Afturelding - 01.06.1949, Page 15

Afturelding - 01.06.1949, Page 15
AFTURELDING Bergmálið heyrist enn. August Strindlerg. Bergmálið af aldarafmæli sænska skáldsr ins, A. Strindbergs, er ekki enn dáið út í heimsblöðunum, segir eitt útlent blaS nú fyrir stuttu. Sannast þar, sem stundum hefur veriS sagt, aS fjölþættasta lifið verð- ur íhugunat verðast fyrir eftirkomendurna. Þetta kemur heim á Strindberg. Á aldar- afmæli þessa fræga skálds hefðu íncnn átt að gefa því meira rúm, en gert hefur veriö, þegar hann uppgötvaði sína stærstu ævistund. Það var, þegar honum var stillt augliti til augiitis viS raunveruleikann, nefnilega hinn lifandi Guð’. Þá reyndi þessi heimsfrægi maður, hvað það er, þegar Andi Guðs afhjúpar dauðlegan mann og sýnir honum, hver hann er í raun og veru. Strindberg var nógu hreinskil- inn til að viðurkenna sannleikann,er hann fékk að þekkja þá. Hann bugaðist alveg undir þunga syndasektar sinnar og hrópaði á náð. Þessu lýsir hann sjálfur með þessum orðum: „.... Á einni mínútu, eins langri og 48 ár, sé ég á ný allt mitt líf, allt frá laufgrænni æsku til þessa dags. Bein mín skrælna inn til mergjar! Blóð mitt stanzar og storknar og undir eldi samvizkukvalanna fell ég til jarðar og hrópa: NÁÐ, NÁÐ!“ Þetta var sami maðurinn, sem á efri árum sínum sagði: „Alla mína óhamingju rek ég til þeirrar staðreyndar, að ég hef verið trúlaus maður.“ Þess vegna var síðasta kveðja hans til sam- tíðar hans og allra eftirkomenda hans hin víðkunnu orð uin krossinn, sem var hans einasta von til hjálpræðis. En hvers vegna tala menn svo lítið um þetta? Það er vegna þess, að nútímamað- urinn fæst meira við hinar mörgu spurningar Strindbergs, heldur en hið afgerandi svar, er hann fékk við þeim, og hinn einfaldi trékross vitnar um á gröf hans, sem átti að segja samtíð og framtíð þann einfalda sannleika, að kross Kirsts væri einasta von hans til hjálpræðis. ★ Þegar A. Strindberg lá á banabeði, kallaði hann dóttur sína til sín. Er hún var komin inn til hans, tók hann Biblíuna, er hann hafði baft á borðinu bjá sér í allri legunni, þrýsti henni að brjósti sínu, og sagði um leið við dóttur sína: „Kæra Gréta, þetta er hið eina rétta." — Síðan dó stórskáldið í öryggri trú á Krist og Biblíuna. að fara að biðja fyrir sér. Um leið tók liann ofan, svo nú byrj- uðu allir á bænagerðinni. Karlmennirnir berhöfðaðir. Það stóð heima, þegar blessaðri liaminni var lokið, þá var rJétta grundin á enda. Og ég hafði orðið að láta hestinn lötra eins og aðrir. Þá var bænin hindrun þessara nautna minna. En nú standa þessir viðburðir frá æskuárunuin eins og sólroðnir tindar upp úr hafi minninganna. Faðir minn var, segir Gúðbjörg á öðrum stað, mestur í þraut- um og mannraunum, en móðir mín var stærst, þegar hún var að gefa fátæklingunum og líkna þeim bágstöddu.... Fyrir nokkrum árum sagði gömul kona við mig: Manstu eftir henni mömmu þinni, hvað hún vur falleg, þegar hún var að gefa? „Straumhvörí í erlendum mótmœlendakirkjum . í „NORÐURLJÓSINU", 30. árg., 9.—10. tölubl. birtist grein með þessari fyrirsögn nýlega, eftir A. G. Afturelding leyfir sér að taka nokktirn hluta þessarar greinar til birtingar, og er hann á þessa leið: Frá Bandaríkjunum og Bretlandi berast fregnir um vaknandi áhuga nteðal lúterskra og reformertra guðfræðinga fyrir þvi, að hverfa aftur til hinnar uiiphaflegu skírnar, sem boðuð er i nýja testamentinu, skírnar trúaSra. Eitt af hinum áhrifamestu, kristilegu stórblöðuin í Bandarikj- ununt t. d. flytur fréttir frá Bretlandi og segir: „í Bretlandi sýna menn nú sem stendur meiri áhuga fyrir að ræða skirnarmálið en nokkurn tíma áður í minni núlifandi manna.“ Sama blaðið segir, í öðru tölublaði, að hið nýútkomna rit próf. Karls Barth: „Kenning kirkjunnar um skirnina,“ (gefið út á ensku af Student Christian Movement Press), sé „hinn merki- legasti atburður, sem komið hefur fyrir á trúmálasviðinu í mörg ár,“ („the most significant thing that has happened in the rel- igious world for long years“). Það telur að afstaðan, sem hinir lærðu guðfræðingar Brunner og Barth liafa nú tekið gagnvart skírninni, sé „stórmikilvægur viðburður á guðfræðisviðinu," („an event of major importanee in the theological world“). „Allsstaðar er viðurkennt, að Karl Barth sé hinn merkilegasti guðfræðingur í heiminum á þesstim dögum,“ segir blaðið. „Hvort sem menn eru honum sammála eða ekki, verða þeir að viðurkenna þetta.. Alla ævi sína hefur hann verið í nánasta samfélagi við lútersku kirkjuna. Guðfræðilegur boðskapur hans er áskorun um að innleiða að nýju grundvallarguðfræði siðbótarinnar í sinni sígildu mynd, eins og hún kemur fram í ritum þeirra Lúters og Kalvíns. .. . Hann heldur því fram, að barnaskírnin sé höfuð- villa hinnar kristnu kirkju.... Hann skorar á lútersku og reform- ertu kirkjurnar að breyta skírnarathöfn þeirra og innleiða trúaðra skírn aftur.“ Próf. Emil Brunner er próf. Karl Barth samdóma, að núver- andi framkvæmd barnaskírnarinnar sé „óþolandi". Hann segir ennfremur: „Það er varla hægt að telja framkvæmd barnaskírnar- innar annað en hneyksli." Fimin hundruð klerkar í ensku þjóðkirkjunni, þar á meðal nokkrir biskupar, hafa fyrir nokkru stofnað það, sem þeir kalla: „Baptismal Reform Movement" („Skírnar-umbótar hreyfingú'). Þeir gagnrýna barnaskírnina óþyrmilega og dæma harðlega þá foreldra, sem „fylgja hinni eldgömlu venju að líta á skírnina sem nokkurs konar töfraverk." Þannig hljóðar kaflinn úr grein A. G. í Norðurljósinu. Nú fyrir stuttu hefur afgreiðslu Aftureldingar borizt sænskt tímarit, sem heitir „Vor tro“. í apríl-hefti ritsins, þ. á. er vikið nokkuð að skírnarmálinu. Þar segir á þessa leið: Sannleikurinn um skírnina hefur ávallt verið umdeildur rnjög. Það hefur þó verið gleðilegt að fylgjast með því hinn síðasta tíma, livernig hin biblíulega skírn trúaðra manna með niðurdýf- ingu hefur náð vaxandi tökum á fólkinu. Þótt „barnaskírnin“ sé enn varin af mörgum ryður þó biblíulega skirnin sér meira og meira rúm, jafnvel í útvarpinu. Fjöldamargir prestar í öðrum löndum hafa vaknað upp til alvarlegrar umhugsunar í þessu máli. Frá Englandi berast fréttir um það, að eitt þúsund prestar hafi beðið um undanþágu frá því, að þurfa að skira ungbörn. Frá Danmörku berast einnig fréttir Um það, að margir prestar þar i 47

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.