Afturelding - 01.09.1940, Blaðsíða 5
AFTURELDING
segir hún mikið frá hernaði. En sú barátta, sem
Guðs orð s,egir frá, er baráttan milli ljóss og myrk-
urs, baráttan milli anda þessa heims og aldanna,
sem er andstæð baráttu Guðs. Það er baráttan gegn
lambinu sem þar er gerð að umtaisefni. Og olían,
sem Heilög Ritning talar um, er olía heilags anda.
Og það má segja, að saga oJíunnar í þessari heilögu
merkingu, sé saga kirkjunnar og safnaðarins, og
baráttan um olí.una í Guðs ríki hafi oft verið heit.
Sakaría spámaður flytur sérstaklega marga spá-
dóma um olíuna. Hann segir meðal annars, að Olíu-
fjallið austanvert við Jerúsalem, muni klcfna um
þvert frá austri til vesturs. Hann segir ennfrem-
ur, að lifandi vötn, muni út fljóta frá Jerúsalem
og muni annar helmingur þeirra falla í austur-
hafið, en hinn helmingurinn í vesturhafið; hér er
hann sannlega að spá um hina andríku, fersku
og miklu þýðingu kristindómsins fyrir allar þjóðir
jarðarinnar, enda þótt ekki hafi allir lotið krist-
indóminum enn sem komið er.
En undursamlegast heldur Sakaría fram þýð-
ingu olíunnar í 4. kapítula spádómsbókar sinnar,
þar sem hann sér hina merkilegu sýn um hina
gullnu olíu, sem rennur úr hinum tveim gullpíp-
um niður í ljósastikuna.
Hann sá líka tvær olíuviðargreinar. Og er hann
spurði í helgri undrun, hvað þes&ar tvær greinar
ættu að merkja, þá fékk hann þetta furðulega
svar: Það eru hinir tveir smui’ðu, er standa frammi
fyrir Drottni gjörvallrar jarðarinnar.
Að þessir tveir, smurðir odíu, eigi að tákna eitt-
hvað sérstaklega mikilsvarðandi í sögu. Guösríkis,
getum vér skilið af því, að í Nýjatestamentinu:
Opinberun Jóhannesar 11. kapítula, koma þessir
tveir vottwr aftur til sögunnar.
Á frummálinu þýðir nafnið á þessum vqttum
bókstaflega:
synir olíimmar.
Það er í sannleika áríðandi, að á þessum þung-
bæru aldarlokadögum væru uppi ol'í’usmurðir syn-
ir, sem ættu aðgang að olíulindunum í ríki Guðs.
Erkióvinur mannanna leggur sérstaklega kapp á
að eyða olíugeymum voí'um, til þess að aðstreymið
hætti, lífið fjari út, fögnuðurinn þagni og hugsýk-
in nái yfirtökunum.
Hinir smurðu eru sérstaklega kallaðir til að vitna
fyrir féndum olíunnar. Og takist óvini mannkyns-
ins að fá framgengt þeim vilja sinum að þagga
niöur hinn ferska, lifandi og kristilega vitnisburð,
þá hefir hann náð sigri. Þess vegna er áríðandi
nú fremur en nokkru sinni áður, að vér séum
smurðir vottar, sem nota hvert tækifæri, því að
tíminn er mjög stuttur.
Á frummálinu þýðir olía eitthvað fitukennt. gljá-
andi. Spámaðurinn talar um »ok, sem bresta sakir
fitunnar«. Það er »ljómandi«, dýrðlegur kristin-
dómur, sem orð Guðs heitir þeim, sem ganga á vegi
hlýðninnar: »Þá birtist Ijómi (Guðs) eins og sól-
arljós, geislar stafa út frá hendi hans og hanr.
hjúpar mátt sinn fyrir þeim«. Hab. 3, 4.
Til eru noikkrir hebreskufræðingar, sem vilja
skýra hinn næsta torskilda 18. kapítula í spádóms-
bók Jesajasar á þá leið,’ að þar sé átt við Israel;
þegar eyðendurnir sé búnir að ljúka sínu verki
ag eru úr sögunni, þá muni Israel, orðinn að nýjum
mönnum, endurreisa hinar spilltu þjóð r og snúa við
högum þeirra. 1 þessu kemur þá líka fram ljómi
Guðs. Skýringin getur verið rétt. Jsraei verður
þá þessi smurða, gljáandi, fóstraða og frelsisglaða
þjóð, sem mun leysa þetta guðdómlega hlutverk
af hendi íi Kristi. »Farið, þér hröðu sendiboðar,
til hinnar hávöxnu og gljáandi þjóðar, til lýðsins,
sem hræðilegur var þegar frá upphafi vega sinna,
til hinnar afarsterku þjóðar, sem allt treður und-
ir fótum sér, um hverrar land fljótin renna« o. s.
frv.
Það er því næsta áríðandi á þessum dögum, að
annir nútímans, neyðin og hugsýkin fái eigi að
svifta kristna trú ljóma sínum, og að aldarandi sá,
sem nú er drottnandi, leiði oss eigi burtu, frá Olíu-
fjallinu: uppsprettulind Heilagt Anda. Það er köll-
un vor einmitt á jæssum þungbæru tímum, að vér
séum hinn hávaxni, gljáandi lýður, og líf vort vökv-
ist af hinum fersku straumum Andans.
Olían er líka tákn fagnaðarins. Hann hefir smurt
oss olíu fagnaðarins framar meðbræðrum vorum.
Aldrei þarf að skorta olíu á höfuð vor, ef vér göng-
um fram í árvekni og hreinleika. Enginn vill eiga
gleöisnauðan, þunglyndislegan og möglandi Krist-
indóm. Hann laðar er.gan. Enginn þykir öfundar-
verður af honum. En ef menn hitta, frelsaða, glaða
kristna menn, sem djörfung hafa og dug til að
vegsama Guð, hvernig sem högum þeirra er hátt-
að, þá vaknar þrá, sem er samkvæm hjartalagi
Guðs. Slíkir menn vilja allir eiga saman við að
sælda.
Það er þessi olíu-fögnuður í Kristi, sem gjörir
ok Jesú inndælt. Og þetta felst í orðum hans.
Hann segir þetta sjálfur um það samlíf, sem ávallt
ætti að geta átt sér stað í Kristi og fyrir hans
53