Afturelding - 01.12.1942, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.12.1942, Blaðsíða 5
AFTURELDING !65 það? Var það ekki, þegar öllu var á botninn hvolft, eins og þokudans og þokunótt? Þá nemur hann allt í einu staðar. Hann heyrði sungið eitthvað, sem hann kannaðist við. Þeir tónar bárust honum frá litlu trúboðshúsi, sem eru svo mörg þar vestra. Það var sungið á móð- urmáli hans. Það var Noregur, sem söng. Hann gengur hægt að glugganum og les það, sem þar er skráð: »Trúboð Skandinava. Samkoma í kvöld fyrir Norðar'andabúa. Allir hjartanlega velkomn- ir«. — Hann stendur stundarkorn kyr og horfir á rúðuna. Honum fannst hún tala við sig og biðja sig að koma inn. Þá er hurðinni lokið upp. Ann- ar maður, ungur, gengur inn. Söngurinn ómar út af krafti: »Ég vil lofa Lausnara minn«. Hann nemur staðar hugsandi: Endurlausnari minn. Endurlausnari minn. Endurlausnari minn? 0, nei, það er nú víst blekking líka. Eftir litla Stund lítur hann aftur á rúðuna, þar er skráð meira: »Að samkomu lokinni er kaffi og smurt brauð á boðstólum«. Er það þá líka eitthvert fjas? Sulturinn, sem svarf að honum, var að minnsta kosti engin blekking. Það var eins og sulturinn kynni að lesa, því að hann lifnaði yfir, þegar hann leit á: »Smurt brauð«. Hann gekk með var- úð að dyrunum. Reyna mátti það, hvort nokkuð væri satt í þessu, sem skráð var á rúðuna. Hann þokaði sér inn fyrir dyrnar. Hann varð þó ekki innantómari fyrir það, þó að það væri tálloforð eitt á rúðunni. Hann settist á hornið á yzta beltkn- um, svo hann gæti verið fljótur að skjótast út. Nú hljóðnaði söngurinn um stund. Þá bað kona stutta bæn. Þá kom önnur kona með biblíuna í hendinni og las stuttan kafla. Síðan lagði hún út af orðunum um hann, sem kom til að gefa frið- vana mönnum frið. Síðar lagði hún að áheyr- endum, að þeir skyldu biðja Friðarhöfðingjann um frið og frelsi. Jú, þetta voru »heimalandstón- ar«. Hann tók eftir því. En það leið fram hjá honum líkt og þokan úti fyrir. Þetta kom honum eiginlega elrki við. Hann var skírður og fermdur og þá voru trúarbrögðin hans jafngóð og þessarar konu, enda voru þetta hennar orð en ekki hans. Þetta var víst eitthvert gutl, sem hún hafði sjálf búið til? Var það ekki? Já, þannig hafði hann litið á málið, þegar hann var heima. Að svo búnu gekk hann að kaffiborðinu og tók að gæða sér á því, sem fram var borið. Það var sannlega engin blekking! Það var reglulega seðj- andi matur. Heilinn og maginn voru sammála um það. En fyrst þetta var nú enginn sjónhverf- ing, gat þá ekki eins verið með hitt? Hvaða á- stæðu hafði konan til að fara með staðleysu? Það skildi eitthvað á með þeim, samt sem áður, þótt bæði væru þau skírð og fermd. Hann gengur heim í litla herbergið með mag- ann fullan og heilann lu'lan. Hvorirtveggja vinna að viðhaldi lífsins: hinu líkamlega og hinu eilífa. Þegar hann kemur inn úr dyrunum á næturher- berginu, sezt hann á rúmið og veltir fyrir sér því, sem hann hefir heyrt og séð. Hann hafði séð menn lofa Guð mitt í vonleysinu í kringum hann, augu, sem ljómuðu af gleði og hendur fórna sér til bæn- ar til Guðs, Guðs pabba og mömmu. Já, einmitt það: Guðs pabha og mömmu! Sá Guð var líka hér. Já, þeir segja, að hann sé allstaðar nálægur. Fám kvöldum síðar hittum við sama ungling- inn á sama stað, fyrir utan rúðuna. Sami tekst- inn var lesinn aftur. Hann fékk sömu góðgerðir og hann heyrði heimalandstónana í söngnum — allt þetta hafði haft laðandi áhrif á hann frá því, er hann sá það síðast og heyrði. Fyrir innan rúð- una var smámynd af Noregi, dálítið af lífinu heima. ó, Guð vor og Drottinn! Ilann er kominn inn. Samkoman var haldin á sama hátt og áður, nema nú kemur fram ný kona og les upp úr stærri biblíu, sem liggur á ræðu- stólnum, talar af heitri hjartans glóð um hann, sem kom á jólunum til að frelsa mennina frá syndinni og göngunni í þokunni. Síðan lýsti hún hinum tveimur fylkingum eða lestum, sem væru á leið til eilífðarinnar. önnur til hins fagra lands, en hin niður í hinn diinrna dal undirdjúpanna. I hvorri lestinni ert þú? Hvert stefnir þú? Það • voru1 spurningar, sem enginn gat leitt hjá sér. Hvar var hann nú eiginlega? Hann kunni góða grein á sinni jarðnesku afstöðu. Hún vai* sann- lega ekki glæsileg. En var hin trúarlega, eilífa afstaða hans stórum betri? Hann sá nú æfiskeið sitt eins og kvikmynd fyrir sér; sú mynd kom beint að bekknum, þar sem hann sat. Syndin liggur eins og svört rák eftir henni endilangri, líltt og svartsnigill í grasinu — það er synd, synd- ir! Víst er hann í annari lestinni, en það er sú, sem fer ranga veginn. Hún er ekki á leiðinni heim í neinum skilningi; hún stefnir til undir- djúpanna. ö, að hann gæti stokkið út úr lestinni! En hvernig? Lestin virtist vera á fleygiferð. Og í lestinni var hann!

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.