Afturelding - 01.06.1949, Blaðsíða 2

Afturelding - 01.06.1949, Blaðsíða 2
AFTURELDING }>annig frá skiptingu landsins, að þetta svæði félli í hlut Gyðinga. En Bernadotte hafði ekki fyrr skráð þetta, sem tillögu sína í skýrsluna til Sþ., en hann lá dauður í því Jandi, er hann var sendur til, sem bjargvættur. Hefði Berna- dotte gert eins og Allenby hershöfðingi gerði, er liann tók Jerúsalem úr höndum Tyrkja, í fyrri Iieimsstyrjöld- inni, spurt Heilaga ritningu ráða, áður en hann gekk til framkvæmda, þá hefði hann séð, að Guð hafði ákvarð- að Gyðingum eyðimörkina. Þetta stóð í Biblíunni og það er hægt að finna það í sama kapítula, sem sagt er frá, að Davíð skuli höfðinginn heita, er fari með mál Gyðinga, er þeir streyma heim í landið Það stendur svo um þetta: „Þeir skulu óhultir búa mega í eyðimörk- inni og sofa í skóginum.“ Esek. 34,25. Allenby hershöfð- ingja varð það til heimsfrægðar að spyrja Heilaga ritn- ingu ráða gagnvart Jerúsalem, en Bernadotte varð það til dauða(?) að gera það ekki í máli er við korn land- svæði í sama landi. Hvers vegna hélt Guð svo fast á rétti Gyðinga í þessu eyðimerkur-máli? Vegna þess, að þegar Sameinuðu þjóð- irnar höfðu samþykkt að skipta Palestínu, var ekkert hyggilegt land eftir í Landinu helga, sem var nægilega stórt til þess að taka við ^ieim fjölda Gyðinga, er vildu fara heim, þegar klukka Guðs sló. Hann þurfti því á eyðimörkinni að halda fyrir þjóð sína, af því að henni var meinað um hið byggilega land. Það er líkt því, og þegar Guð þurfti á jötunni að halda fyrir son sinn ein- getinn, þegar hann fékk ekki rúm í gistihúsinu fyrii hann. 1 höndum Gyðinga ætlar Guð eyðimörkinni að verða það byggilega land, sem þeim var synjað um í þeirra eigin landi. IJann hefur sagt: „Eyðimörkin og hið þurra landið skal gleðjast, öræfin skulu fagna og blómgast sem lilja.“ Jesaja 35,1. Með lauslegri áætlun eru Gyð- ingar nú þegar búnir að athuga að miklum hluta Negev — eyðimerkurinnar geta þeir komið í þessa blómlegu rækt, sem Blblían heitir þeim. Þeir hafa gert áætlun um mikla vatnsveitu frá Norður-Palestínu til eyðimerkursvæðisins. Um leið verður fyrirheitið að áþreifanleika: „Vegsemd Líbanons skal veitast þeim“ (Öræfum eyðimerkurinnar). Það var fyrir þann útveg, til lausnar þjóð sinni, þegar allt sýndist tapað fyrir augum hennar, sem Guð leyfði það ekki að Negev yrði tekin af Gyðingum. Það var fyrir þann möguleika, þegar hinir voru tapaðir, sem Davíð forsætisráðherra sagði þessi orð, gegn tillögu Bernadotte: „Við höfum algeran, lagalegan rétt til Negev-eyðimerk- urinnar, og ef nauðsyn krefur muiium við verja rétl okkar með vopnum.“ En Guð tók það að sér að verja þennan rétt fyrir þá undirokuðu. Hann virðist hafa tek- Frámh. á bls. 44. Hvílíkur umskapandi kraítur. I bókinni „Pá sángarfárd genom livet“ segir Einar Waermö frá eftirfarandi: 1 Saron-kirkjunni í Mexico — það er Hvítasunnukirkja — er maður í hljómsveitinni, sem ég veitti mikla eftir- tekt. Áður en hann frelsaðist, var hann foringi fyrir ræn- ingjasveit, og hafði hann myrt margt manna. Svo kald- ur og miskunnarlaus var hann í þessum verknaði sínum, að stundum hafði hann tekið volg lík þeirra manna, sem hann hafði rænt og myrt, og sofið á þeim um næt- urnar til þess að þurfa ekki að liggja á kaldri jörðinni. Eitt sinn gerði hann áhlaup með ræningjasveit sinni á kaþólska kirkju, og hjó með blikandi sverði höfuðið af einni dýrðlingastyttunni. Honum mjög á óvart hrundi mergð peninga úr líkneskinu niður á gólfið. Ræningja- sveitin var ekki lengi á sér að hirða þennan óvænta auð. Þetta varð til þess, að þeir gengu á hverja dýrðlinga- styttuna af annarri og hjuggu höfuðin af þeim, í þeirri von að þær leyndu líka peningum. En það voru þó ekki peningar í neinni nema þeirri fyrstu. Eftir þetta helgidómsrán var mikið fé sett til höfuðs honum. Jafnframt gerði stjórnin út hersveit til að hand- sama þennan ræningjafyrirliða, sein einskis sveifst. Eftir mikinn eltingaleik og fyrirhöfn var hann loks hand- samaður, og dæmdur til hengingar. Klukkan 5 næsta morgun átti að fullnægja dóminum. En nokkru áður var hann spurður, hver síðasta ósk hans væri í þessu lífi. Hann sagði að hún væri sú, að hann mætti sjálfur velja tréð, sem hann yrði hengdur á. Þótt ósk lians þætti undarleg nokkuð, þótti sjálfsagt að verða við síðustu ósk hans. Með því að tíminn var orðinn heldur naumur, þurfti að hafa hraðan á. Klukkan 6, það er, klukkustund seinna en fullnægja átti dóminum, kom hershöfðinginn inn, sem sjá átti um aftökuna, og spurði hverju það sætti að hinn dauðadæmdi væri ekki leiddur út. Honum var sagt frá ósk mannsins, og hversu mörg tré, sem væru borin fyrir hann, líkaði honum ekkert þeirra. „Ja, þá verðið þið að hafa hraðan á,“ sagði hershöfð- inginn. Loksins var komið með tré eitt, sem ræninginn sagð- ist vera ánægður með. Þegar hermennirnir athuguðu nánar, hvernig tré þetta var, tóku þeir eftir því, að það var ungt tré og vel sveigjanlegt, og í þriðja lagi varla hærra en maðurinn sjálfur. Þá gat hershöfðinginn ekki varizt því að fara að hlægja: „Þér eruð sannarlega slægvitur karl,“ sagði hann. „Ég er sannfærður um.“ bæiti hann við, „að ég u

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.