Valsblaðið - 24.12.1959, Qupperneq 33
VALSBLÁÐIÐ
29
inn öðru hvoru, sperrti eyrun, skimaði í
allar áttir eins og hann vildi ganga úr
skugga um að enginn væri þar í nánd,
sem líklegur sýndist til að banna honum
þetta ferðalag. Magnús hélt nú ferðinni
upp móana, en þó töluverðan spöl frá
veginum, þar sem hesturinn fór. Gerði
hann það til þess að skepnuna skyldi
síður gruna að hann væri að veita henni
eftirför, ætlaði hann svo að reyna að
snúa hestinum til baka með því að
beyg'ja að veginum, en þegar hann átti
aðeins örskotsleið til hans, leit Rauður
upp, reisti hausinn hátt, teygði skrokk-
inn og hneggjaði. Nú var enginn tími til
að kroppa lengur, nú varð að skilja við
g'ötubakkana með öllu þeirra ilmandi
grasi og sælgæti. Nú mátti ekki áform-
inu skeika að komast á æskustöðvarnar,
vestur í Skagafirði, nú varð að taka
góðan skeiðsprett og sjá hver hefði frá-
astar fætur og' þolnustu lungu. Og eins
og auganu renndi var hesturinn kominn
á harða skeið vestur veginn. Þennan
sprett fói' hann í einni lotu, allt að
fjalls-öxl þeirri, sem Nýpa er nefnd,
þar beygir vegui'inn í suðvestur, í áttina
til Einarsskarðs, sem er eystri brún
Axafjarðarheiðar. Hesturinn hélt göt-
una, en Magnús fór allt beint, mýrar
og forarflóa og allt sem fyrir varð, til
að stytta sér leið. Þegar kom að Nýp-
unni þar sem vegurinn beygist, voru þeir
svo jafnir, að þegar Rauður hljóp þar
um, greip Magnús í faxið, en svo tæpt,
að hann missti takið. Hélt aðeins eftir
nokkrum hárum.
Nú sá Magnús að annað hvort var að
gera að herða sig fyrir alvöru, duga eða
drepast, eða hverfa frá við svo búið.
Flaug honum þá í hug- hvað piltarnir
mundu segja, sem hann skyldi eftir við
ána, ef hann næði eigi Rauð. Auðvitað
ekki annað en draga hann sundur og'
saman í logandi háði, og það var verra
en allt annað, að bera aðeins háð og
nokkur hrosshár úr býtum.
Og svo presturinn, sem sagðist treysta
honum manna bezt, hvað myndi hann
segja Hann myndi víst ekki reiða sig á
hann framar til stórræða. Það sem hann
gæti gert, ef hann næði ekki klárnum,
væri að labba norður alla heiði og koma
síðan aldrei meir að Svalbarði. En það
dygði ekki. Og nú tók Magnús ósvikinn
sprett á hlið við hestinn, sem töluvert
hafði fjarlægsf, hann og haldið sprett-
inum jafnt, en þegar kom að Einars-
skarði, voru þeir aftur orðnir nokkurn-
veginn samhliða. Samt varð hesturinn
fyrri í gegnum skarðið, þá taka við móar
og ásar, sem nefndir eru Múlar. Hljóp
nú hver í kapp við annan inn heiðina.
Magnúsi virtist eins og heldur draga úr
hraða hestsins og sá að hann tók að
svitna mikið og frísa. Nú voru þeir
konmir að innsta múlanum; hann er á
miðri heiðinni. Magnús sat nú um hvert
tækifæri sem kynni að gefast, því nú
var Rauður ekki nema fá skref frá hon-
um og ekki nema herzlumunur. Einu
sinni, þar sem knappur krókur kom á
götuna, gerði Magnús á sig snöggt við-
bragð og náði með báðum höndum í
faxið á Rauð. Segir þá sagan að hestur-
inn hafi staðið kyrr eins og hann væri
grafinn í jörðu. Magnús leysti nú af sér
snærið og batt upp í hestinn og reið
allt hvað af tók austur heiðina.
Þegar messufólkið kom úr kirkju sást
ríðandi maður koma ofan melana fyrir
vestan ána og fór lötur hægt. Hver gat
þetta verið? Ekki gat það verið Magnús,
því hesturinn var ekki rauður, heldur
mosóttur eða skolgi'ár á lit, og maðurinn
allur skjóttur eða skjöldóttur. Svona lit
á hesti og manni hafði fólkið aldrei séð
fyrr. Prestur horfði á þetta sem aðrir
og brosti að tilgátum fólksins; sagðist
glöggt þekkja Rauð sinn, þó hann væri
nú sem stæði búinn að skipta um lit,
hann væri allur storkin af svita og leir.
Sama væri um manninn, hann væri leir-
ugur frá hvirfli til ilja, það gerði hann
svona skjóttan útlits. Magnús kom nú
í hlaðið og- sté af baki. Prestur fagnaði
honum vel, leiddi hann til stofu og veitti
honum hið bezta. Tók hann fjórar spesí-
ur úr pússi sínum og rétti Magnúsi og
bað hann að vera svo lítillátan að
þiggja. Væri það aðeins lítil þóknun
fyrir þann mikla greiða, sem hann hefði
gert sér að ná Rauð sínum. Magnús
vildi helzt ekki taka við þessu og sagð-
ist oft hafa gert annað eins lítilræði
fyrir menn og ekki ætlazt til launa.
Sprettkornið að tarna hefði aðeins verið
sér til heilsubótar, það gerði sér bara
gott að dusta af sér nóttina einstöku
sinnum. Samt varð það nú úr um síðir,
að Magnús tók við spesíunum, en sagði
að þetta væri alltof mikið, helmingui'inn
hefði verið yfirdrifið fyrir vikið. Prest-
ur bauð honum að vera þar um nóttina,
honum myndi ekki veita af að hvíla sig.
Magnús kvaðst ekki vera lúinn, en sagð-
ist hafa gert ráð fyrir því um morgun-
inn að koma að öllu forfallalausu heim
um kvöldið. Kvaddi hann nú prest með
mestu virktum og mæltu þeir til vin-
áttu með sér. Bað prestur hann að leita
til sín ef hann þarfaðist einhvers lítil
ræðis.
Hélt svo Magnús heim til sínu um
kvöldið með frægðarorð sigurvegarans,
glaður í sinni og með spesíurnar upp á
vasann.
'UaíóiéÉaffarl
!
Knattspyrnudeildin efnir til
fínitti ctatfahá leiká
á gamlárskvöld í BreiSfirðingabúð.
NÁNAR AUGLÝST I DAGBLÖÐUNUM
'JcMÍÍUfttljHíiÍH:
L
SIGFUB HALLDDRSSDN, listmálahi
TEIKNAÐI KÁPUSÍÐUNA EN LISTPRENT PRENTAÐI