Afturelding - 01.01.1946, Blaðsíða 12

Afturelding - 01.01.1946, Blaðsíða 12
AFTURELDING Gestur í hlaði Við komuna hingað til lands, spurði blaðið frú Herthu, konu Þórarins Magnússonar, livernig veran á Islandi leggðist í hana. Vel, segir systirin. Þó er allt liér gerólíkt því, sem ég á að venjast heima í Svíþjóð. En ég kvíði engu, óska aðeins að geta lagt mig sem bezt fram í starfi Drott- ins á þessu landi. Og þá daga sein ég er búin að vera Jiér, finnst mér ég geta vel fellt mig inn í kring- umstæður allar. Er langt síðan þú frelsaðist? 12 ár. Þá liefur þú verið mjög ung, er þú gafst Kristi líf þitt. 14 ára. Foreldrar þínir liafa máske verið frelsuð áður? Nei, ekkert af mínu fóJki. Þegar ég gaf Kristi Jíf mitt, þá buðu forcldrar mínir mér tvo kosli: Hafna trúnni eða að yfirgefa lieimilið. Ég tók auð- vitað síðari kostinn. Þegar ég liafði verið að lieim- an á annað ár, var ég beðin áð koma lieim aftur og það gerði ég. Hvar er lieimili foreldra þinna? I Stóra Áby í Mið-Svíþjóð. Er Hvítasunnusöfnuður þar? Já, stór söfnuður, sem hefir 5 útstöðvar. Tvö síð- xistu árin liefi ég starfað mikið á þessum útstöðvum, ásamt fleirum. Hvernig ferðist þið á milli? Á stighjólum, og við erum svona liálfa aðra klukku- stund aðra leiðina og allt upp í tvær. Áður var ég búin að starfa nokkur ár í Upplöndum og fór ég þá stöðugt minnst 10 mílur á viku liverri á milli útstöðv- anna á lijóli. Það er auðséð á þessu, að það er mikill áliugi inn- ran Hvítasunnufólksins í Svíþjóð, að breiða út Guðs Orð. Já, mjög mikill, bæði innan takmarka Svíþjóðar ■og eins meðal annarra þjóða. Við trúum því að end- urkoma Iírists sé mjög nálæg og okkur beri að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna mennina fyrir Guðs ríki, því að það kemur nótt, þegar eng- inn getur unnið. — Var ekki markmið ykkar Hvítasunnumanna í Svi- þjóð að geta sent út 100 trúlmða á þessu ári? Jú, og talan er víst fyllilega komin. Og Jiafa söfnuðirnir trú til að taka þær fjárliags- byrðar á sig, sem því fylgir? Já, vissulega. Því að þegar mennirnir sannfrelsast, þá verður kærleikurinn til Guðs og mannanna fram- vindan í öllu. Og þá verður létt að fórna. Við höfum tekið eftir því í sænskum blöðum, að það hefir verið talað um þig, sem mikla söngkonu. Hérna er snert við sorg minni í raun og veru, segir frú Hertlia. Fyrir Guös náð liafði ég góða söng- rödd og söng mikið. En fyrir ári síðan veiktist ég af Skarlatssótt, sem lagðist svo fyrir brjóstið, að ég var liætt komin og var lengi veik. Þá missti ég söng- röddina. Þegar röddin virtist ekki ætla að koma aftur, var beðið mikið fyrir mér, í mörgum söfnuö- um, að ég mætti fá röddina aftur. Það er aðeins bænasvar, að ég liefi fengið þá rödd á ný, sem ég hefi nú, en liún er lítið meira en hálf á móts við það, sem var. Það var sorglegt að missa þann góða liæfileika, sem orðið hefði mjög til vitnisburðar fyrir Guðs ríki hér á meðal okkar. — En þó er lífið sjálft meira en röddin. Já, vissulega. Er mikil mótstaða gegn Hvítasunmihreyfingunni í Svíþjóð innan annarra trúflokka? — Um afstöðu heimsins þarf ég ekki að spyrja. I byrjun vakningarinnar var hún mikil, svo að Hvítasunnumenn fengu oft tilefni til að spyrja: hvar hin kristilega sanngirni og þegnskapur væri. Svo að í því efni liefði máske ekki verið fjarstæða að segja ineð orðum Lúkasar: af því að það var ekki rúm fyrir hana — vakninguna — á gistihúsinu. — En nú er þetta eitthvað að hreytast, er það ekki? Jú, þetta er orðið gerbreytt, enda væri eitthvað skrítið við það, ef öð'ruvísi væri, eftir að hafa séð og fylgzt með ávöxtum Hvítasunnuhreyfingarinnar í Svíþjóð í nærfelt 40 ár. Því hafa og margir leið- andi menn í öðrum trúarfélögum, og ýmsir þjóö- kirkjumenn eru þar ekki undanskildir, viðurkennt opinberun Guðs í þessu starfi. Yið ýms tækifæri hafa þeir sagt, að þeir væru vissir um, að Hvítasunnu- hreyfingin væri andblær Guðs yfir sofandi og kahl- an lieim. — Og ég leyfi mér að bæta við: Sterkur lúðurhljómur Drottins á undan endurkomu Krists. Hitt er svo annaö mál, að það er eill að sjá sann- leikann og annað að fylgja honum. Jæja, við þökkum þér, systir, fyrir samtalið og bjóðum þig velkomna á meðal okkar til að leiða vagn Guðs fram til sigurs í þessu landi! Lífið er langt ferðalag og stundum erfitt. En hinn miskunnsami Guð œtlast eklti til þess að táð förum það nema einu sinni. Hall Calne. Hvernig getur maöur ímyndaS sér, að óhreinn pen- ingur geti komiS meiru til leiðar en GuS? Þó virS- ist, að margir menn álíti þaS. 12

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.