Afturelding - 01.06.1949, Side 14
AFTURELDING
Einnar mínútu lestur.
Kunnur Guðs-maður sagði þessi orð að skilnaði við
vini sína, er komið höfðu í heimsókn til hans:
Takið lífið alvarlega! Hve þýðingarlaust og fánýtt
verður ekki margt af því, sem okkur finnst stundum
mikils virði, þegar við hugsum um eilífðina!
Þess vegna skuluð þið taka syndina alvarlega! Hún er
i sannleika alvarleg. Syndinni fylgir dómur og glötun,
ef Kristur fær ekki að frelsa manninn frá valdi hennar,
áður en hann deyr. Margir hafa tekið syndina léttúð-
lega, og hafa orðið að gjalda þess um eilífð.
Takið það því með fullri alvöru að leita Krists og
frelsast. Svo þungt )á frelsi sálna ykkar á hjarta Jesú
Krists, að hann leið þjáningar og dauða til ])ess að þið
gætuð frelsazt. Takið það því alvarlega, þegar þið gef-
ist honum. Margir vilja, margir hugsa: Það er gott að
vera hjá Kristi. En samt sem áður skilja þeir ekki, hvað
það þýðir, og ákvörðun sína taka þeir aldrei í fullri
alvöru. Þess vegna ná þeir ekki þeirri helgun í breytni,
sem Guð hefur ætlazt til að þeir næðu.
Trúaði maður, taktu það alvarlega að fylgja Kristi!
Margir eru þeir, sem fundið hafa veginn, en hurfu þó út
af honum aftur. Það var vegna þess, að þeir tóku það
léttúðlega, að leita Guðs vilja. — Taktu þetta í fullri
alvöru.
Ekki mun hver sá, er við mig segir: „Herra, herra,
ganga inn í Himnaríki, heldur sá, er gerir vilja Föður
míns, sem er himnunum.“ Matt. 7, 21.
tekinn af allri þessari dýrð, er ég hafði séð og reynt,
gat ég ekki annað en lofað Guð háslöfum.
Næsta sunnudag fór ég á mjög fjölmenna útisamkomu,
fullur af krafti Guðs og kærleika hans. Þar sagði ég
þeim þúsundum manna, er voru saman komnir, frá
því scm ég hafði séð og reynt, og hve mikla hluti Guð
hefði gert fyrir mig. Frásaga mín greip fólksfjöldann
með þeim áhrifum, að skógurinn í kringum okkur berg-
málaði af lofsöng og fagnaðarhrópum.
A þessari sömu útisamkomu, var trúboðinn Father
Adams. Seinna fluttist hann til Suður-Carólínu. Hann
hefur sagl svo frá þessari samkomu, að þegar Finley sagði
frá heimsókn sinni til himinsins og hinni guðdómlegu
lækningu er hann fékk, hafi svo mikill Andans kraftur
fallið yfir liina fjölmennu samkomu þarna í skóginum,
að um 500 manns hafi komið fram og játað syndir sínar
og hrópað til Guðs um náð og frelsi fyrir sálir sínar.
En tráaðir menn fögnuðu ákaflega og lofuðu Guð með
hárri röddu. Þýtt úr bókinni „Fran andra sidan“.
46
GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR á Broddanesi segir svo frá í minn-
ingnm sínum (Gömlum glæðum), um foreldra sína, nafnkennd
fieiðurshjón, er líknuðu mörgum fátækum mönnum örlátlega:
• ■.. Í skemmu, sem stóð á hlaðinu, var afarstór kassi — korn-
Iiyrða'— hólfaður í sundur, annað hólfið var stærra, í því var kornið
geymt, en heil grjón í hinu. Kassi þessi náði nærri upp undir
loft. I.ok eða hleri var yfir honum. En á framhliðinni voru
lausar fjalir, sem teknar voru frá, þegar farið var að minnka i
kassanum, þá var hægra að ná ofan í hann. í kaasanum var
stór trésleif, sem matvörunni var ausið með. Oft sá ég móður
mína standa við þennan kassa og ausa korni og grjónum í poka
fátæklinganna... .
Ætíð get ég í huga minum dáðst að sumu fátatka fólkinu, sem
kom til foreldra minna, stundum hálf hungrað, hvað það gat setið
rólegt við að lesa borðhænina og signa sig, því að ekki var
byrjað á matnum fyrr en búið var að því, og biðja að gefa sér
í Guðsfriði matinn. Sumir rifu ekki roðið af fiskinum, borðuðu
það bara með. Margar og miklar blessunaróskir fengu foreldrar
mínir frá fátæklingunum og efast ég ekki um að þær hafi verið
frambornar af einlægum huga, en hvort þœr hafa orðið að
áhrinsorðum, veit ég ekki, en víst er um það, að þau voru
mjög lángefin. í fimmtíu og sex ára búskapartið þeirra varð
aldrei nokkurt slys hjá þeim, hvorki á sjó eða landi. Var þó
stundum djarft sóttur sjórinn, því að faðir minn var kappsamur
og vildi ekki láta hætta við ferðalög fyrr en í fullu hnefana....
Guðbjörg segir frá því, að segl á áttæringi, er faðir hennar
átti, hafi verið heimaunnið, og saumað í það tvö vers, sem faðir
hennar hafi ort. Þau byrjuðu svona: Jcsús meS nkkur jufnan sé.
Faðir minn réð þessu, segir höfundur, og bætir við: Vera má að
þetta álítist hégómi nú á dögum, en foreldrar mínir álitu það
ekki. Þegar búið var að setja upp seglið, blöstu þessi bænarorð
við augum sjómannsins, og hver veit nema hugurinn bafi þá
hvarflað til hans, sem er allra vernd og hlíf, bæði á sjó og
landi....
Enn segir Guðbjörg um föður sinn: Aldrei kom liann svo út
fyrir dyr að morgni dags, að ekki væri það hans fyrsta verk að
signa sig, og renndi um leið blindum augum til himins. Ég var
tveggja ára, þegar hann missti sjónina og man ekki eftir honum
sjáandi. (Hann var blindur í 28 ár)........Vel man ég eftir þvi,
að mér þótti það óþarfi að vera að biðja fyrir sér, þó að farið
væri ríðandi til kirkjunnar, þar sá ég enga hættu á leiðinni.
Annað mál var það, þegar farnar voru sjóferðir, þá fannst mér
hænin nauðsynleg, þó að ég kynni enga sjóferðabæn. En faðir
minn leit öðrum augum á þetta.
Þannig hagaði til hjá okkur, þegar farið var á stað til kirkj-
unnar, að leiðin lá fram tröðina og yfir bæjarlækinn. Þar fyrir
handan var rennislétt grund, sem hægt var að ríða hart yfir.
En þegar komið var fram yfir lækinn, spurði faðir minn ætíð
eftir því, hvort allir væru ekki komnir á stað, svo hægt vœri