Afturelding - 01.12.1934, Page 4
AFTURELDING
AFTUREIDIIG
kemur sennilega út annan hvorn mánuð
fyrst um sinn.
Ritstjórar: Eric Ericson, Vestmannaeyjum
og ÁsmuncLur Eiríksson, Haganesvík.
Afgreiðsla: Box 85, Vestmannaeyjum.
og hugsunarlaus, hljóp fram á skipið og hallaði
mér yfir borðstokkinn, til að sjá, hvort tundur-
duflið mundi springa við framstafninn. Ég sá
þessa grænu kúlu koma nær og nær, þar til að hún
hraktist fram með allri skipshliðinni. Um nóttina
gátum við ekki séð duflið nánar, þar sem það hvarf
í skugga skipsins. Við sáum aðems, hvernig það
barst með stórri öldu burt frá skipinu. Sennilega
var þetta þýzkt tundurdufl, sem stormurinn hafði
slitið laust frá festum, því við fengum ljósaskeyti
frá öðrum skipum um mörg tundurdufl, stundum
þrjú, fjögur saman.
Stýrimaðurinn hrópaði til mín: „Heyrðir þú
ekki, að þú áttir að standa miðskipa. Sá, sem fyrst-
ur hefði farið til helvítis, hefði verið þú“. Þetta
voru hræðileg orð í niðamyrkri úti á ólgandi hafi.
Þar stóð ég gagnvart alvöru lífsins. Ég spennti
greipar, þakkaði Guði fyrir björgunina og bað
hann að frelsa sál mína. En ekki datt mér í hug,
að það voru bænir móður minnar, sem björguðu
mér og félögum mínum frá voðalegu slysi.
Ég var varla kominn inn fyrir dyr heima og
hafði lagt sjópokann minn frá mér og tekið sæti
á legubekknum, fyrr en mamma spurði: „Harry,
hvernig leið þér úti á sjónum á hinni tilteknu
nóttu? Varst þú ekki í sérstakri dauðans hættu?
Ég sá greinilega lítinn bát úti á ólgandi hafi, og
þú varst í þeim báti. Ég mátti til að berjast í bæn
fyrir þér“.
Enn höfðu bænir móður minnar mætt mér á vegi
mínum.
Nú hefir Guð í náð sinni frelsað mína sál og
varðveitt mig þangað til í dag. Ég hefi sjálfur oft
fengið að reyna marga undursamlega bænheyrslu,
sem er mér undursamlegt vegamerki. Ég óska nú,
að þessi bænheyrsla megi verða til uppörfunar
biðjandi feðrum og mæðrum. Gleymið eigi, að
Guð heyrir bænir, og að hann sendir hina himnesku
herskara til þess, að þér fáið bænheyrslu.
Máttug víkja myrkra ögur,
morgunstjarnan blikar fögur,
opnir standa allir dómar,
ásýnd Guðs í jötu ljómar.
Drottin Jesúm hróðri hyllum,
honum allar gígjur stillum,
hver og ein hann tigni tunga,
tignum Jesú, barnið unga.
Tignum kvala-krýnda þjóninn,
kvíðvæn svella myrkra lónin;
meðan aðrir glauminn gista,
grætur ’ann milli bleikra kvista.
Kvölum með og krossins dauða
keypt’ ’ann ríka, blinda, snauða
undan synda oki, helsi,
eilíft gaf oss líf og frelsi.
Hyllum konung konunganna,
krýnum lávarð vegsemdanna.
Hann er okkar, hans við erum,
honum þökk og lofgjörð berum.
Hann er líkn, ef hryggur grætur,
hann er ljós í myrkri nætur.
Hann er þögn í háværð dagsins.
Hann er friður sólarlagsins.
Dýrð því rómi Drottni allir,
dýrðar hljómi tónar snjallir;
jörð og himnar jafnt hann faðmi
jötu hjá og krossins baðmi.
Ásmundur Eiríksson orti.
☆ ☆ ☆
4