Afturelding - 01.06.1949, Síða 10

Afturelding - 01.06.1949, Síða 10
AFTURELDING Vilborg Jónsdóttir. NOKKUR KVEÐJUORÐ. HÚN VAR FÆDD í xMjóafirði 24. febr. 1889. Ólst þar upp í foreldrahúsum og var þar fram að fermingu. Upp frá því fór hún að vinna fyrir sér hjá vandalausum, því þröngt var um heima. Á þeim árum átti Vilborg ekki alltaf við sem bezt kjör að búa, enda mótaðist hún af því allt sitt líf. Hún kom hingað til Vestmannaeyja og átti hér heima frá því. Fátækt og erfiðleika í ýmsum myndum fékk hún að reyna hér, en ekki lét hún hugast. Hún bazt heitorði mjög ung. Með unnasta sínum eignaðist hún son, sem nú er uppkominn. Ekki naut hún samvista lengi við unnusta sinn, því hann drukknaði í fiskiróðri. Nokkrum árum seinna byrjaði hún húskap með Sig- urði Sigurðssyni, sem nú er látinn. Bjuggu þau saman til dauðadags hans. Eignuðust þau sex börn, sem öll eru upp komin, nema Brynjólfur, 15 ára. Eins og áður er getið, átti Vilborg ekki alltaf rósum að fagna á lífsleið sinni. Held ég, að fátæktin í sinni inn: Ég hef heyrt bæn þína og séð tár þín.“ (Jes. 38,5). Dýrð og eilífur heiður sé blessuðum Frelsaranum mín- um Jesú Kristi, fyrir það, að ég fékk náð til að frelsast inn í réttan söfnuð, samfélag heilagra. Við þig, sem ekki hefur tekið afstöðu með Jesú enn, vil ég segja þetta: Á Golgata úthellti Jesús Kristur heilögu blóði sínu vegna þinna synda. Blóðfórn hans getur ein afmáð syndir þínar og sá, sem veitir Jesú Kristi viðtöku er frelsaður frá eilífum dauða. Það er eins og skrifað stendur: „Þú kevptir menn Guði til handa með blóði þínu, af sérhverri kynkvísl og tungu lýð og þjóð.“ (Opb. 5,9). Ég er ein af þeim, sem er keypt með blóði Frels- ara míns. Þess vegna segi ég með skáldinu, hrærð og klökk: Ég vil lifa heimi hulin, hópi smælingjanna í. Þótt vilji Guðs mér virðist dulinn veit hann rök að öllu því. Drottinn ráði, Drottins náðar dýrð ég stöðugt sé á ný. Ingibjörg Jörundsdóltir. ægilegu mynd hafi mætt henni meir en almennt gerisl nú til dags. En hún starfaði með elju og dugnaði í lífs- hlutverki sínu, að koma börnunum til manns. Fékk hún að sjá })að takast. Gat hún nú horft með gleði ti’ fram- tíðarinnar, því að hún hafði barizt og sigrað. — En bar- áttan kostaði hana lífið. Er hún stóð við vinnu sína 17. marz s.l. fann hún til þess er dró hana til dauða, tveimur dögum síðar. Hjarta hennar hafði bilað, lífið slokknað. — Dauðastund sinni var hún viðbúin, þvi hún átti Jesúm sem frelsara sinn. Sæll er hver sá. Er Sveinbjörg Jóhannsdóttir starfaði hér fyrir mörg- \ um árum, þá fann Vilborg köllun innra með sér að gef- ast Kristi. En þá fór svo, sem því ver endurtekur sig hjá mörgum, að hún dró sig til baka. Síðar er hún var snú- in við, sagði hún oft með söknuði: „Ó, að ég hefði hlýðn- ast strax, er Jesús kallaði mig.“ Veturinn 1943, kom hún á samkomu hér í Betel og ákvað sig í að hefja göngu sína með Jesú. Hún stað- festi það með því að taka niðurdýfingarskírn skömmu síðar. Tæpu ári eftir þetta fékk hún að reyna það, sem Jesús lofaði lærisveinum sínum, rætast í lífi sínu, þ. e. skírn Ileilags Anda. Það’ var haft á orði við mig, að þessi fátæka ekkja skyldi hafa öðlast þetla. Gat það verið? En hér rættist Guðs orð: „Já, einnig yfir þræla mína og yfir ambáttir mínar mun ég á þeim dögum úthella af Anda mínum.“ Post. 2,21. Guð fer ekki í manngrein- arálit, heldur gefur þeim gajfir sínar sem í einlægni vilja fylgja HONUM. Hún vildi láta líf sitt vera fyrir Krist, þá var og dauðinn henni ávinningur. Við samgleðjumst systur okk- ar, sem nú er laus við þetta jarðneska líf. Því það er miklu betra að fara héðan og vera með Kristi. Bless- uð veri minning hennar. Einar Jóli Gíslason. Gullkorn dagsins. GuS heyrir hjarta þitt ávallt, enda þótt þaS tali ekki méö orSum. En orS þín heyrir hann ekki. ef hjartaS fylgir ekki. ★ Sérhver maSur hefur citthvaS lil síns ágœtis, sern hann gerir betur en allir aSrir. ★ LeitaSu aS kostum náungans, en göllunum hjá sjáll- um þér. 42

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.