Afturelding - 01.12.1942, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.12.1942, Blaðsíða 14
74 A F T U R E L D I N G Gjöf Guðs til mannanna. Þú litla barn svo lágt nú býrð, En í þér rúmast öll Guðs dýrð. Þín rödd svo veik að vísu er, En orð þitt mátt Guðs í sér ber. Þín litla hönd á mikinn mátt, Hún storma og öldur leggur lágt. Sú hönd mun sjúkum heilsu fá Og dauða hrífa helju frá. Þinn fótur þrœðir þyrniveg. Svo frelsisveginn finni eg. í dauða loks þú lœgir þig, Guðs fórnarlamb, að frelsa mig. Þig Ijúfa barn vér lofum nú, þín læging er til lífsins brú. Þú Jesús, gjöfin Guðs til vor, Af Guðs náð Ijóma öll þín spor,

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.