Afturelding - 01.12.1942, Blaðsíða 16

Afturelding - 01.12.1942, Blaðsíða 16
AFTURELDING 76 Kvcðja írá Sauðárkiókl. Kœru vinir! Við viljum með fáeinum línum segja frá þeim miklu hlutum, sem Guð hefir gert fyrir okkur og með því vegsama hans dýrðlega og háleita nafn. Fyrir rú!mu ári síðan var stofnaður hér meðal okkar húsbyggingarsjóður I því trausti til Guðs, að hægt væri einhverntíma að eignast hús fyrir starfið. En á þessu röska firi hefir Guð gert langt fram yfir allar vonir okkar með því að gefa okkur hús og hjálpa okkur svo dásamlega, að við erum kvitt við seljanda. Treystum þvi, að sá Guð, sem byrjaði þetta góða verk, hjálpi okkur einnig til að standa skil á rentum og afborgunum af þeim lánum, sem við höfum fengið. Hór má ekki skerða íbúðir í húsum, en þetta var opinbert veitingahús og þar af leiðandi var okk- ur heimilt að gera, sal I húsinu. Og i þeim sal höfum við núi samkomur okkar, sem eru mjög vel sóttar. Það hefir verið húsfyllir, síðan við opnuðum salinn til samkomu- halds. Og við þráum og vonum, að Guð geti fært sitt verk til sigurs með sálnafrelsi. Já, við lofum Guð íyrir allt, sem hann hefir gert fyrir okkur. Drottinn blessi alla lesendur Aftureldingar og vinina um allt landið. Með kærri kveðju- Fíladelfíusöfnuðurinn á Sauðárkrók. Blblfn- og vaknlngavikan í Bcykjavík er nú aðeins minn- ing ein, en þó mjög dýrmæt minning, og sem ég vona að hafi skilið eftir hjá einum og sérhverjum frækorn, sem muni vaxa og verða til blessunar í lífi og starfi 1 fram- tíðinni. Það, sem sérstaklega var tekið fram 1 biblíulestrunum, var hið bibliulega safnaðarfyrirkomulag frumkristninnar, blessun þess og nauðsyn, og hin guðdómlega náð til sig- urs. Orðið féll djúpt 1 hjartaakrama, og árangur er þegar komimnn I ljós. Biblíulestrarnir og samkomurnar voru vel sóttar, og starfaði Drottinn fyrir sinn Heilaga Anda 1 hjörtum allra, sem komu inn til að heyra Orðið. Er ég viss um, að margir hafa tekið nýjar ákvarðanir að þjóna Guði af meiri fihuga og trúmennsku. Nokkrar sfilir leituðu Drottins, og vonum við, að Guð haldi sínu verki áfram í hjörtum þeirra. Einhverjir hafa Síðan bætzt við í söfnuðinn, Sendum hérmeð hjartans kveðju til vina nær og fjær. Fíladclfíusöfnuðurlnn f Reykjavík. Orðsendirg til lesenda. Um leið og við nú sendum út jólablaðið, sem er siðasta blað þessa árs, færum við öllum lesendum, vinum og að- stoðarmönnum hjartans þakkir fyrir liðna tímann. Fyrir náð Guðs höfum við getað gefið út blaðið, þrátt fyrir dýr- tíð og aðra erfiðleika. Gerum einnig ráð fyrir, að — með hjálp Guðs geta byrjað 10. árgamginn strax 1 byrjun næsta árs. Blaðið mun eins og hingað til flytja greinar til fróð- leiks og gagns. kvæði, söngva og lög. Ég vona, að vinirnir hjálpi okkur og ser.di efni í blaðið. Þrfitt fyrir fimmfalda hækkun á öllum útgáfukostnaði, ætlum við að reyna að selja blaðið á 50 aura eintakið, nema jólablaðið, sem kostar 1 kr. og 3 kr. fyrir árgánginn. Nú viljum við biðja vini okkar, að reyna að útbreiða blaðið og útvega nýja áskrifendur. Skyldi einhver vilja styrkja blaðið með einhverjum gjöfum, er það þegið með mesta þakklæti. Guð blessi ykkur öll. ERIC ERICSON. Ég elska Frelsarann Lag: Rcdemption songs 715. AlcLrei mér framar yndi heimur Ijœr, aðeins hjá Gu&i sál mín huggun fær. Vtið Jesú kross ég krý'p í hœn og trú, í krossins skugga sál mín örugg dvelur nú. K&r: Eg elska, ég elska, ég elska Frelsarann. Hjá honum sál mín eilíft líf og* frelsi fann. Þó að ég vcenri sokkinn djúpt í synd, sál mín varð hrein í Jesú dreyralind, þó að ég væri áður aumur þræll. nú er ég frjáls, í ríki Guðs ég lifi sæU. Áður ég sára syndahlekki har, sannleikans bjarta Ijós mér hulið var. Sælu og hvíld mín sál hjá Drottni fann, þvi syng ég nú og vitna hvar sem er um harvn. Lelðréttlng. 1 sfðasta tölublaði hefir slæðst meinleg prentvilla inn 1 greinina »Hillingar«. Þar stendur: »Fyrir því fékk Nói bendingu um það«. Þetta fi auðvitað að vera: »Fyrir trú fékk Nói bendingu um það«.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.