Alþýðublað Hafnarfjarðar - 19.12.1955, Síða 7

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 19.12.1955, Síða 7
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 7 Risar á alfaraleidum (Framhald af bls. 6) þeim dulmögnuðu töfrum, ork- mmi, fegurðinni tröllssvipnum. Þnð þýðir ekkert að segja: Hann er eins og þetta og þetta. Hann er eLki eins og neitt annað, sem eg þekki. Hann er stórfenglegri, en "Ht, sem ég hef séð. Tröllhett- an í Gautelfi er smásmíði hjá honum — þó hann fái óheftur að velta öllum sínum strengjaflaum- tnn niður gilið. Flestir fossar Noregs og Finn lands eru eins og drengir við l'lið risa, þegar Dettifoss er til ■samanburðar. Um alla Norður- álfu hygg ég, að naumast finnist kans jafningi. Sé komið að fossinum að vest- an, blasir hann við i fullri breidd ■og nýtur sín þaðan betur en af austur brúninni að öðru leyti en því, sem hin rjúkandi úðagos eru ■oftast milli fallsins og áhorfand- ans og byrgja nokkuð af fossin- um neðan verðum. Að austan eru tveir staðir bezt- ir til að sjá hann frá. Annar er Gæsahöfði á gljúfrabarminum, uokkuð neðan við fossinn. Það- an sést hann vel, að vísu nokk- uð á hlið, en þó er heildar svip- urinn skýr. Straumbreiða árinn- ar ofan við gljúfrin blasir við; og gilbotninn með sjóðandi iðu- köstunum liggur opinn sýpum langt niður eftir. Gljúfrin sjálf með hinum stórfenglegu hamra- klettum og freyðandi strengja- röstum, gefa fossinum enn meiri hrikasvip. Hinn staðurinn er inni við sjálfa fossbrúnina, frammi á dá- litlum klapparhaus, þaðan sér beint niður í rjúkandi iðuna. hegar vöxtur er í ánni, er vatns- breiðan samfelld af allri brún- 'nni, svo hvergi sér á bergnibbu. Inn með vestur barminum geng- ur mjó gjá, er brýtur brúnalín- una, sem annars er bein. Ofan í hana steypist vatnsflaumurinn, bæði um botn hennar og eystri hlíð. En niðri í henni rúmast vatn ið ekki, heldur spýtist á ská upp á við og fram í sjálft meginfallið með geysilegum mætti. Reginhá- ir löðurstrókar þeytast hátt í loft í æsilegum trölladansi og hrynja \ S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s í hvítfyssandi löðri ofan um all- an vesturvegg hamranna. Ef til vill er áhrifamest að horfa í sjálfa fossbreiðuna, þetta hrapandi flughraða jötunfall, sem hrynur niður í mórauðum strengjaflygsum. Rjúkandi æði- trylltr.ar hamhleypur svarra á bergnýpum gilbotnsins, þeyta á þær hvítum, freyðandi hrönn- um. Niðurinn er drynjandi, yfir- gnæfandi. Það er ekki skáldskap- ur einn, að bergið riði við. Allt nötrar, verður smátt í návist þessa gljúfra trölls. Enginn slíkan ægimátt á í strengjum sínum. Þrumumálið himin hátt hæfir krafti þínum. ia Einu sinni í hallæri gekk margt fólk til grasa fram á Heljardal fram af Þistilfirði. Allir dóu úr hungri á leiðinni nema ung stúlka, sem Guð.rún hét. Hún komst lífs ofan í Hvannn. Hún kvað þar á glugga vísu þessa: Margt kann Gunna vel að vinna: á vökrum hesti dóla, lyppa, spinna, tæja, tvinna, tína grös og róla. Bóndinn var inni og tók að sér stúlkuna. Hann var ókvæntur og giftist henni. Horfðu, gestur, í fossbreiðuna nokkra stund, en gættu þín samt. Þú stendur frammi fyrir rannn- ari seið en þú hefur hugmund um. Fallið togar í þig. Það breyt- ist, tekur á sig ýmiss konar kynja- myndir, sýnist eins og þjótandi rokstrengir, sem liggi jafnvel upp á við eða eins og æðandi eldtung- ur í háu, blaktandi grasi. Þú get- ur ekki haft augun af þessum sjónhverfingum. Þær leika fyrir augum þínum, ginnandi, tryll- andi. Það er eins og fossinn komi nær þér, togi þig til sín. Þér finnst jafnvel sem þú gætir gengið í hann. Hann hefur törfrað þig. En hvernig heldur þú, vegfar- andi, að Dettifoss sé álitum á vorin, þegar áin er að brjótast úr klakaviðjum vetrarins og jakahrannirnar sigla hvítum seglum ofan svellandi straum- kargann og steypast fram ah liinni 60 m. háu bergbrún ofan í gljúfrinu. Þá stendur hverjum, sem nærstaddur er, ógn af hamra tröllinu og hamförum þess. Þótt ekkert annað fagurt né merkilegt væri að skoða á allri Norðurlandsleiðinni en Detti- foss, væri ferðin þess eins verð að sjá hann. Honum gleymir eng- inn, sem séð hefur. Hann og Lómagnúpur eru risar á alfara- leiðum, stærri og voldugri en flest önnur sambærileg náttúru- fyrirbæri, sem finnast á landinu. Séra Uainalíel var prestur í Mýrdal. Hann var úti á Arnarstakksheiði í frosti og snjó og fannst undir steini einum. Hafði hann klappað með brodd- staf vísu þessa á steininn: Ljósin og kertin Kertaljósin eru fögur en þau geta einnig verið hættuleg. Foreldrar! Leiðbeinið börnum yðar um meðferð á óbirgðu ljósi. Um leið og vér beinum þessum tilmælum til yðar, óskum vér yður öllum Qleðilegra jóla. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Ein er kindin úti í vindinum, illa fer; standa vindir stafir blindir á steini hér; gæti þess hjðir: gert hefur smíði Gamalíel. $ HELLISGERÐI sendir öllum bæjarbúum og öðrum \ velunnurum sínum beztu ióla- og mjársóskir § & með innilegu þakklæti ftjrir samstarfið v á líðandi ári. X Hellisgerði. Ásiarraumr Einum unna óg manninwn, — á meðan það var —, i míns föður ranninum — og það fór þar, þá hlaut ég minn harm að bera lí leyndum stað. Bhmi fyrir kiim í liag’íi Þessa bæn skyldi lesa með uppréttum höndum, en gera síð- an kross á eftir út í loftið með hægri hendi: Hott, hott í haga kýrnar vilja naga; farið þið hvorki í mitt tún né annarra manna tún! farið þið hvorki í mínar engjar né annarra manna engjar! Sankti Jóhannes vísi tjkkur veginn þangað sem grasið er. Sæl María, Guðs móðir, seztu nú á stein og gáðu vel að kúnum mínwn, meðan ég fer heim. GLEÐILEG JÓL! Rafgeymar h.f. GLEÐILEG JOL! Steinull h.f. GLEÐILEG JOL! Verzlun Þorvaldar Bjarnasonar. GLEÐILEG JOL! S. Árnason & Co. GLEÐILEG JÓL! Málning h.f. Óskwn öllu okkar starfsfólk og viðskiptavinum \ gleðilegra jóla | og góðs komandi árs og þökkum ánægjulega samvinnu á \ árinu, sem er að líða. Myndin er af Sundlaug Hafnarfjarðar og næsta umhverfi, tekin á vígsludegi hennar, 29. ágxist 1943. Skipasmíðastöðin Dröfn h.f. Byggingafélagið Þór h.f.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.