
að ræða. Nýliðarnir vei'ða utan-
veltu, því allt veltur nú á fyrir fé-
lagið að undirbúa hina útvöldu
vegna væntanlegs kappleiks, sem
félagið má ekki við að tapa. Nýlið-
arnir gleymast, þeim finnst þeir
ekki eiga heima þarna og hverfa,
týnast. Eðlileg endurnýjun mynd-
ast aldrei.
Miðað við hnattstöðu okkar og
veðráttu þykir mér eðlilegt að æf-
ingatíminn sé ca. 20 vikur, byrji
ca. 15. apríl og standi fram í sept-
ember. Sameiginlegar æfingar
væru 3 á viku ,eða ca. 60 yfir æf-
ingatímabilið. Þessi æfingafjöldi
einn er ekki líklegur til að skapa
meistara. Því var gerð tilraun með
að ,,lengja“ æfingatímabilið með
því að lengja keppnistímabilið. Sú
tilraun hefur gjörsamlega mistek-
ist. Fyrst og fremst vegna þess,
að það stríðir gegn eðli og aðstæð-
um, svo og, að jafnframt hefur
aðal æfingatími sumarsins verið
eyðilagður með mótum og kapp-
leikum á æfingatímanum sjálfum.
Ekkert félaganna nær þessum 60
æfingum yfir sumarið, og vissu-
lega er enginn flokkurinn kominn
í forsvaranlega þjálfun þegar
hann á að mæta til fyrsta leiks á
vorin. Er það heilsufarslega hættu-
’.egt og gerir oft að verkum, að
margur leikmaðurinn nýtur sín
aldrei allt sumarið. Fjórar til sex
vikur í upphafi æfingatíníabils
verður að vera keppnislaust undir-
búningsstarf.
Fyrst í stað ej'U leikirnir hafðir
á helgidögum, ekki til að trufla
ekki æfingatímana, heldur vegna
þess, að ekki er hægt að keppa á
kvöldin vegna myrkurs. Er daginn
lengir er kappleikunum hins vegar
dembt á og milli æfingadaganna,
þar til engaj' æfingat' er hægt að
halda.
Fyrsta æfing fellur niður af þvi
að hún ber upp á daginn fyrir
kappleik, því elcki ev hægt að ætl-
ast til að hálfæft lið geti æft í dag
og keppt á morgun. Næsta æfing
fellur niður eða er svo illa sótt,
að hún kemur að litlum notum, af
því kappleikurinn var daginn áð-
ur og ekki er hægt að ætlast til,
að maður sem lék erfiðan leik í
gær, mæti strax til æfinga daginn
eftir. Þriðja æfingin fellur svo nið-
ur af því, að þá eru aðrir „stór-
meistarar“ að etja saman hestum
sínum, og auðvitað verða leikmenn
að sjá þann leik og „stúdera" leik-
aðferð og veikleika væntanlegra
andstæðinga.
I þessu sambaiidi er fróðlega að
sjá þann árangur, sem KR náði á
s.l. sumri, en mér er sagt, að þjálf-
ari flokksins, Óli B. Jónsson, hafi
gengið svo hart eftir að meistara-
flokksmenn sæktu æfingar, hvern-
ig sem á stæði, að fáar sem engar
afsakanir hefðu verið teknar til
greina. Enda mun flokkurinn hafa
náð óvenju mörgum æfingum yfir
sumarið. Árangurinn sást líka
strax.
Þá virðast mér kappleikir vera
orðnir nokkuð margir, miðað við
okkar stutta sumar og fáu félög.
Mun láta nærri að þau Reykjavík-
urfélög, sem komast í 1. deild,
keppi fleiri leili en collegar þeirra
í Danmörku, sem þó búa við tals-
vert önnur skilyrði. Samkv. leika-
skrá KRR s.l. sumar var t. d. KR
ætlað að leika allt að 30 leiki yfir
sumarið, eða sem svarar l1/? kapp-
leik að meðaltali á viku hins eðli-
lega knattspyrnu- og æfingatíma.
Hér með eru þó ekki taldir utan-