Alþýðublað Hafnarfjarðar - 19.12.1955, Page 8

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 19.12.1955, Page 8
8 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Jol í Á§tralín fíók Vilbergs Júlíussonar, Austur til Ástralíu, hefur feng- ið mfög góða dóma gagnrýnenda. Hér birtist, með leyfi höfundar, örstuttur kafli úr bókinni, sem ffallar m. a. um fólin hjá andfætlingum okkar. Seint mun ég gleyma jólanótt í grasgarðinum í Melbourne. Jólakvöldið er ekki haldið hátíð- legt í Ástralíu frekar en í öðr- um samveldislöndum Breta. En á aðfangadagskvöld jóla er venja að halda mikla hátíð í grasgarð- inum í Mellrourne. Þessi hátíð nefnist Carols by Candlelight eða jólasálmar við kertaljós. Hún er haldin til ágóða fyrir hjálpar- vana börn, og eru seld kerti og kertastjakar m. a. í þessum til- gangi. Þetta jólakvöld voru sam- an komnar um 200 þús. manna. Hiti hafði verið geysimikill um daginn, komzt upp í 30° á C, en liann verður stundum svo mikill um jólin, að kertin renna og bráðna niður af sólarhitanum eingöngu! Það var einstaklega kyrrt og milt þessa nótt. Mannfjöldinn var mikill, og fólkið sat alls stað- ar, sem hægt var að tylla sér nið- ur, í grasinu milli trjánna í skóg- arrjóðrinum, á bökkum tjarnar- innar og árinnar. Og allir sungu jólasálma, milli þess, sem hlýtt var á vandaða skemmtiskrá und- ir stjórn færustu manna. Hér Jólamynd Bæjarbíós „Hátíð í Napoli“ (Caro- sello Napolentano) var upp- haflega samin af Ettore Giannini, sem stórkostlegur dans- og söngleikur, er vakti óhemju hrifningu á Ítalíu, og hefur verið sýndur í flestum . stórborgum Evrópu og Ame- ríku af f jölmennum söng- og dansflokki. Hinn frægi rúss- neskættaði dans- og ballet- meistari, Leonide Massine, samdi dansana í myndina. Hann dansar líka sjálfur í myndinni. Frægasti ballet- flokkur heimsins, „Grand Ballet du Marquis de Cue- vas“, dansar flesta balletana. I myndinni eru yfir 40 Napoli-lög frá öllum tímum, svo sem „St. Lucia“, O Solo mio“ og „Vanþaklátt hjarta“. Frægustu dansarar og söngv- arar Itala koma fram í þess- ari myrid, t. d. Beniamino Gigli og Carlo Tagliabue, og einnig dansar og syngur hin fræga Sophia Loren í fyrsta sinn í kvikmynd. — Kvik- myndin hlaut „Prix Inter- national“ á kvikmyndahátíð- inni í Cannes 1954, sem er mesta viðurkenning, sem ein kvikmynd getur fengið, enda var hún sýnd þar fyrsta kvöldið. Hún var líka valin sem opnunarmynd á ítölsku kvikmyndavikunni í London. s,________________________J komu fram frægir söngmenn, sjónleikir voru sýndir og óperett- ur fluttar. Einn þáttur skemmti- skrárinnar var sá, að valdir voru menn og konur úr hópnum óg fékk þetta fólk að tala við ætt- ingja og vini í fjarlægum lönd- um, t. d. Englandi, Kanada, Suð- ur-Afríku og Bandaríkjunum. Þannig gat fólkið sent jólakveðj- ur og spurt, hvað jólabakstrinum liði og kalkúnasteikinni. Sumarnóttin var hlý og yndis- legt var að dvelja þarna og skemmta sér. Hundruð þúsunda kertaljósa loguðu þarna í skóg- inum, og þegar maður leit yfir garðinn í rökkurmóðu næturinn- ar, líktist ljósadýrðin einna helzt fífusundi á vori. Ég held, að fá- um hafi komið svefn í hug þessa jólanótt, a. m. k. háttuðum við nokkrir félagar okkur ekki fyrr en í dögun. Við vorum orðnir of seinir til vinnu á flugvellinum, en þar unnum við öll jólin. Við vorum sælir og hamingjusamh þessa nótt, enda frá köldum lönd- um. Minningar okkar um jólin voru að vísu tengdar birtu, en oftast frosti og snjó. Okkur hafði víst fáa órað fyrir því, að við ættum eftir að sitja úti heila jóla- nótt, undir beru lofti, og horfa á kertaljós loga í næturkyrrð, þar sem ekki blakti hár á höfði, — og fólkið söng jólasálmana rétt eins og það sæti í stofunni sinni heima. Samt átti ég heldur bágt með að sætta mig við jól um hásum- arið, og einhvern veginn fannst mér verða heldur lítið úr jóla- haldinu á heimilum. Hitinn og veðurblíðan átti sinn þátt í því. Menn reyndu að vera sem mest úti við á daginn og fram eftir kvöldum. Ég skrapp oft til bað- strandarinnar við Hobsonflóa, og hafgolan var bezta jólagjöfin, sem ég fékk í þetta sinn. Sagt er að nykur sé í Hvaleyr- arvatni annað árið, en hitt árið í Kasthúsatjörn á Álftanesi. Sel- staða var áður fyrr við Hval- eyrarvatn, og sér enn tættur af selinu við vatnið. Eitt sinn voru í selinu karl og kona og gættu búpenings.- Konan fór sem off- ar að sækja vatn, en kom ekki aftur. Seinna fannst lík hennar mikið skaddað rekið upp úr vatn- inu, og þótti líklegt, að nykurinn hafi drekkt konunni. Eldri menn hafa oft heyrt mik- inn skruðning og hávaða út í Hvaleyrarvatni, einkum þegar Og ekki má gleyma að minn- ast á baðstrandirnar. Þær eru ekki svo fáar, stundirnar, sem Ástralíumenn eyða þar. Bað- strandir Ástralíu eru mjög góð- ar frá náttúrunnar hendi, sand- urinn hvítur, mjúkur og hreinn, og sjórinn er hlýr og yndisleg- ur, en þær eru frenmr snauðar og standast á engan hátt saman- burð við baðstrandir Suður- Evrópu, þar sem menn geta stig- ið dans og fengið sér snúning, hlýtt á góða tónlist eða gjört sér ýmislegt annað til skemmt- unar, milli þess, sem þeir stinga sér í himinblátt Miðjarðarhafið og fá sér snarpa sundspretti. I hinum miklu sumarhitum þyrpist almenningur í Ástralíu til stranda, glettist við öldur Kyrra- hafsins og liggur þess á milli eða mókir í volgum sandinum. Fólk- ið þráir og elskar hafgoluna, sem strýkur vanga þess, og fagnar henni því ákafar sem hitinn vex örar. Baðstrandarlífið er þægi- legt og skemmtileg tilbreyting í daglega lífinu, en gerir fólk frem- ur latt og svifaseint. Undantekn- ing frá þessu er þó hin hressandi og heillandi íþrótt að fara á sjó- (Skíðum (surf), en hún freistir margra. Margir eru til hennar kallaðir, en fáir útvaldir, enda krefst hún góðrar sundkunnáttu og nákvæmni og öryggis í hreyf- ingum. Siglingar eru töluvert stundaðar, og standa Ástralíu- menn framarlega í þeirri íþrótt. Það er ekki hægt að skilja svo við baðstrandir Ástralíu, að ekki sé minnzt á mikinn vágest, sem heimsækir þær stundum. Hann gerir aldrei boð á undan sér, læt- ur mikið að sér kveða og skilur oft eftir djúp og seingróin sár. Þetta er hákarlinn. Hann leitar þegar minnst varir úr djúpi hafs- ins til strandar, og enginn veit fyrri til en hann hefur orðið hon- um að bráð. Líf þess manns er oftast lokið í þessum heimi. Há- karlinn veldur oft skelfingu og upplausn baðgesta með komu sinni, og þótt Ástralía eigi ágæt- lega þjálfuðum björgunarsveit- um á að skipa, sem árlega bjarga ísa leysir, og þykir líklegt, að það starfi af völdum nykurs- ins. Sagt er, að einu sinni hafi börn úti á Álftanesi, fjögur að tölu, verið að leika sér við Kasthúsa- tjörn og hafi þá séð dýr eitt, grátt að lit, sem þau héldu að væri hestur og lá við tjörnina. Þau settust öll á bak nema eitt barri- ið; það sagðist ekki nenna á bak. Þegar barnið sagðist ekki nenna á bak, hristi dýrið börnin af sér og stökk út í tjörnina. Þóttust menn af þessu sjá, að þarna hefði nykurinn verið. Aí g ö m1u m b1öðum Hvaleyrarvatn mörgum mannslífum, fer hákarl- inn öllu sínu fram þeirra vegna. Þegar útvörp eða blöð flytja fregn um, að hákarl liafi limlest eða gleypt með liúð og liári ein- hvern baðgest, slær óhug á alla þjóðina. Hákarlinn er að vonum mesta lirollvékja öllum bað- strandargestum. Jólin í Ástralíu eru ekki hátíð gleði og birtu fyrir alla menn og konur þar í landi. Hún er blandin sorg og kvíða. Skógar- eldarnir varpa skugga á jólahá- tíðina. Þeir eru í almætti sínu um jólin. Landið stendur í björtu báli, og svo virðist sem eldarn- ir kvikni af sjálfu sér. Menn reyna að fara gætilega með eld- inn, þegar hitarnir geisa. Litill neisti verður oft að stóru báli. Utvarpsstöðvarnar trufla þrá- faldlega dagskrár sínar með að- vörunum um að fara nú varlega með eldinn. En allt kemur fyrir ekki. Það er jafnvíst að eldar kvikna í skógunum og jólin koma, — og tjónið er óskaplegt. Það er ömurlegt að ganga um brunasvæðin eftir að skógareld- urinn hefur geisað og brennt upp heilar lendur skóga, sviðið tún og akra, stökkt dýrum á flótta og hrakið fjölda fólks frá heim- ilum sínum. Það er raualegt að fá slíka jólagjöf á hátíð ljóssins og friðarins. Guðsþjónustur í Fríkirkjunni. Á aðfangadags- kvöld: aftansöngur kh. 8,30. Á jóladag: messa kl. 2 e. h. Annan jóladag: harnaguðsþjónusta kl. 2. Gamlárskvöld: aftansöngur kl. 8,30. Á nýársdag: messa kl. 2,00 e. h. í Þjóðkirkjunni. Á aðfangadag: aftansöngur kl. 6. Jóladag: messa kl. 2. Gamlárskvöld: aftansöng- ur kl. 6. Nýársdag: messa kl. 2. B E.IAlt U1 Ó IIAFAAK FIK I> I JÓLAMYNDIN 1955 HÁTÍll í MPOLI Stærsta dans- og söngvamijnd, sem ítalir hafa gert til þessa. 40 þekkt lög frá Napoli erirí myndinni. Myndin er í Pathé-litum. fíarnamtjnd Bæjarbíás á annan í jólum verður HEIÐA Ný, þtjzk úrvalsmtynd eftir hinni heimsfrægu sögu Jóhönnu Spt/ri, sem komið hefur út í íslenzkri þýðingu og farið sigurför um aill- an heim. — HEIÐA er mynd, sem allir hafa gaman af að sfá. — HEIÐA er mynd, fyrir alla ffölskylduna. SÝNDAR Á ANNAN í JÓLUM

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.