Valsblaðið - 24.12.1959, Qupperneq 28
24
VALSBLAÐIÐ
bæjarleikir KR né í utanför. Þetta
er bezta æfingin, segja margir.
Rétt getur verið, en hvenær kom-
ast þá varamenn og væntanlegir
arftakar aðalliðsins í þjálfun?
Þá eru landsleikir og úrvalsleik-
ir orðnir furðu stór þáttur í okkar
litla knattspyrnuþjóðfélagi. Þeir
trufla þjálfun og einingu félag-
anna á ýmsan hátt, án þess séð
verði hver hagur sé af.
Einn landsleikur á ári hér heima
virðist mér gefa okkur þann mæli-
kvarða, sem við þurfum á því sviði.
Landsleikur erlendis gæti nægt 3.
hvert ár, án þess nokkur skaði
væri að. Utanfarir félaganna eru
miklu meira virði, knattspyrnulega
og félagslega séð. Þær skapa aukið
æfinga- og félagslíf og sameina fé-
lagsmenn fyrr og meðan á ferða-
lögunum stendur, meðan landsliðs-
ferðirnar sundra frekar en hitt.
Nú takmarkast utanferðir fé-
laganna af hagsmunum landsliðs-
ins, því ef einn eða fleiri af „ellefu
beztu“ vantar, er landsliðið varla
frambærilegt. Helzt þarf að taka
þessa garpa út úr félögunum og
æfa í sérstöku „landsliðsfélagi“.
Mín skoðun er sú, að ef ekki er
hægt að kalla saman landslið, sem
getur sýnt góðan leik, án samæf-
ingar, þá á ekki að stofna til lands-
leika. Slík landslið koma af sjálfu
sér, ef nóg breidd er í knattspyrn-
unni.
Breiddina verður að skapa neð-
an frá. Vekja þarf áhuga æskunn-
ar fyrir íþróttinni og gera henni
kleift og eftirsótt að þjálfa sig og
fullkomna, þegar á unga aldri.
Vissulega reyna knattspyrnufé-
lögin að taka á móti öllum þeim
æskumönnum, sem til þeirra leita,
og reyna eftir megni að sinna
þeim af alúð. En þó félögin væru
þess umkomin að sinna öllum þeim
drengjum, sem til þeirra leita, er
það langt frá nóg. Knattspyrnu-
félögin eru nú aðeins fimm, en
bærinn stækkar ört, ár frá ári, og
fleiri og fleiri drengir missa af
sambandi við þessi fimm félög.
Þessir drengir hafa þó áhuga
fyrir knattspyrnunni, finna opin
svæði til að iðka hana á og stofna
með sér félög. Það úir og grúir af
þessum félögum um allan bæ og
öll úthverfin. Er ekki þarna að
finna framtíðarbreiddina í ísl.
knattspyrnu ? Geta ekki einhver
þessara félaga orðið sjötta til tí-
unda knattspyrnufélagið, sem höf-
uðborgina vantar svo tilfinnan-
lega?
Mér hefur dottið í hug, hvort
ekki sé hægt að ná til þessa frjálsa
og óbundna knattspyrnustarfs og
tengja það hinu skipulagða íþrótta-
starfi, án þess að trufla það um
of, með íhlutun eldri manna.
Gæti þá fyrsta skrefið orðið það,
að stóru félögin, sem ráð hafa á
knattspyrnuvöllum, byðu þessum
félögum ókeypis afnot af völlum
sínum til kappleikahalds sín á
milli.
Næst yrði svo reynt að gera
þessum félögum kleift og þau
jafnframt hvött til, að taka þátt
í Reykjavíkurmótum KRR íyngstu
flokkunum. Hvert það félag, sem
keppt hefði í einum aldursflokki,
fengi síðan að keppa í næsta ald-
Úr ýmsu
ÓboiHnn gestur.
Það kom fyrir í leik milli Prem og
Esbjerg í dönsku keppninni, að hundur
komst inn á leikvanginn. Hvutti var í
góðu skapi, og strax þegar leikmenn
komu með knöttinn inn á leikvanginn,
en þetta gerðist í hálfleik, náði hundur-
inn þegar í stað í hann. Það sýndi sig,
að hundurinn var hinn snjallasti í við-
ureign sinni við knöttinn. Hann einlék
knettinum með tríninu á undan sér á
mikilli ferð, en leikmönnum tókst ekki
að handsama seppa. Og strax og þeir
reyndu að halda leiknum áfram kom
seppi og náði þegar knettinum aftur!
Að lokum datt einum í hug að henda
knettinum í markið, en þar var fyrir
hinn kunni landsliðsmarkvörður Per
Hendriksen, og með sinni alkunnu snilli
kastaði hann sér á hundinn og knöttinn
og hélt báðum föstum, þar til umsjónar-
menn komu og fjarlægðu seppa. Hafði
orustan þá staðið í 7 mínútur!
Oll „skotfæri' læst inni.
í Suður-Evrópu gerast áhorfendui oft
all-æstir, og ei-u þá ekki að lúra á geðs-
hræringum sinum. Um daginn komu
ströng fyrirmæli til stjórnenda knatt-
spyrnuvallarins í LeHavre, að loka
skyldi inni eða fjarlægja allt það, sem
nota mætti til að kasta inn á völlinn.
Ennfremur skyldi loka veitingastað
vallarins mjög vendilega, svo að fólk
gæti ekki keypt drykkjarvarning (flösk-
ursflokki fyrír ofan, jafn skjótt
og það hefði liði á að skipa í þann
aldufsflokk. Slík þátttaka þessara
félaga yrði að vera þeim að kostn-
aðarlausu og aðdragandi og þátt-
tökuskilyrði nokkuð teygjanleg í
fyrstu. Með þessum hætti mætti
e. t. v. byggja grundvöll að fleiri
stórum knattspyrnufélögum í þess-
um bæ, þar sem innri glóð og
áhugi drengjanna sjálfra væri
homsteinninn.
Jafnframt mætti útvega þessum
félögum „ráðgjafa", sem þau gætu
sótt leiðbeiningar til, um félags-
mál o. fl. Jafnvel mætti senda þeim
öðru hvoru þjálfara,sem leiðbeindi
þeim um hvernig þeir ættu að æfa
sig.
En hvað sem öðru líður, tel ég
ekki úr vegi að taka fyrrnefnda
ábendingu Atla Steinarssonar, um
að boða til ráðstefnu um þessi mál
og kryfja þau til mergjar, án alls
tepruskapar.
m áttum
ur) eða náð í bolla, diska, kör eða ann-
a£: slíkt.
Astæðan til þessara varúðarráðstaf-
ana var sú, að við leik milli Havre og
Nimes tóku áhorfendur að grýta gest-
ina, og þrifu þá allt nærtækt og hægt
var að kasta. Sérstaklega voru flöskur
vinsælar sem „skotfæri", þó margt fleira
væri notað.
„Fleiri stig eða ég fer!“
Konur geta stundum fengið ótrúlegan
áhuga fyrir knattspyrnu, og eru þá ekk-
ert „billegar“. Það mátti leiðtogi fyrir
litlu knattspyrnufélagi rétt fyrir utan
Jönköping í Svíþjóð nú í haust reyna.
Hann var giftur konu, sem einnig- var
í sama félagi, en hún var ekki ánægð
með það, hvernig hann stjórnaði félag-
inu.
Dag einn, þegar bóndinn kom heim
til miðdegisverðar, var konan ekki heima
og enginn matur framreiddur.
Á matborðinu stóð glas fullt af vatni,
við hlið þess var skrá yfir leikstöðuna
í deildinni, sem félagið lék í. Þar lá
einnig lítill miði, hvar á var ritað:
„Reyndu að ná í fleiri stig í keppninni
eða ég fer!“ Og það þarf ekki að taka
það fram, að bréfið var frá frúnni.
Hvort það var þetta, sem var þess vald-
andi að liðið vann alla leikina, sem eftir
voi*u, fylgir ekki sögunni, en ætla má
að vald konunnar sé mikið, og það á
mörgum sviðum.