Valsblaðið - 24.12.1959, Page 29

Valsblaðið - 24.12.1959, Page 29
VALSBLAÐIÐ 25 Þcgar Brasilía vann heimsmeistarakeppnina i fyrra, var hin ævintl>'ralega knatt- leikni þeirra á allra vörum, — en leyndarmálið á bak við þetta allt saman var allt annað: liðið var valið eftir sálfræðilegum aðferðum, og í viðtali því, sem hér fer á eftir og blrtist í Familie Journal nú í haust, segir prófessor Carvalhaes danska blaðamanninum Karl Eskelund frá því, hvernig hann valdi heppilegustu mennina. Sá Í^æ ^inqudnn, »g heimsmeistararnir I Brasilíu er sú skoðun útbreidd meðal íþróttamanna, að prófessor í sálarfræði eigi hvað drýgstan þátt í því, að heimsmeistaratitill- inn í knattspyrnu féll þeim í skaut. Það var hann, sem valdi liðið og fylgdist með andlegu ástandi leik- mannanna í hinni hörðu raun í Evrópu.Við heimkomuna til Brasi- líu voru allir leikmennirnir á einu máli um, að án hans hefði þeim tæplega tekist að sigra. Hann heitir Joao Carvalhaes, og mér tókst að ná tali af honum, er ég var á ferð í Brasilíu nýlega. Ég byrjaði viðtalið með því að leggja spilin á borðið og sagði: ,,Ég verð að viðurkenna, að í raun og veru veit ég ekkert um knattspyrnu". ,,Ég hef nú sömu sögu að segja“, svaraði prófessorinn brosandi. ,,Eg hef ekki spyrnt knetti svo teljandi sé á lífsleiðinni og er alls ekki kunnugur öllum reglum leiks- ins. Þess gerist heldur ekki þörf til þess að geta beitt sálarfræði í sambandi við knattspyrnu. Þau áhrif, sem ég hef á leikmennina, eiga sér raunverulega stað áður en leikurinn fer fram“. Það var eftir tillögu Carvalhaes að hin stóru knattspyrnufélög Brasilíu samþykktu fyrir rúmum 2 árum að beita sálarfræði við val og þjálfun liðs þess, er taka átti þátt í heimsmeistarakeppninni. Áður hafði slíkt aldrei verið reynt neins staðar í víðri veröld. Carval- haes hafði þá þegar talsverða reynslu í að velja fólk í ábyrgðar- miklar stöður, þar sem hann starf- ar hjá félagi, er starfrækir spor- vagna í Sao Paulo, og á að athuga hvort verðandi vangstjórar hafi hæfileika til starfans. „Það var næstum því sama prófið, sem ég lét knattspymumennina ganga undir“, sagði hann. „Fyrst var próf til þess að ganga úr skugga um eftirtalin atriði: viðbragðs- flýti leikmannsins, hæfileika hans til að meta hraða og fjarlægðir, og að síðustu hvort hann getur ,skipt‘ athygli sinni — þ. e. fylgst með því, sem skeður annars staðar á leikvellinum á meðan hann er með knöttinn". Næstu próf, sem einnig höfðu þríþættan tilgang, voru að nokkru leyti fólgin í persónulegum viðtölum og að nokkru í gáfna- prófum. Þau áttu að gefa mynd af hæfni leikmannsins til að ein- beita sér, tilfinningalífi hans og af andlegu ástandi hans. „Þegar ég var búinn að velja liðið, byrjaði starfið í raun og veru. Það var fyrst og fremst fólgið í því að vekja athygli hvers leikmanns á sérstökum hæfileikum sínum. — Þetta gerði ég af tveim ástæðum. I fyrsta lagi fékk ég leikmanninn á þennan hátt til að vera lítillátari — þ. e. komst hjá því, að hann fengi mikilmennskuduttlunga. Eg skýrði það fyrir honum, að hann væri ekki neinn snillingur af guðs náð, hann væri bara fær um að gera vissa hluti dálítið betur en flestir aðrir. I öðru lagi dró ég með bessu úr persónulegri ábyrgð- artilfinningu hans — ég vakti at- hygli hans á því, að þetta allt sam- an hvíldi ekki á honum einum, heldur á liðinu öllu, svo að hann tæki ósigur sér ekki allt of nærri. Með þessu getur maður komið í veg fyrir það, að duglegur leik- maður falli saman, ef illa gengur. Ég varð líka að komast að raun um, hvort leikmennirnir ættu við vandamál að stríða í einkalífi sínu, því ef maður hefur áhyggjur af einhverju, þá getur hann ekki gert sitt bezta. Ég hjálpaði þeim svo sem unnt var í þessum sökum“. Prófessor Carvalhaes sagði, að greind leikmannsins væri ekki mjög mikilvæg: „Maður þarf að- eins að skilja það,sem maðurlærir. Það er langtum mikilsverðara, að leikmaður sé jafnlyndur, en að hann sé vel greindur. Og það eru Próf. Carvalliaes milli tveggja beztu knattspyrnumanna heims, Pele og Jose Altafini.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.