Afturelding - 01.12.1934, Side 3
AFTURELDING
Bftir Harry Lindahl.
Ég fæddist 11. ágúst í hinni syndugu Gautaborg;
þegar ég var á ungum aldri, komst ég út á hina
hálu braut syndarinnar; en með slæmum félags-
skap drógst ég dýpra og dýpra niður í syndina.
Móðir mín kæra hafði þegar orðið fyrir mikilli
reynslu, en hún fann frið og ró hjá Guði í öllum
sínum sorgum. Pabbi minn var að eðli til glað-
lyndur, en hann átti marga vini, sem voru þrælar
drykkjuskaparins, og pabbi fór að fylgja dæmi
þeirra. Þá talaði Guð til hans, og í eríiðum sjúk-
dómi tók hann á móti Guði og frelsaðist á dýrð-
legan hátt. Sjúkdómurinn versnaði, og er mamma
skildi, að hann átti skammt eftir ólifað, fór hún
fyrir alvöru að biðja Guð um styrk í trúnni. Hún
beygði kné og sagði við Guð: „Kæri Guð, ef þú
ætlar að láta kæra eiginmanninn minn deyja frá
mér, þá gefðu mér fyrst einhverja opinberun, svo
að trú mín styrkist, þegar ég verð ein eftir með
fjögur börn“.
Einu sinni, þegar mamma, eins og vanalega,
ætlaði að ganga inn og hjúkra pabba, þá stað-
næmdist hún í dyrunum, því að í herberginu var
eitthvað svo undursamlegt. Þegar hún leit þangað,
sem hann lá, þá sá hún, að hann var orðinn gjör-
breyttur. Hann sat uppréttur í rúminu, horfði
kringum sig og sagði: „En hve hér er allt óálit-
legt. Ég hefi séð annað svo dásamlegt". Þá veg-
samaði mamma Guð fyrir bænheyrsluna.
Rétt á eftir var pabbi kallaður heim til Guðs,
og mamma var ein eftir með okkur börnin. Ég,
sem var elztur systkinanna, var sérstaklega bæn-
arbarn móður minnar, og það fór að hafa mikil
áhrif á mig, og mér leiddist það æ meir, því að
ég vildi lifa í syndinni.
Dýtt hefir Eric Ericson.
Það eru sérstaklega tvö atvik í lífi mínu, sem ég
ætla að nefna. Þegar fyrra atvikið gerðist, var ég
í dansfélagi. Kvöld eitt ætluðum við að halda
sérstaka skemmtun; átti þá hver og einn að hafa
tiltekinn skammt af brennivíni með sér. En þar eð
mamma vissi þetta, fór hún að biðja alvarlega til
Guðs, og ég fann, að þetta mundi ekki verða mér
til góðs. Og brátt sannaðist það, því að þar lenti í
ryskingum, svo mér var fleygt út klukkan 12 á
miðnætti, og þá var öll næturgleðin úti fyrir mér.
Þá flýtti ég mér heim, fokreiður, og kom í tæka tíð,
til þess að sjá mömmu mína standa upp frá bæn-
inni; hafði hún barizt í bæn fyrir mér. Reiður,
eins og ég var, hrópaði ég, að ef mamma hætti ekki
að biðja fyrir mér, svo að ég fengi að vera í friði,
þá skyldi hún fá að kenna á því.
Næsta sinn, þegar bænir móður minnar voru
starfandi á sérstakan hátt, þá björguðu þær mér
ásamt tuttugu öðrum syndurum frá vísum dauða.
Ég var þá sjómaður á skipi. Rétt eftir nýárið
1917 var ég á ferð frá Englandi til Kaupmanna-
hafnar, lentum við þá í miklum stormi. Ég var á
verði á framþiljum og kom oft í hug að fara niður
í hásetafarrýmið, því að mér var svo kalt. Hver
aldan eftir aðra reið yfir skipið, og sjólöðrið rann
yfir mig, svo að ég varð holdvotur. En í hvert
skipti, sem ég ætlaði að fara niður í hlýjuna, þá
var sem ósýnilegt vald þröngvaði mér upp á þil-
farið aftur. Allt í einu gerði skýjarof, og í tungls-
ljósinu sá ég stórt tundurdufl reka að skipinu. Við
stefndum beint á það, og þess vegna kallaði ég
fljótt: „Tundurdufl rétt fyrir framan! Víkið til
hliðar!“ Þá stöðvaði stýrimaðurinn vélina og kall-
aði samstundis: „Stattu miðskipa!“ En ég, ungur
un! Gjörið sem vitringarnir: Fylgið stjörnunni alla
leið til jötunnar og krjúpið fyrir Honum, sem er
konungur konunganna. Gjörið eins og fjárhirð-
arnir: Farið rakleiðis til að finna Hann, sem er
Frelsari heimsins. Dýrð Drottins ljómaði í kring-
um þá á þeirri nótt, þegar heilagar englasveitir
báru boðskapinn um fæðingu Jesú Krists. Og það
getum við fengið að reyna enn í dag, ef við
viljum taka á móti Honum, sem ljósi voru. Þá
þurfum við ekki að óttast nóttina og þær torfær-
ur, sem fylla heiminn, heldur getum við í öruggu
trausti til Hans stefnt á ljósið, sem varpar geisl-
um sínum hingað til vor.
Eric Ericson.
3