Afturelding - 01.12.1942, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.12.1942, Blaðsíða 15
AFTURELDING 75 ©i EFSTA YALID Suður af Ankaia sandurinn rýkur, suður á merkur fer riddarasveit. Sérhver knapinn er sínum líkur, sérkenni Tyrkjans glöggt þar leit. A undan sér reka þeir alblóðga fanga orka og megin er þrotið senn. Sífellt á berum þeim svipurnar ganga, samt eru þetta lifándi mennlv Svona er brennandi sandurinn troðinn sólsterkju heita dagana þrjá. Frelsið er glatað, framundan voðinn, fjötur um miðja tvo og tvo lá. Hungrið og þorstinn, sem hitasótt mæddi, »Hundtyrkinn« átti ei miskunn til. úr þrútnuðum undum blæddi og blæddi, en brotist var áfram um hæðir og gil. öekt þeirra var sú einasta eina að afneita Kristi þeir vildu ei. Lífsins brauð fyrir lyginnar steina láta þeir kváðúst aldrei, nei! Guös Syni höfðu þeir gefið jáið, guldu sín loforð hetjur þær. Múhameð var eigi meira en stráið molnað og þurrt, sem fauk 1 gær. Loks staðar var numið. Peir strjúka frá enni storkið húrið af blóði og leir. Þrjú hundruð glæsileg göfugmenni, goðbornir synir virtust þeir! Armeniu var ættarmótið. , Arfurinn sami: trúin á Krist. Ég lýt ykkur, bræður, sem lán það hljótið, að láta allt fyrir Jesú misst! Tign var á hvarmi, æska í augum, Óskirnar kyntu vonaglóð, vilji þeim svall I vöðva og taugum, vigja sig ætluðu feðranna slóð. Stúdentar flestir, með stærra próf aðrir, stórhugur ofinn i menntun og þor. En þá komu böðlar og bundu þær fjaðrir, er bera þá skyldi’ inn i framtiðar vor! SANNUR ATBURÐUR FRÁ TYRKLANDi ÚR SlDUSTU HEIMSSTYR3ÖLD 1914-18. er dáðinni frýjar hel og gröf. Ungbornu hetjur, þið Armeníu synir, orðstýrinn fer yfir lönd, yfir höf! i : Enn býður Tyrkinn þeim efsta valið: Aðhyllast Múhameð, svikja Krist? En hvernig, sem á því var ymprað og alið, enginn lét böðulsins sprota kysst. Blóðþyrstir fjendur þeim benda á sandinn, blandaðist engum hvað framundan var, en enda þótt sizt yrði umflúinn vandinn, öruggir gáfu þeir neitandi svar. f>á böðlarnir gripa til graftóla sinná, glamrar I rekum við sand og möl. Þeir sverja við guð sinn og særingar tvinna, að sjöföld skyldi þeim búin kvöl. Par var loks komið að þrjú hundruð grafir 1 þurrum sandinum blöstu við. Þá var ei meira um þras eða tafir: Prjú hundruð kviksettir. — Svikin öll grið! Svo settu þeir hervörð um hljóða valinn þvi hreyfing var ljós á hverri gröf. Og daprari miklu var deiglan talin, sem dauðinn væri með lengri töf! Böðlarnir gerá sér brigzl til tafa og bruðla girugt úr skróppum mals. Og kalla til hfnna kristnu grafa, að Kristi þeir hafi stjakað til falls! Sex næstu dægur sandurinn bærist. Sveitarforinginn glúpnar þá við. Siðasta kvöldið hann örvinglast, ærist, æpir: »ó, sleppið þeim — veitið þeim griðlc En hinir, sem gjallinu harðari voru, handtóku foringjann, bundu hann þeir. En bjarga þeim orpnu ei böðlarnir fóru enda bærðist nú sandurinn eigi rneir. 0 • . •o o: : : Andvarinn kyrrðist i auðninnar veldi, englafjöld lltur um himingeim. Frá þrengingu svifu á þessu kveldi þrjú hundruð sálir til Guðs sins heim. : Stokknir i blðði þar standa þeir allir. Stærri I læging ég séð hef ei menn! Myrkvast glæstustu marmara-hallir hjá manngildi þvl — og Guðs trúnni I senn! I deiglunni prófast bezt Drottins vinir, En hershöfðinginn af hugsýki tærist, I hjartanu minningin stöðugt felst. Við sjónum hans alstaðar sandurinn bærist, samvizkan logar, stiknar og kvelst! A. E. U \Q> di 4

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.