Afturelding - 01.12.1934, Síða 5

Afturelding - 01.12.1934, Síða 5
AFTURELDING Sá finnur, sem leitar. Eftir Carl Andersson. UndirritaSur ætlar að segja frá atviki, sem gei'ð- ist á einum stað, þar sem ég var að prédika. Það sannar, hversu raunverulegt Guðs orð er fyrir alla þá, sem vilja leita Guðs í einlægni. Það eru til á þessum dögum um alla jörðina hópar af blessuðum Guðs börnum, sem hafa reynt fyrirheit Guðs og fundið kraft þeirra. „Því að svo mörg sem fyrirheit Guðs eru, í hon- um er staðfesting þeirra með jái, þess vegna skul- um vér og fyrir hann segja amen Guði til dýrð- ar“. 2. Kor. 1, 20. „Þar eð hans guðdómlegi máttur hefir veitt oss allt, sem heyrir til lífs og guðrækni með þekking- unni á honum, sem kallaði oss með sinni eigin dýrð og dáð, og með því hefir hann veitt oss hin dýr- mætu og háleitu fyrirheit, til þess að þér fyrir þau skylduð verða hluttakandi í guðlegu eðli, er þér hafið komizt undan girndaspillingunni, sem er í heiminum“. 2. Pét. 1, 3—4. Fyrir mörgum árum, er ég hélt samkomur 1 borginni N., gerðist það, sem ég ætla hér að segja frá. Á einni samkomu á sunnudaginn, tók ég eftir sterklegum, ungum manni, sem ásamt konu sinni var viðstaddur. Eftir samkomuna hraðaði ég mér niður til hans og sagði: „Eruð þér endurfæddur?" „Nei“, sagði hann ákveðið. Ég hvatti hann þá til að leita Jesú, en hann sagði: „Ekki núna, heldur á fimmtudaginn". — Samkomur voru nefnilega auglýstar fyrir alla vikuna. — Ég spurði þá aftur: „Hafið þér þá tryggingu fyrir því, að þér lifið til fimmtudags?“ Hann hafði það ekki, en tók ábyrgð- ina á sig sjálfur og hélt, að hann gæti komið á hin- um ákveðna degi. Ég kenndi mjög til vegna hins unga manns og bað til Guðs fyrir honum daglega. Ég var þess fullviss, að eitthvað undursamlegt mundi koma fyrir á hinum tiltekna degi, svo að ég beið fimmtudagsins með eftirvæntingu. Bænaefn- ið mitt var ekki birt á nokkurri samkomu fyrr en á hinum tiltekna degi. Þegar ég sá manninn í byrj- un samkomunnar ásamt konu sinni og fjögra ára gömlum dreng, hrópaði hjarta matt: „Halle- lúja! Sigur fyrir Jesú!“ Hér var líka margt fólk samankomið í ýmsu sálarástandi. — Það ríður á, að fara rétt með orð sannleikans. Aðeins Guð, sem þekkir öll hjörtu, getur hjálpað sínum vottum í þessu efni. Sumir sitja þar fullir úlfúðar og rétta út fálm- arana eins og snigillinn, til þess að finna að einu og öðru. Ef maður segir sannleiksorð, sem þeir vilja ekki heyra eða hlýða, þá hnykkja þeir á með höfðinu og hvísla hver að öðrum: „Dæmandi pré- dikun!“ Og stundum fara þeir út; aðrir eiga á móti samband við himininn og eru fylltir straumi Heil- ags Anda, svo að þeir vegsama Drottinn og segja: „Dýrð sé Guði“, og næstum lyftast upp úr sætum sínum. Þegar maður talar, þá er bezt að horfa á þá, því þar er „bænareldurinn", sem gefur kraft vitnisburðinum, og þar er „himna-símasamband“, sem dregur Guðs blessun niður. Þar eru líka nokkr- ir, sem hafa fallið frá. Þeir hafa um tíma fagnao í Drottni, en nú er það ekki annað en sorgleg end- urminning. Sumir þeirra hafa innilega löngun eft- ir að koma heim til föðurhúsanna aftur. Svo eru þar börn á ýmsum aldri, og þeim megum við ekki gleyma, því hjá þeim er góður jarðvegur fyrir orðið. Ég get aldrei gleymt því, sem tíu ára göm- ul stúlka sagði við eldra fólkið eftir eina sam- komuna: „Andersson talar við alla, nema mig“. Hún þráði frelsið svo mjög, en hafði ekki djörf- ung til að segja frá því. En nokkru seinna kom hún eftir samkomu og staðnæmdist lengst frammi í salnum. Augu hennar voru full af tárum, og leit til mín bænaraugum. Hún féll strax á kné og tók á móti Jesú. Að endingu viljum við nefna þá, sem koma sér til dægrastyttingar og vilja sitja meðal fólksfjöldans, heyra ræður, söng, hljóðfæraslátt og athuga, hverjir eru á samkomunni og hvernig þeir eru klæddir o. s. frv. Innan um fjöldann eru ýmsir, sem eru meira eða minna ósvífnir og f jand- samlegir gegn Guði, orði hans og börnum. Stund- um sýna þeir það jafnframt í verki og framkomu, að þeir eru fullir órósemi, og að þeim líður illa í þjónustu Satans. Slíka menn hefi ég góða von um, því að þeir verða, máske, fyrstir til að koma til Drottins. Ég hefi sjálfur verið meðal spottaranna. Einu sinni sagði prédikari við mig: „Þú, sem situr 5

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.