Afturelding - 01.06.1949, Qupperneq 5

Afturelding - 01.06.1949, Qupperneq 5
AFTURELDING Gveinduv nærri geíur, en reyndur veií þó betur KÆRU VINIR! Það er mikil gleði fyrir mig að gela sagt ykkur, að ég hef fundið Jesúm Krist, sem persónu- legan frelsara minn. Ég hef fengið að reyna hans frels- andi kraft og hina undursamlegu gleði, er hann gefur þeim, sem taka á móti lionum. Ég hef fengið að reyna þetta, sem stendur í Davíðs- sálmi 40, 1—4.: „Eg hef vonað og vonað á Drottin, og hann laut niður að mér og heyrði kvein mitt. Hann dró mig upp úr glötunargröfinni, upp úr hinni botnlausu leðju, og veitti mér fótfestu á kletti, gjörði mig slyrkan í gangi. Hann lagði mér ný ljóð í munn, lofsöng um Guð vorn.“ Ég hef féngið að heyra, að Jesús Kristur er hinn sami frelsari enn í dag og hann var, er hann gekk um hér á jörðu, fyrir rúmlega 1900 árum. Ég hef fengið að sjá og reyna, að hann er enn í dag hinn sami, og er hann bauð hinum lama mönnum að ganga, hinum líkþráu að hreinsast, og ég veit, að enn í dag opnar hann augu blindra og rekur út illa anda. Ég er ákaflega glaður að gela sagt ykkur, að ég hef kosið að fylgja Jesú Kristi, og ég er einnig mjög glaður að mega segja ykkur, að í honum er hina sönnu gleði og hamingju að finna. Það er þannig með hvern og einn, sem finnur einhver mikilvæg sannindi, að hann vill gera aðra hluttakendur í því sama. Þetta gildir einnig um þann, er mikillar gleði verður aðnjótandi. Honum finnst hann þurfa að lirópa um gleði sína út til annars fólks. Þetta þekkið þið úr daglega lífinu eins vel og ég. Að þessu athuguðu, mun ykkur ekki þykja neitt einkennilegt við það, að mig lang- ar að skrifa ykkur nokkrar línur, ef þær mættu benda ykkur á liann, sem sagði: „Ég er vegurinn og sannleikur- inn og lífið, enginn kemur til föðursins nema fyrir mig.“ Jóh. 14,6. Þegar hingað er komið í vitnisburði mínum, segja sum ykkar ef til vill: „Ja, nú þurfum við ekki að lesa meira af þessu. Ég held það sé gott að hann hefur öðl- azt hamingju, og að honum líður vel. en svo kemur þetta okkur ekkert meira við.“ Tryggvi Eiríksson. Er það nú víst? Er það ekki raunveruleiki, að þið þurfið Jesúm Krist inn í líf ykkar, ekkert síður en ég? Við skulum sjá hvað stendur í Jóh. 3,36. Þar stendur: „Sá, sem trúir á soninn hefur eilíft líf, en sá, sem óhlýðn- ast syninum, skal ekki sjá lífið, heldur varir reiði Guðs yfir honum.“ Við skulum öll festa okkur þessi orð í minni og við skulum prófa okkur sjálf í ljósi þeirra, og í ljósi alls Guðs orðs, sem er alvarlegt og fer ekki með fleipur. Nokkur ykkar munu ef til vill spyrja: „Hvernig öðl- aðizt þú þetta? Hvað var það, sem gerðist?“ Eg geri ráð fyrir, að þið spyrjið í einlægni og þá vil ég svara þessu að nokkru. Ég trúði alltaf að Guð væri til, og hað hann stund- um hjálpar, ef illa gekk fyrir mér, en gleymdi honum svo á milli. Jesúm Krist lét ég liggja milli hluta og tók helzt ekki afstöðu til hans. Ég byrjaði ungur leitina að lífsgleði og hamingju, og brátt varð mér kunn flest sú stundaránægja, sem veröldin veitir sínum. Það er staðreynd, sem mér er nú orðin vel ljós, að því dýpra, sem við köfum eftir gleði þessa heims, því meit' erum við gleðivana, og því minni er lífshamingjan. Ég var ekki undantekning frá þessari reglu og ég hélt lengra og dýpra, unz mér varð ljóst, að „lctun syndarinnar er dau&i.“ Róm. 6,23. En það stendur meira í þessu versi: „en náðargjöf Guðs er eilíft líf fyrir samfélagið við Krist Jesúm, Drottin vorn.“ Guð gaf mér þessa náðar- gjöf, þegar ég, eftir að hafa lesið nokkuð í hans orði, Biblíunni, viðurkenndi mig sem glataðan syndara, án Jesú Krists. í fyrsta hréfi Jóhannesar, 1,9, segir svo: „En ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar, og hreinsar oss af öllu ranglæti.“ Þetta varð reynsla mín. Ég kom sem iðr- andi syndari til Jesú, í trú á að hann hefði það, sem 37

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.