Alþýðublað Hafnarfjarðar - 19.12.1955, Síða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
GLEÐILEG JÓL!
Gæfuríkt komand ár!
Kvenfélag Alþýðuflokksins.
GLEÐILEG JÓL!
Farsælt nýtt ár!
Þökkum viðskiptin.
Kjötiðjan.
GLEÐILEG JÓL!
Farsælt nijtt ár!
Þökkum viðskiptin.
Nýja bílstöðin h.f.
Umboðs- og heildverzlun Siggeirs Vilhfálmssonar,
Reykjavík, sendir öllum Hafnfirðingum beztu
1
J Ó L A- og
NÝÁRSÓSKIR
GLEÐILEG JÓL!
Gæfuríkt komand ár!
Geir Jóelsson.
GLEÐILEG JÓL!
Gæfuríkt komand ár!
Verzlun Geiru og Leifu.
GLEÐILEG JÓL!
Gæfuríkt komand ár!
Verzlun Halla Sigurjóns.
GLEÐILEG JÓL!
Farsælt nýtt árl
Þökkum viðskiptin.
Úra- og skartgripaverzlun
Magnúsar Guðlaugssonar, Hafnarfirði.
GLEÐILEG JÓL!
Farsælt nýtt ár!
Þökkum viðskiptin.
Guðmundur Guðmundsson, umboðsverzlun,
Hafnarfirði.
*
óskar öllum viðskiptavinum sínum
GLEÐILEGRA JÓLA og góðs og farsæls nýárs.
Þakkar viðskiptin á liðna árinu.
Risar á alfaraleiðum
(Framhald af hls. 4)
ur líkur þeim, sem býr í eðli
núpsins.
Allir muna frásögn Njálu af
draumi Flosa á Svínafelli, þann
er hann bað Ketil úr Mörk að
ráða og Flosa dreymdi skömmu
eftir Njálsbrennu. Þóttist hann
vera staddur að Lómagnúpi og
horfa upp til núpsins. Gekk þá
maður út úr núpnum og hét sá
Járngrímur. Fór sá kallandi og
kallaði á menn Flosa marga —
og var það feigfðarkall. Það er
ekki að undra, þótt menn tryðu
að þar byggju vættir nokkrar, er
ráða mættu örlögum þeirra og
annarra, slíkt hamravígi er þar
blasir sýnum.
Sá sem kemur austan um
Skeiðarársand í þokurofum og
dimmviðri, þegar aðeins grillir
í hamrariðin, og Núpsvötn velta
fram í kolmóráuðum strengja-
breiðum, og sýnast óvönum aug-
um ferðamannsins langt um
ófær, hann gleymir ekki þessari
leið. Hann gæti trúað að þarna
byggi örlagavættur sjálfs hans.
Og þegar ég fór fyrsta sinni þessa
leið í ágætri fylgd Helga á Núp-
um og fleiri manna — í stórflóði
og þoku, kom eins og ósjálfrátt
fram á varir mér við einn dýpsta
álinn þessi vísa:
Mundi hér að fótum faila
feigðarállinn regindjúpi.
Heyrir einlwer ennþá kalla
ísarn — Grím úr Lómagnúpi?
Eitt sinn sóttu þeir Jón á
Teygingalæk og Helgi á Núp-
um mig og mitt fólk austur á
sand. Við áðum sem jafnan und-
ir núpnum, og við Helga rifjaði
ég upp gamla fylgd yfir vötnin.
Nú voru þau grunn og létu lítið
yfir sér. En Ljómagnúpur var
óumbreytanlegur, nema hvað
áhrifavald hans verður alltaf
meira og meira því fleiri ferðir,
sem ég á inn um umráðasvæði
hans. Einhvern tíma hafa sval-
kaldar öldur úthafsins skolast um
brúnir hans og nafir. En þær
höfuðskepnur hefur hann líka
staðið af sér, þótt þeirra sjáist
nokkurrar menjar í dráttum hans
og útliti. Núpsvötnin falla enn
við fætur hans, leggja undir sig
sandflæmið fram af honum, seil-
ast jafnvel inn með honum að
vestan, allt heim undir túnið á
Núpsstað, þegar megin þeirra er
sem mest. En nær 7 liundruð
metra ofar þeirra leik gnæfa
meitilhvassar eggjar hans í blá-
heiði loftsins. I allri sinni drottn-
andi tign blasir hann við þér,
ferðamaður, bezt frá Núpsstað
eða framanvert við suðvestur
hornið, verðugur fulltrúi íslenzkr
ar fjallanáttúru — ógleymanleg-
ur þeim, er hann hafa séð.
DETTIFOSS
Ekki er það óvenjulegt að
heyra eftir útlendingum, sem eitt
hvað hafa um Island ferðast, að
hér sé óviðjafnanleg náttúru-
fegurð. Flest hefur þetta erlenda
fólk ekki farið nema um nær-
sveitir höfuðstaðarins og ef til
vill norðurleiðina til Akureyrar
og kannski til Mývatns, sjaldn-
ast séð suma sérkennilegustu og
mikilfenglegustu staði landsins.
Hvað myndi það segja um út-
sýn af Almannaskarði, af Lauga-
felli eða Kerlingafjöllum? Hvað
um staði sem Asbyrgi, Hólma-
tungur, Skaftafell í Öræfum og
Dettifoss svo fáeinir séu nefndir,
sem erlendir ferðamenn sjá
sjaldnast, þeir, er annars til Is-
lands koma. Ferðamaður, sem á
björtum góðviðrisdegi heldur
austur frá Asbyrgi, eftir hæfi-
lega dvöl þar, og leggur leið
sína upp að Dettifossi, hefur að
þeirri för lokinni séð eftirminni-
legustu staði, er náttúra Norður-
lands geymir í skauti sínu,
svo einstæða á sinn hátt sem
Lómagnúpur er að sínu leyti
sunnanlands. Strax og yfir Jök-
ulsárbrúna er komið tekur Axar-
fjörðurinn við. Byggðin er nær
öll á vinstri hönd, norðan brúar.
Þrír bæir liggja ofar, upp með
ánni. Vestra- og Austaraland
skammt upp með gljúfrinu, en
þó góðan spöl austar, og Hafurs-
staðir langt suður í heiði.
Hólsfjallavegurinn gengur
beint í suður, upp skógivaxna
hlíð, sem nefnist Kinn, framan í
Skógarhæð og upp hjá Löndun-
um tveim, sem eru aðskilin af
Landaánni, lítilli sprænu, er
kemur sunnan úr Heiði. Vegur-
inn er drjúgum brattur um niður-
skornar moldargötur, en víðar
lyngflesjur til beggja handa. All-
langt ofar sér fyrir veginum heim
að Hafursstöðum. Það er farið
um Beitivelli og Tjaldstæðisháls,
um jafnhækkandi gróið heiða-
flæmi. En milli Sauðafellsháls
og Hamarsöldu hverfur gróður
allur, en við taka stórgrýtisöld-
ur og klapparásar og á nokkrum
stöðum sandur. Það er Hólssand-
urinn, sem nálgast.
Frá Rauðhólum lá Dettifoss-
vegurinn suðvestur af þjóðleið-
inni, rúml. 7 km. langur, en er nú
miklu styttri orðinn með nýrri
vegagerð um Hólssand.
Jökulgljúfrin koma í augsýn.
I vestri rís Eilífur yfir gömlu
eyðibýli, og fjöllin á Mývatns-
öræfunum blasa við. En í suðri
stendur Herðubreið yzt í sjón-
deildarhringnum, miklu hærri en
öll önnur fjöll og fegurst allra
íslenzkrá fjalla norðan jökla.
Loks er komið á bergbunguna ;
austan árinnar. Fossinn sést og
heyrist — þó að litlu leyti enn.
Akveginum líkur á breiðum,
sléttum stalli. Þaðan er göngu-
leið ofan á annan stall, og er þá
komið á sjálfan gljúfurbarminn.
Allt frá jökli fellur þetta mikla
fljót Norðurlands á eyrum og
söndum um flata hástléttuna,
sums staðar í allbreiðum vatna-
flákum, þar til áin steypist niður
í 60 m. djúpt gljúfur eða gjáar-
botn. Þessi gljúfur eru um 30
km. löng og þeim lýkur fyrst rétt
ofan við gömlu brúna, austur
undan Ásbyrgi.
Þar sem Jökulsá á Fjöllum
hrynur fram af gljúfurbrúninni,
er Dettifoss. Skammt ofan við
hann fellur áin að vísu fram af
lágum bergstalli. Heitir þar Sel-
foss. En við neðri fossinn hefj-
ast hin miklu Jökulsárgljúfur.
Fossbrúnin snýr frá norðaustri
til suðvesturs og endar í mjórri
rauf við vestri bergvegginn.
Frá því ég sá Dettifoss fyrsta
sinni, hef ég verið þess fullviss,
að hann væri einn mestur foss í
Evrópu, þeirra, er kunnir eru,
Ekkert náttúrufyrirbæri á Is-
landi kemst til jafns við hann í
áhrifum. Eins og kunnugt er
byggist mat okkar á samanburði.
Við miðum einn hlut við annan,
berum þá saman og lýsum þeim
á grundvelli þess samanburðar.
Þar sem ekkert er til viðmiðun-
ar, verður lýsing og skýrgreining
næst óljós — nánast engin.
Og Dettifoss er engum öðrum
fossi lýkur hérlendis. Hann er
hærri en allir aðrir fossar lands-
ins með sambærulegu vatns-
magni. Hann er vatnsmeiri en
þeir flestir. Hann hrynur í
óbrotnu falli allt frá brún og í
gjárbotninn. Gljúfrin að honum
eru hrikalegri en að öllum öðr-
um stórfossum Islands. Allt þetta
gerir hann meiri og voldugri en
önnur f allvötn. En sjálfum fossin-
um er nær ógerlegt að lýsa, falli
hans, svip, hinum mikla nið,
geislabrotinu yfir honum, öllum
(Framlwld á hls. 7)
DETTIFOSS í AXARFIRÐI.
„Niðurinn er drynjandi, yfirgnæfandi. Allt nötrar, veriíur smátt í návist
jiessa gljúfra trölls." — Höfundurinn sést á miðri myndinni.