Afturelding - 01.09.1940, Page 10

Afturelding - 01.09.1940, Page 10
Á F T U R E L D I N U ég skyldi fá að vera með. Mig langar svo mikið að sjá Tómas«. »Hefir frú Maxwell lofað því, þá mun hún bíða með veizluna til morguns«, sagði herra Edward í blíðari tón. »Vertu nú skynsöm, litla stúlka og bíddu róleg, þar til tíminn er kominn. Foreldrarn- ir vilja sennilega vera ein með honum þetta fyrsta kvöld. Farðu nú, því ég vil vera í næði«. Vesalings litla Millí læddist út úr herberginu. Dálítið seinna lá hún á gólfinu í herberginu sínu og hélt um hálsinn á hundinum og talaði við hann og reyndi að gera sér í. hugarlund heimkomu Tóm- asar. Hugur hennar var svoi fylltur af þessu efni, að það leið langur tími, áður en hún sofnaði. Henn- ar síðustu orð voru: »Hver á að sjá um hljóðfærar sláttinn?« Undir eins og Millí var búin að borða morgun- verð daginn eftir, fékk hún leyfi til að fara til Maxwells. Sara, barnfóstran, fór með henni. Um miðdegisleytið kom fyrirspurn frá Maxwells, hvort hún mætti vera kyrr og borða miðdegisverð. Og hún kom ekki heim fyrr en klukkan fjögur. Húr: var svo áköf að segja frá því, sem gerst hafði, að fóstran sagð'i að lokum: »Komdu nú, vina mín, og vertu ekki alltaf að tala. Lávarðurinn sagði, að ég skyldi senda þig upp til hans litla stund, þeg- ar þu kæmir aftur, og ég verð að greiða þér fyrst«. Það var farið að rökkva, þegar Millí kom inn í skrifstofuna, en i birtunni frá eldinum sá hún frænda sinn sitja í djúpum hugsunum í hæginda- stólnum. »Jæja, kemur þú nú. Hefir þú verið hjá Max- wells allan daginn?« »Já«, svaraði Millí hægt og settist í stólinn og horfði upp til hans. »Má ég segja frá öllu?« »Já, það máttu«, sagði hann. »Ég fór þangað snemma í morgun. Ég hljóp eins hart og ég gat, og Sara hljóp á eftir. Þegar frú Maxwell sá mig, þá hljóp hún til dyranna. Ég var alveg lafmóð, en hún klappaði mér og kyssti mig og grét ofurlítið, því ég sá tár í augum hennar. Síðan fór hún með mig inn til Tómasar, sem var að borða í eldhúsinu. Hann var í yfirfrakka Max- wells. Hann stóð upp og heilsaði mér, þegar ég kom inn. Hann er stór og góður maður, frændi, en ég held, að hann þurfi að láta klippa sig. Ég sagði honum, að ég væri búinn að bíða svo lengi. Iiann var dálítið feiminn fyrst, en þegar hann var búinn að borða, b.öföum við skemmtilegar samræð- ur. Frú Maxwell var í óða önn að búa til miðdegis- 58 verð. Tómas sagði frá öllu um sig, en ég hefi gleymt ýmsu. Hann gætti alls ekki svína, en hann gætti sauða í staðinn; hann fór alla leið til Ameríku og hafði það starf á hendi. Síðan varð hann járn- brantarmaður, en þá fékk hann hitasótt og svo komst hann í shnman félagsskap. Að lokum komst hann til Lundúna og þar varð hann bílstjóri og svo ökumaður, en svo drakk hann of mikið, og allir peningar hans íiugu burt, cg hann skamm- aðist sín fyrir sjálfan sig. Svo drakk hann of mik- ið aftur og braut vagninn á ljósastaur«. »Þú þarft ekki að segja meira. um þennan vonda lifnað hans«, sagði herra Edward. »En hann varð að verða vondur fyrst, til þess að geta orðið góður, af því að hann var týndur son- ur. En þá iðraðist hann og ákvað, að hann skyldi fara heim, þegar hann væri orðinn góður maður. Og einu sinni hlustaði hann á mann, sem prédik- aði á útisamkomu, og þá varð hann svo órólegur. Á eftir samkomunni talaði maður við hann, og get- ur þú gizkað á, hver það var?« Herra Edward gat, það ekki, svo Millí varð að halda áfram: »Þaö var einmitt hann Jakob minn, og hann fór að segja honum frá því, að hann hefði verið alveg eins og hann; en nú hefði Drottinn frels- að sig, og nú gengi allt svo vel. Nú væri hann að leita að manni, sem héti Tómas Maxwell. Hugsaðu þér, að það var einmitt Tómas, sem hann var að tala við. Tómas sagði, að hann hefði ekki djörf- ung til að fara heim, fyrr en hann væri orðinn góður. En Jakob sagði honum, að hann skyldi ekki bíða deginum lengur, því foreldrar hans biðu eftir honum. En þó beið hann enn í tvær vikur, áður en hann gæti fengið sig til að fara. Finnst þér það ekki heimskulegt, frændi?« »Jú, mjög heimskulegt«. »Bg get ekki skilið það, en fóstra mín segir, að margir bíði og' vilji reyna að bæta líf sitt í stað þess að flýta sér heim. Hún segir, að sumir af hin- um týndu sonum Guðs geri það líka. Er það, frændi?« »Það er víst«. »Tómas sagöi, að þó hann feginn hefði viljað sjá heimilið sitt aftur, þá hefði hann verið í mikilli baráttu, áður en hann fór. Eg vissi ekki, að týnd- ir synir ættu svo erfitt með að fara heim. Það átti ekki týndi sonurinn í Biblí.unni, að minnsta kosti ekki eftir það er liann var búinn að ákveða sig. Tómas kom með járnbrautarlest, frændi Jakobs

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.