Afturelding - 01.12.1934, Page 2
AFTURELDING
M yrkur — Ijós.
„En eigi skal myrkur vera í landi því, sem nú
er í nauðum statt.....Sú þjóð, sem í myrkri
gengur, sér mikið ljós; yfir þá, sem þúa í landi
náttmyrkranna, skín ljós“. Jes. 9., 1.—2.
Myrkur þekkjum við frá því, er við fyrst munum
eítir okkur. Og það fyllir oft huga okkar hryggð.
Ef til vill getum við minnst þess frá bernskuárum
okkar, hversu myrkrið hertók okkur og fyllti okk-
ur með mestu skelfing og ótta. Myrkrið var okk-
ur ekki til gleði, heldur til sorgar. En hve glöð
urðum við ekki, þegar mamma kveikti ljós í hinu
dimma herbergi, þegar við vöknuðum af svefni
um miðja nótt. Ljósið færði okkur gleði.
Og hve mikla þýðingu hefir ekki ljósið fyrir sjó-
farendur í myrkri á hafi úti. Þótt þeir geti lengi
ferðast í myrkri, þá gá þeir þó að ljósinu, sem blik-
ar á klettóttu ströndinni, því að án þess vita þeir,
að leiðin verður þeim torfær og hættuleg; og ef til
vill síðasta ferðin þeirra.
En nú eru vitar byggðir á öllum hættulegum
stöðum. Og það er eins og við heyrum viðvörunar-
kall með hverjum ljósgeisla, sem er varpað út í
náttmyrkrið: „Hafið augun á ljósinu og stýrið
rétta leið“.
Myrkur og ljós geta aldrei átt samleið. Þegar
ljósið lýsir, verður myrkrið að flýja, og í sambandi
við það kemur breyting, björgun frá hættunni. ís-
lendingar minnast hinni fyrri tíma, áður en vitar
voru byggðir á ströndum landsins, hversu mörg
slys komu þá ekki fyrir ? En svo var boðað: „Bygg-
ið vita! Látið ljósið skína út yfir hið dimma haf!“
Þá kom breyting, og nú geta skipin siglt örugg-
lega meðfram ströndum þessa lands.
Guð hefir sent sama boðskap til hins fallna
heims, sem var í myrkri. Hætturnar fyrir manns-
sálina eru margar, og maðurinn villist oft. En Guð
hefir gefið okkur hið mikla ljós, sem lýsir okkur
gegnum allt myrkur, ef við aðeins viljum fylgja
því ljósi.
Mannlífinu má líkja við sjóferð, og við getum
sagt, eins og stendur í sálminum:
2
Og stundum sigli ég blíðan byr,
og bræðra samfylgd þá hlýt ég;
og kjölfars hinna, er fóru fyr,
án fyrirhafnar þá nýt ég.
í sólarljósi er sjórinn fríður,
og sérhver dagurinn óðar líður,
er siglt er fyrir fullum byr.
En stundum aftur ég aleinn má
í ofsarokinu berjast.
Þá skellir niðdimm nóttin á,
svo naumast hægt er að verjast.
Ég greini’ ei vita né landið lengur,
en ljúfur Jesús á öldum gengur
um borð til mín í tæka tíð.
(Úr bókinni „Söngvar Drottni til dýrðar“, nr.
233, 2. og 3. vers, eftir Snævarr).
Mennirnir sátu í myrkri og niðdimmu. Ástandið
var ískyggilegt og næstum vonlaust. Aðeins ein
stjarna lýsti — stjarna fyrirheitisins. Kristur átti
að koma í heiminn. Jesús, hinn eingetni Sonur
Guðs, átti að koma, til þess að lýsa þeim, sem í
myrkrinu sátu. Og nú er ekki nóttin dimm og von-
laus lengur. Ef að við gegnum rödd ljósgjafans,
ef að við beinum sjónum vorum til Hans, sem vill
lýsa okkur, þá skal Hann leiða okkur farsællega
inn í friðarins dýrðlegu höfn.
Kallið heyrist út yfir haf og land: „Sú þjóð,
sem í myrkrinu gengur, sér mikið ljós!“ Og þetta
er ekki aðeins til fortíðarmanna, heldur til okkar,
sem lifum á þessum tímum, þegar veröldin er að
fyllast af ólgandi og freyðandi bylgjum bylting-
anna og órósemdanna, fremur en nokkru sinni
áður. Allt ólgar og freyðir, og stormar geisa hér
í þessum heimi. Það er lífshætta, já, eilífur háski,
að sigla í myrkri á hinni dimmu nótt nútímans.
En hve dýrðlegt er þá, að hafa ljós, sem vísar á
rétta leið.
íslendingar, kæru vinir mínir! Gáið að Ijósinu!
Leitið til Hans, sem getur bjargað frá eilífri glöt-