Afturelding - 01.09.1940, Qupperneq 7
AFTUBELDINO
í verksmiðju allt að h.inu síðasta. Magnús var einn
•af þessum kyrlátu í landinu, sem allir ættu að
virða. Maður sá alltaf bros á andliti hans. Sérstak-
lega fundu börnin fljótt, að hann var mikill barna-
vinur. Hve oft kom hann ekki á samkomurnar í
Betel með Jóhönnu litlu, sem fyrir ári síðan var
af englum borin heim í ríki Guðs. Og' það skildi
maður, að honum fannst mjög tómlegt, eftir að
litla dótturdóttir hans var farin. En nú hefir Magn-
ús einnig náð þessu takmarki og er kominn á þann
stað, þar sem enginn skilnaður er, og þar sem
enginn verður veikur eða deyr. Að vísu er stað-
ur hans auður hér, og mikill söknuður hjá konu
hans og börnum, en það er gott að vita, að þetta
er aðeins um stundarsakir. Bráðum fá Guðs börn
að mætast aftur í binu bjarta og friðsæla heimili
Guðs barna á himnum.
Blessuð sé minning hans, sem farinn er á undan.
Jesús. sagði: »Ég er upprisan og lífið; sá sem
trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi. Og hver
sá sem lifir og trúir á mig, hann skal aldrei að
eilífu deyja«. Jóh. 11, 25—26.
Eric Ericson.
Trúaðramót. — Vakningavika.
Hið árlega trúaðramót hvítasunnusafnaðanna á
Islandi verður haldið í Zíon á Akureyri í sambandi
við vakningaviku, sem stendur yfir frá 2.—-13. okt.
næstkomandi. Það er gert ráð fyrir, að haldnir
verði biblíulestrai', t. d. kl. 4 e. h. hvern dag og
vakningasamkomur t. d. 8,30 síðd. alla daga, nema
mánudaginn þann 7, sem verður alger frídagur.
Ræðumenn á þessum samkomum verða flestir trú-
boðar hreyfingarinnar, en það skal tekið fram sér-
staklega, að norskur trúboði, sem hefur dvalið í
Bandaríkjunum h. u. b. 15 ár, mun halda fyrir-
lestur um trúboðsstarf meðal spilltra manna þar.
í*að er æskilegt, að allir, sem eiga kost á því, noti
þetta tækifæri til að mætast frarnmi fyrir aug-
liti Guðs og öðlast andlega blessun og uppörfun.
Það verður reynt að haga þessu þannig, að allt
verði sem ódýrast, en vegna skömmtunar ýmissa
matartegunda, þurfa aðkomendur að hafa meðferð-
is, skömmtunarmiðana sína, og þar að auki rúm-
föt, ef mögulegt er. Trúsystkin, sem kunna að spila
Oig syngja, eru vinsamlega beðin að taka hljóðfæri
nieð á mótið. Verið svo velkomin í Jesú nafni. Biðj-
ið fyrir þessu öllu, að það nái tilgangi sínum og
verði mörgum til blessunar.
Fyrir vinanna. hönd. Sigvi. W. Jacobsen.
Fréttir og smákorn.
Finnar fullir af lífi hversdagslega.
Finnska þjóðin gengur móti ljó&inu. Vilji henn-
ar er eindreginn, og einbeitni og traust og öryggi
verður hvarvetna fyrir, og er raunverulega hvetj-
andi og gleðjandi að geta sagt það með sönnu, seg-
ir Sven Lidman rithöfundur í ,viðtali við Stokk-
holmsrtíðindi, eftir það er hann kom heim
úr Finrdandsför sinni með Lewi Peth-
rus presti. Þeir höfðu báðir verið staddir í Hels-
ingsfors, sérstaklega til að vera við vígslu hinnar
nýju kirkju hins finnska Fíladelfíu-safnaðar, er
var byggð á meðan stríðið stóð yfir í vetur.
Þeir félagar voru meira en viku á ferð í Finn-
landi og gafst gott tækifæri til að sjá eyðingar-
verk stríðsins; en samtímis sáu þeir líka, hve allt
var í blómgun hjá Finnum og horfurnar hjá þeim
gleðilegar; auðkennir það alla finnsku þjóðina í
endurreisnarstarfi þeirra.
— Þegar ég gekk um Helsingfors á laugardag-
inn, segir hr. Lidman, þá. furðaði mig á að sjá,
hvað allt virtist vera þar í eðlilegum gangi. Þar
voru miklar birgðir af afurðum, og gnægtir græn-
metis og fiskmetis að heita mátti; húsmæðurnar
voru á ferðinni með körfur sínar og keyptu sér
nauðsynjar með góðu verði og voru hinar ánægð-
ustu. Vér urðum eigi varir neinnar gremju í svip
kvennanna og engrar þreytu né þunglyndis, held-
ur þvert á móti glaðværðar og bjartsýni, og stund-
um hlógu þær líka dátt. Svona var það allstaðar
— í sporvögnum og í sölubúðunum. Ég komst að
sannri raun um, að þar réði öryggi og bjartar
framtíðarvonir hjá öllum og hvarvetna er allt fullt
af lifi og vexti í þjóðfélaginu. Vinarhug fann ég
hvarvetna til Svía, fann hvarvetna anda fyrirgefn-
ingar og þakklátsemi, og ég hygg, að allir séu komn-
ir á þá skoðun, að hjálp Svía, í þeirri mynd sem
hún var gefin, hafi verið hin allra bezta.
En raunalegt var að sjá hinar mörgu ungu ekkj-
ur í sorgarbúningum leiða lítinn dreng eða
stúlku sér við hönd og að lesa hinar mörgu tilkynn-
ingar undir svörtum krossi, sem fylltu dagblöðin,
einmitt þá dagana, sem við dvöldum þar. Margir
dálkar voru eigi annað en nöfn fallinna manna
og undir hverju nafni ástúðleg minningarorð um
hina föllnu.
Það kom líka á óvart Lewi Pethrus að sjá vinnu-
gleðina og djörfungina.hjá hinum finnsku endur-
reisnarmönnum. Víða tóku konur og börn þátt í
55