Afturelding - 01.06.1949, Page 12
A F T U R E L D I N G
Hann er í nánd, fyrir dyrum.
Framhald aj bls. 34.
ið Bernadotte burtu á úrslitastundu, og sett dr. Bunche
sáttasemjara í hans stað. Eftir það var betur séð um rétt
Gyðinga. Það var einmitt fyrir samningalipurð dr. Bunclie,
eftirmanns Bernadotte, að Gyðingar fengu það höfuð-
skilyrði sett inn í vopnahléssamningana við Egypta, að
mega hafa vopnað setulið í höfuðhorg Negev-svæðisins
— Beerseba.
Jafnhliða því, sem Gyðingar hafa lagt svo mikið kapp
á að tryggja sér yfirráðaréttinn yfir eyðimörkinni, auka
þeir stöðugt innflutning kynsmanna sinna, alls staðar
frá. Síðastliðinn vetur er talið að um 10,000 Gyðingar
hafi flutzt inn í landið mánaðarlega. En þetta þykir
Davíð Ben Gurion ekki nóg, heldur hefur hann sett sér
þá djörfu áætlun, að flytja inn 1 milljón Gyðinga á
næstu fjórum árum. Það þýðir, að þá þarf hann að taka
á móti um það bil 22,000 hvern mánuð í fjögur næstu ár.
Sumir, sem skrifað hafa um þessi mál, liafa sagt það
fjarstæðu, að Gyðingar fengju aðstöðu til að mynda
þjóðarheimili í Landinu helga. llinn sívaxandi straumur
innflytjenda er svar Biblíunnar við þeirri ályktun. En
þeir, sem alllaf hafa trúað þessum orðum Heiiagrar
ritningar og aldrei reynt að teygja þau til annarrar merk-
ingar en beint lá við að skilja þau, hafa fengið að sjá
þau rætast, jafnvel í sundurgreindum liðum. Tökum lil
dæmis þessi orð hjá Jeremía spámanni: „Sjá, ég flyt
þá úr Iandinu norður frá og safna þeim saman frá út-
kjálkum jarðar, á meðal þeirra eru bæði blindir og
lamir, bæði þungaðar og jóðsjúkar konur, í stórum hóp
hverfa þeir hingað aftur“. Jer. 31,8.
Hér er talað um blinda menn og lama „bæði þungaðar
og jóðsjúkar konur.“ 1 sambandi við þessi orð má geta
þess, að bæði íslenzk blöð og útvarp sögðu frá því í
fyrra, að á einu skipi t. d., sem var á leið til Palestínu
með Gyðinga, voru „blindir menn og lamir“ og r.m 400
konur af eitthvað um 600 farþegum. Margar þeirra voru
þungaðar, og allmargar fæddu börn sín í lestarklefum
skipsins. Þannig rætist orð Guðs í öllum atriðum.
Þá er hitt ekki síður eftirtektarvert, að um leið og Gyð-
ingar eru að þyrpast inn í land sitt, vottar slrax fyrir
undirstraumi trúarlegrar vakningar í þessu unga þjóð-
lífi. Það hefur vakið athygli, að Gyðingar hafa tekið inn
í þann útvarpslið, sem fram fer á Hebresku, að lesa
Biblíuna (Gamla testamentið). Þetta gera þeir daglega.
Lesturinn fer fram rétt á undan nýjustu fréttum hvern
dag. Þannig hafa Gyðingar valið Biblíunni bezta slaðinn
44
í dagskrá útvarps síns. Tveir kapítular eru lesnir dag-
lega. Með því móti ætla þeir sér að lesa alla Biblíu
sína (G. T.) á einu ári. — Hér gera Gyðingar hinum svo
kölluðu kristnu Jjjóðum mikla minnkunn, með því að gefa
trúarbók sinni svona veglega viðurkenningu. Af þessu má
ætla, að það sé skammt þangað til þessi rilning rætist
á Gyðingum: „Yfir Davíðs hús og yfir Jerúsalemhúa út-
helli ég líknar- og bænaranda, og þeir munu líta til lians,
sem þeir lögðu í gegn.“ Sak. 12,10.
Með heimkomu Gyðinga í Landið helga sjá kristnir
menn eitt hið gleggsta tákn upp á endurkomu Krists.
Hann sagði við lærisveina sína rétt fyrir dauða sinn:
,,En nemið líkinguna af fíkjutrénu: Þegar greinin (Gyð-
ingar eru ein grein af ísrael — fíkjutrénu) á því er orðin
mjúk og fer að skjóta út laufum, þá vitið þér að sumarið
er í nánd. Þannig skuluð þér vita, að þegar þér sjáið allt
þetta, þá er HANN í nánd, fyrir dyrum.“
Menn hafa stundum viljað reyna að gera endurkomu
Krists óraunverulega. Þeir hafa lúlkað liana, eins og hún
væri einhvers konar andleg þróun. En þannig sögðu ekki
englarnir að hún yrði, sem töluðu við lærisveinana við
himnaför Jesú. Þeir sögðu: „Þessi Jesú, sem var uppnum-
inn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér
sáuð. hann fara lil himins.“ (Post. 1,11).
Hann mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara
til himins.
Þetta er fullvissa endurleystra Guðs harna í dag um
allan heim. Og þau vita livað klukkan er slegin, þegar
Jiau heyra um þjóðflutning Gyðinga heim í Landið helga.
Þau vita, að HANN, sem þau vænla og elska er í nánd,
fyrir dyrum! Á. E.
Að sunnan.
1 FíladelfíusöfnuSimim í Reykjavík hefur veriS viðvarandi vaku-
ing frá því í haust. Þegar þeir eru taldir meS, sem nýlega eru
frelsaSir og bíSa nú eftir skirn, hefur um 40 manns á þessum
tíma tekið afstöðu með kenningu Guðs orðs, eins og hún liggur
fyrir okkur í Nýja testamentinu, og Hvítasunnumenn hoða hana.
Hefur það verið mjög uppörfandi að fylgjast með þvi, hvernig
Guðs Andi hefur starfað í söfnuðinuin. Búast má við, að Guð
sé nú jafnhliða þessu að undirbúa vakningu í hjörtum fólks annars
staðar. Ef til vill er það svo með margt fólk úti I dreifbýlinu,
að það vantar ekki annað en snertingu eða vitnisburð trúaðra
manna, til þess að það öðlist örugga trúarfullvissu. Bréf og önnur
sambönd, sem við höfum við menn víða, geta bent í þessa átt.
Af því tilefni ættu Ilvítasunnumenn að leggja meiri áherzlu
á útbreiðslustarfið á þessu sumri en nokkru sinni áður. Þetta
ættu allir að liafa í huga, sem nokkurn möguleika hafa á því uð
gefa sig i þetta starf, svo að hægt verði að ná til sem flestra
staða á komanda sumri.