Valsblaðið - 24.12.1959, Síða 31
VALSBLAÐIÐ
27
Hver er Valsmaöurinn?
SENN er Valur hálfrar aldar
gamall. Eins og önnur félög hefur
hann séð tímana tvenna á þessari
löngu ævi. Skipts hafa á skin og
skúrir. Stundum hefur allt leikið
í lindi, en líka oft syrt í álinn. Þó
mun útlitið aldrei hafa verið svart-
ara en upp úr 1920, en þá var í
fullri alvöru um það talað í hópi
Valsmanna, að leggja félagið nið-
ur, en meðlimirnir, þeir, sem það
vildu, tækju sér síðan stöðu undir
merki annars félags. Einn var þó
í hópnum, sem hvatti til þess að
gefast ekki upp, hvað sem öllum
erfiðleikum liði. Honum eigum við
það að þakka, öðrum fremur, að
Valur og Valsfélagar eru stað-
reynd enn þann dag í dag. Þessi
dugmikli félagi okkar sagði: ,,Erf-
iðleikarnir eru til þess að sigrast
á þeim. Þeir eru lagðir fyrir ein-
staklinga og félög til þess að prófa
manngildið og félagsþroskann. —
Sönnum þrek okkar og dugnað og
félagsgildi, með því að víkja öll-
um erfiðleikum til hliðar, samein-
umst í því að hefja Val til vegs
og gengis, stefnum að því mark-
víst að þoka honum fram í fremstu
röð íþróttafélaga þjóðarinnar".
Þetta voru orð á örlagastund,
orð sem ullu straumhvörfum. Hætt
var við að slíta félagsskapnum, í
stað þess var hafið markvíst átak
til að efla hann og auka, með þeim
árangri, að Valur varð, er stundir
liðu fram, eitt af gagnmerkustu
íþróttafélögum þjóðarinnar. Sá,
sem þessum straumhvörfum olli,
var Axel Gunnarsson, síðar kaup-
maður. Axel gekk ungur í Val,
varð snemma góður knattspyrnu-
maður, en vegna meiðsla, sem hann
hlaut í leik, varð hann að hætta
að leika knattspyrnu aðeins rúm-
lega tvítugur.
Axel var fyrst kosinn í stjórn
Vals árið 1922, en árið eftir var
hann kjörinn formaður félagsins
og var það til ársins 1928. Þegar
Axel tók við stjórn voru kjör Vals
kröpp mjög. Lítið sem ekkert í fé-
lagssjóði af handbæru fé til dag-
legs reksturs. Varð formaðurinn
þá að fara í eigin vasa til að greiða
knetti og annað það, sem félagið
vanhagaði um. Samsæti til að
fagna sigrum kostaði hann einnig.
Heimili hans og verzlun var aðal-
samkomustaður Valsmanna, þar
sem ráð voru ráðin og umræður
um félagsstarfið fóru fram.
Axel sat í stjórn Vals í 10 ár
samfleytt og þar af formaður 5
síðari árin. Eftir að hann fór úr
stjórninni var hann alltaf sjálf-
kjörinn fulltrúi félagsins út á við
og átti m. a. sæti sem fulltrúi í
K.R.R. um árabil. Hann stjórnaði
æfingum félagsins og réði jafnan
miklu um kapplið þess í öllum
flokkum meðan hann hafði afskipti
af málum félagsins. Axel er vel
til foringja fallinn, höfðingi í sjón
og raun, kátur og skemmtilegur,
sanngjarn og velviljaður, en fast-
ur fyrir, þegar því er að skipta og
hélt jafnan á málefnum félagsins
af öryggi og þeirri festu, sem þeim
einum er lagið, sem veit hvað hann
vill og á sér ákveðið stefnumið. Þó
Axel Gunnarsson hefði á sínum
tíma forystuna gegn afsláttar-
mönnum félagsins og jafnframt
forystuna um endurreisnina, þá
naut hann stuðnings ýmsra góðra
félaga í sínu heillaríka starfi.
Meðal þeirra er dr. Jón Sigurós-
son, nú borgarlæknir í Reykjavík.
Jón gekk í félagið um líkt leyti og
Axel var kjörinn í stjórn í fyrsta
sinni. Hann var síðar kosinn í
stjórn. Urðu þeir Axel og hann
einkar samrýmdir í öllum störf-
um fyrir Val. Starf þeirra fyrir
Val var byggt á falslausri vináttu
'og djúpstæðum skilningi tveggja
drenglundaðri gáfumanna, sem
skynjuðu öðrum fremur mátt góðs
félagslífs og sanns íþróttastarfs,
til eflingar því bezta, sem með
hverjum unglingi býr.
Eitt af því fyrsta, sem þessir
tveir samhentu félagar gerðu, var
að auka liðstyrk félagsins meðal
ungra manna, og af um 350, sem
á þessum árum gerðust félagar
Vals, kom Jón með rúmlega 100,
og gefur það nokkra hugmynd um
starf hans um þetta leyti fyrir Val
og áhrif hans meðal ungra manna
í bænum um þessar mundir.
Er Axel lét af stjórnarforystu
árið 1928 var Jón sjálfkjörinn
eftirmaður hans, annar kom ekki
til greina. Hins vegar hélt Axel
áfram störfum eins og fyrr segir,
m. a. sem fastafulltrúi í K.R.R.
Undir forystu Jóns stefndi Val-
ur fram á við með síauknum hraða
að settu marki. Undir stjórnarfor-
ystu Jóns vann félagið fyrst sinn
stóra sigur 1930, er Islandsmeist-
aratignin í knattspyrnu féll því
í skaut. Ári síðar var svo far-
in fyrsta knattspyrnuför íslenzks
flokks til meginlands Evrópu —