Afturelding - 01.12.1942, Blaðsíða 13
AFTURELDING
75
brauðhúsið, hefir að gefa okkur, án peninga og
fyrir ekkert. Þótt maðurinn, að yfirsýn, virtist
geta haldið lögmálið, en hefði ekki öðlazt leynd-
ardóm friðþægingarinnar, væri hann alls ckk-
ert. Því að friðþægingin í Jesú Kristi er enn þann
dag í dag blikandi lindin í urtagarði lífsins.
En Betlehem þýðir einnig »stálstaðurinn«, ekki
í biblíulegum né málfræðilegum skilningi, held-
ur óeiginlegum. Og þegar ég hugsaði um Belle-
hem, borg Friðarhöfðingjans, og hið blóði drifna
umhverfi hennar, flaug hugsun mín að Betlehem,
»stálstaðnum«. Það er nefnilega staður einn í
Ameríku. Það er hinn mesti stálgerðarbær í hehni.
Liggur nærri að álíta, að þetta sé kaldhæðni þró-
unarinnar, að einmitt þessi staður skuli læita
Betlehem. En frá hinni hlið málsins, er það tal-
andi tákn um það, hve mannkyninu hefir að litlu
íeyti auðnast að opinbera boðskap Friðarhöfðingj-
ans, að staður sá, er framleiðir mest af stáli skuli
vera nefndur Betlehem. Samlíkingin er merki-
leg: að eins og borgin, þar sem Friðarhöfðing-
inn fæddist heitir Betlehem, og er um leið, sam-
kvæmt dómi þeirra, er gerzt þekkja, blóði drifn-
asti staður jarðarinnar, þannig er Betlehem »í hin-
um nýja heimi«, hinn mesti stál og vopnagerðar-
staður jarðarinnar. Þetta virðist í mesta máta
annarlegt, en það er, ef til vill, táknrænt fyrir
þann heim, sem hefir tekið stefnuna frá Guði. En
þannig verður það ekki urn alla framtíð.
Það, sem á þessum vondu dögum, gefur hugg-
un í erfiði okkar, er hin spádómlega von, sem
við eigum í krafti Orðsins. Það er sú von, að rétt-
lætissólin muni renna upp innan skamms meo
græðslu undir vængjum sínum. Það er vonin um
það, að hinar blóði stokknu skikkjur — hugar-
, far og verknaður styrjaldanna — muni brennt
verða í eldi, og fólkið lifi saman í friðþæging-
unni, í Mannssyninum — tákninu, sem Guð sjálf-
ur setur á himininn. — Þann veg á sá heimur
eftir að umskapast, sem mannkynið lifir í í dag
og margfaldast, sveitist og streitist, fótum treður
og eyðir, stríðir og deyr.
Ég heyrði eitt sinn embættisbróður minn, þjóð-
kirkjuprest heima í Svíþjóð, halda fyrirlestur um
frið. Hann tók ræðukjarna sinn frá Jesaja 9, og
talaði um hervæðingu og gróðafýkn, stríðið milli
auðs og iðju, stríðið fyrir friði á jörðu og hugsjón-
ina, sem á bakvið býr. Ekki efast ég um það, að
hann vildi vera ærlegur í efnismeðferð. Þegar
hann hafði lokið fyrirlestri sínum, átti ég sam-
tal við hann. Hann var tingur og djarfur, heitur
þrunginn áhuga. Ég sagði: »Þú gleymdir, kæri
bróðir, lokaáherzlunni og höfuðefninu, þ. e.:
»Vandlæting Drottins hersveitanna mun þesso
til vegar koma«. Því að við verðum að reikna með
hinu guðdómlega, með Jesú Kristi, annars heppn-
ast það aldrei að reisa hið fagra hús. Þú mál-
aðir þetta með hinum sterku litum hugmynda-
flugs þíns og hughrifa*.
Það er öldungis víst, að við verðum að hugsa
með raunsæi, ekki aðeins með hugmyndaflugi,
heldur með hversdagsleikans beiskasta raungildi.
Annars heppnast það ekki. Kynslóðin á undan
alhcimsstríðunum skildi það ekki — ef til vill,
en við börn stórskotaárásanna og sprengjuregns-
ins, við ættum að skilja það betur. Það var kunn-
ur maður í þjónustu kirkjunnar, sem sýndi mikla
kostgæfni fyrir málefni friðarins. Hann talaði
einnig með mikilli hugkvæmni og hjartans alvöru
um möguleika á að stofnsetja friðarríki á jörðu,
og fjölþættar gáfur brast hann ekki. Fyrir erfiði
sitt fékk hann friðarverðlaunin í norska stór-
þinginu.
Samtímis las ég það, sem hershöfðingi nokkur,
sannur hermaður, athyglisverður á sínu sviði,
sagði um fyrirlestur kennimannsins: »Því miður
vantar grunnstólpa raunsæinnar undir þá frið-
arhvelfingu, sem hér er talað um«. Hershöfðing-
inn sagði satt. En sá grunnstólpi er til, Guði sé
lof! Grunnstólpinn er Jesús Kristur, sigur hans,
hans eigið líf. A þessum grunnstólpa inun reist
verða alheims friðarríki, fyrir trúna á hann, gegn-
um sigur hans frá manni til manns. Að vinna
verk Guðs er í eðli sínu þetta: Að trúa á þann,
sem Guð sendi, Jesúm Krist. (Jóh. 6, 29). Um síð-
ir sigrar réttlæti Guðs á jörðu. Það verður í ljós
leitt, að Golgata er einasti möguleikinn til frið-
ar og farsældar í heiminum. Enn í dag, álíta
margir, að Golgata sé ekki leiðin til lífshamingju
»lífsrúmið« þurfi að vinnast með valdi, hörku,
hnefarétti. Því hlæja menn að þeim, sem þræða
götuna um Golgata — hausaskeljastaðinn. En þar
er það einmitt, í dauða Krists og sammyndun
písla hans, sem lind lífsins rennur. Svo verður
það að endingu, að heimsins mikla lífsbreyting,
sem Jesús kallar endurnýjun heimsins, endur-
fæðing fólksins, að Betlehems blóði drifna jörð
ljómar af sól að ofan. En meira en það. Betle-
hem, stálstaðurinn í hinu fjarlæga vestri umbreyt7
ist í stálstað friðarins f Guðs ríltis þjónustu.
________ Nils Ramselius.
Porsíðuinjndin: Vatn á Sandskeiði. Vífilfell í baksýn.