Afturelding - 01.06.1949, Page 4
AFTURELDING
tungutals- og spádómsgjöfunum. Hann vissi um marga
bræður í söfnuðinum, sem höfðu báðar þessar gjafir.
Heyrði bann þá tala fyrir Andann alls konar tungumál.
Hið hulda var leitt í ljós og leyndardómar Guðs urðu
opinberir. —
.... Kirkjufaðirinn Kyrill frá Jerúsalem skrifaði um
árið 350 fræðslurit, 24 að tölu, fyrir þá, sem tóku kristna
trú. í ritunum 3 og 4 talar hann um viðburðina í húsi
Kornelíusar, þegar Andinn féll yfir hina trúuðu, og þeir
töluðu ókunn tungumál og spáðu. Þar segir: „Undur-
samlegt var það að skírast í vatni, en hvað var það
móts við að skírast með Heilögum Anda og eldi?“ í
kaflanum nr. 17 heldur hann áfram: „Hann kom liingað
til að íklæða postulana krafti og til að skíra þá. Ekki
meðtóku þeir hluta af náðinni, heldur allan kraft henn-
ar. Því að sá, sem sökkt er niður í vatn og skírist um-
lykst vatninu á allar hliðar, þannig eru þeir algerlega
skírðir með Andanum.“ —
.... Krysostmos (d. 407) í Konstantínópel, sagði:
„Hver sem skírðist á dögum postulanna byrjaði þegar að
tala í lungum. Eftir að þeir yfirgáfu hjáguðina, án þess
að eiga nokkra Jrekkingu eða reynslu í Ritningunum,
meðtóku þeir þegar Andann. Einn talaði strax á pers-
nesku, én annar á hindúisku og enn annar á öðru máli.
Þetta sýndi þeim, að Jrað var Andinn persónulega, sem
talaði.“ —
.... Ágústín, sem dó 430, einhver mesti maður krisln-
innar á sínum tíma, segir: „Við gerum enn það sem post-
ularnir gerðu, þegar þeir lögðu hendur á Samverjana
og báðu Heilagan Anda yfir þá. Það er ætlazt til, að
hinir endurfæddu tali nýjum tungum.“
.... Bernhard frá Clairvaux, sem dó 1153, var munk-
ur og djúptrnaður maður. Hann var mikill prédikari og
var þegar í lifanda lífi talinn mikill spámaður og helg-
ur. Mörg kraftaverk eru talin hafa gerzt í sambandi við
hann. Þessi maður á að hafa talað tungum. —
.... Frans frá Assisi var trúarhetia í sinni kvnslóð.
Kraftaverk þau, sem eignuð eru honum, eru óteliandi.
Tungutalið þekktist á dögum hans. Eitt sinn bað hann
fyrir manni, sem hét Jóhannes. Öllum viðstöddum til
mikillar undrunar byrjaði Jóhannes að tala ókunnugt
tungumál.
.... Jóakim frá Fiore lagði út af Opinberunarbók-
inni. að árið 1260 yrði þýðingarmikið ár. Þá ætti tíma-
bil Heilags Anda að hefiast. Kirkian, sem var gegnsýrð
af heimsanda. átti að hreinsast og komast í afstöðu frum-
kristninnar. Vakningin kom, en J^eir sem urðu með,
raættu óskaplegum ofsóknum og voru kallaðir trúvill-
ingar.
Margir katólskir höfundar segja, að kenningin um
36
skírn Andans hafi verið einkennandi fyrir afstöðu trú-
villunnar. Hve mikils þessi reynsla var metin er ekki svo
gott að vita nú, en augljóst er, að kraftaverk og tákn
fylgdu þeim Andans skírðu J)á. Það sem við vitum um
þessar vakningar er helzt ákærur óvinanna á hendur
þeim. Var kirkjan þar fremst. Bæði voru J)eir sjálfir og
rit þeirra brennd á bálum, sem teygðu loga sína um alla
Evrópu.
Á 17. öld kom mikil vakning bér í Evrópu. Hclt hún
fram smurningu Heilags Anda, sýnum, spádómum og
tungutali. Auk Jæss var trúin í nálægð síðustu tíma.
Hagenbach segir um Jæssa vakningu: Það sem við vit-
um staðfestir kröftuglega, að starf Andans og ar.dlegar
gjafir eru enn staðreynd á meðal Guðs barna.
Gegnum allar miðaldirnar og eftirfarandi siðbótar-
tíma ryður straumur Hvítasunnuvakningarinnar sér rúm.
Núverandi trúboð meðal hinna lituðu kynflokka er einn-
ig ávöxtur af vakningunum. Drottinn, hið vakandi höf-
uð safnaðarins, leiðir lýð sinn um hina sönnu vegi Orðs-
ins. Yfirleitt er það andi Hvítasunnunnar sem öllu frem-
ur brýzt fram um heim allan. Takmarkinu verður að ná,
áður en Drottinn kemur: „Ég mun úlhella af Anda mín-
um yfir allt hoId.“ Post. 2,17.
Vakningin náði Noregi 1742. Sören Bölle var leiðandi
maður fyrir skírðum mönnum, sem komu saman í Dram-
men. Bölle hafði tekið guðfræðipróf í Danmörku. 1743
kom úthelling Andans yfir J)ennan hóp og menn væntu
endurkomu Jesú Krists. Jörgen Kleinow, er stóð framar-
lega í vakningunni, átti bæði tungutals- og spádómsgjöf-
ina. Ekki var ástúðleg meðhöndlunin á þessum fyrstu
svölum vorsins í Noregi. Mikil andstaða var þeim sýnd,
fangelsanir og jafnvel brottvísun úr landi. Yfiivöldin
álitu þetta brjálað fólk.
Eitt sinn voru allir leiðandi menn hreyfingarinnar
samtímis í fangahúsum í Osló. Vakning brauzt út i fang-
elsinu og stiftamtmaðurinn skrifar til konungs 8. ágúst
1744: „Ástæða er lil að óttast, ef vitnisburður Jiessara
manna um Guð á að hljóma óáreillur í fangahúsinu.“
Konungur ákvað þá, að flytja skyldi mennina í virki
landsins, en þó ekki fleiri en einn á hvern stað.
Hér nemum við staðar í bili. Framanritað sýnir okkur
óumbreytanleik Drottins og fyrirheita lians. Þau standa
enn í dag. í nýkomnum erlendum blöðum er sagt frá
úthellingu Heilags Anda, með sömu táknum og áður
fylgdu. Hér á íslandi fá menn einnig að reyna þennan
blessaða sannleika. Bæn okkar er, að vakning frá Guði
komi J)jóð okkar til bjargar og blessunar. Vakning, sem
Guð vill gefa af fyllingu sinni og meðfylgjandi táknum.
Auðmýkjum okkur undir Guðs voldugu hönd.
Einar Jóli. Gíslason.