Barnablaðið - 01.04.1900, Page 6

Barnablaðið - 01.04.1900, Page 6
18 í sama bili alþakið af þúsmidum af maur- um, sein koma í mestu bræði út urn allar dyr strýtunnar, og setja sig allir undir eins í óttalega skrítnar stellingar. Þeir teygja frá sér tvo öftustu fæturna, beygja afturlilutann upp á milli þeirra, og um leið opna þeir óttalega stóran skolt, veifa fálmunum og spúa ofurlitlum boga af ilmandi vökva upp í loftið, svo að kendin á þeim, scm sló á búið þeirra, verður vot, þó liann haldi hcnni einni alin fyrir ofan búið. Ef maður ber blátt blóm, t. d. „gleymdu mér ei“, yfir þessa bogagusu, þá verður það rautt hingað og þangað, og á því sést, að það er sterk sýra, sem maurarnir spúa úr sér. Ef beðið er lengur við búið, finnur maður bráðlega til brennandi sviða í hendinni. Þá er einhver maurinnbúinn að klippa sundur skinnið á hendinni með beitta skoltinum sínum og spúa maura- sýrunni inn í sárið. Hún er ósaknæm, nema fyrir sum litil kvikindi, en svíður eins og mýflugubit. Nú göngum við áfram inn í lund, þar sem eru gömul furutré. Þar er graslítið, og að eins brúnu furunálarnar liggja hingað og þangað, eins og þunnar gólf- ábreiður, og hér og hvar eru dökkgrænar mosabreiður á milli. Hér er sá rétti vinnustaður mauranna. Hér þjóta þeir fram og aftur með ys og þys, eins og sölumangarar með vörur sínar. Og í skógarkyrðinni hoyrist sí og æ stöðugur snarkandi kliður; það eru hljóð af fóta- taki og hreyfingu margra þúsunda smá- skcpna, sern allar starfa saman, vinna að sama takmarki, að byggja sér heimili, ríki, sem hefir sömu þýðingu fyrir þær, eins og öll störf vor ínaunanna, sem vér leggjum allan áhuga og kapp vort á. Árangurinn af slíku maurafélagi eða mauraríki er mauraborgin eða maurabúið. Maurabúið ér strítumynduð hrúga, líkt og varða, eða upprökuð taðhrúga. Sum- ar maurategundir byggja Iéleg og lítil bú; en búin skógarmauranna geta orðið yfir tvær álnir á hæð, og um tólf álnir að ummáli niður við jörðina. Þetta sýnist nú vera álitleg bygging eftir dýr, sem eru aðeins fáar línur á stærð. En þó er maurabúið í raun og veru langtum stærra, því vér sjáum að eins þann hluta þess sem er ofanjarðar. Alt í kringum búið niður við jörðina er stór snjóhvítur sand- hryggur, sem auðsjáanlega liefir verið kastað upp neðan úr jörðinni. Þar má aldrei sjást fys eða strá. Þetta er nokk- urskonar víggirðing í kringum borgina, og cru á henni ótal útgöngudyr, þar sem maurarnir geta gengið út um til að mæta óvinum, sem ætla að gcra árás á borgina. Undir víggirðingunni er sá hluti borgar- innar, sem er neðanjarðar; þar eru götur, herbergi fyrir mauraeggin, herbergi handa ungunum, og gangar á milli. Þessar bygg- ingar ganga oft þrjár álnir ofan í jörðina, svo að borgin verður þá um fimm álnir alls á hæð. Alt í kringum maurabúið sjást svo-Iitlar skorur í jörðina í aliar áttir, sem gauga út um allan skóginn. En sé gætt betur að, þá sést að þctta eru reglulegir þjóðvegir, sem maurarnir hal'a gert lianda sér; því þessi litlu iðnu at- orkusömu dýr ferðast aldrei annarsstaðar en um þessa vegi. En svo finuast stundum einstöku maurar hingað og þang- að annarstaðar á jörðunni í skóginum. Það eru veslingar, sem vilzt hafa af götunum og nú veifa þeir í ákafa fálmunum til að reyna að ryðja sér braut yfir stráin og

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.